Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2016 21:43 Frá Siglufirði, þar sem bandaríski ferðamaðurinn dvelur núna. Vísir/Pjetur Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi í Reykjavík eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli í dag endaði á Laugarvegi á Siglufirði vegna misskilnings við notkun á GPS-tæki. Umræddur ferðamaður á bókað herbergi á Hótel Frón og ætlaði sér þangað eftir fimm tíma flug frá Bandaríkjunum. Um klukkutíma tekur að ferðast frá Keflavíkurflugvelli á Hótel Frón en tæpum fimm tímum eftir að hafa lagt af stað bankaði ferðamaðurinn upp á hjá Sigurlínu Káradóttur sem býr á Laugarvegi á Siglufirði og spurði hvort Hótel Frón væri í grenndinni. Hótel Frón, við Laugaveg í Reykjavík. Vísir/Stefán „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók,“ segir Sigurlína við Vísi um málið. Hún segir Bandaríkjamanninn hafa orðið fremur vandræðalegan þegar hún útskýrði fyrir honum mistökin. „Þú ert á Laugarvegi, en samt á Siglufirði en ekki Reykjavík,“ sagði Sigurlína við Bandaríkjamanninn. Hún segir hann hafa spurt sig hvort Hótel Frón væri langt frá Siglufirði. „Hann vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera. Þannig að ég bauð honum bara inn og bauðst til að hringja á hótelið fyrir hann og útskýra fyrir honum að hann kæmi ekki á Hótel Frón í dag. Hann fékk bókuninni breytt þannig að hann fer þangað seinna í vikunni,“ segir Sigurlína. Því næst kom hún honum fyrir á Sigló Hótel á Siglufirði þar sem var vel tekið á móti honum. Hún segir hann hafa tjáð sér að hann hefði sett heimilisfang Hótels Frón í GPS-tækið og keyrt eftir því. Hann var farinn að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að hafa keyrt í þó nokkurn tíma. Hann sló heimilisfangið tvívegis upp á nýtt í tækið en alltaf beindi það honum í átt til Siglufjarðar. Hún sagði hann hafa ætlað sér að ferðast um Ísland, en alls ekki á fyrsta degi eftir fimm tíma flug frá New York. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi í Reykjavík eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli í dag endaði á Laugarvegi á Siglufirði vegna misskilnings við notkun á GPS-tæki. Umræddur ferðamaður á bókað herbergi á Hótel Frón og ætlaði sér þangað eftir fimm tíma flug frá Bandaríkjunum. Um klukkutíma tekur að ferðast frá Keflavíkurflugvelli á Hótel Frón en tæpum fimm tímum eftir að hafa lagt af stað bankaði ferðamaðurinn upp á hjá Sigurlínu Káradóttur sem býr á Laugarvegi á Siglufirði og spurði hvort Hótel Frón væri í grenndinni. Hótel Frón, við Laugaveg í Reykjavík. Vísir/Stefán „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók,“ segir Sigurlína við Vísi um málið. Hún segir Bandaríkjamanninn hafa orðið fremur vandræðalegan þegar hún útskýrði fyrir honum mistökin. „Þú ert á Laugarvegi, en samt á Siglufirði en ekki Reykjavík,“ sagði Sigurlína við Bandaríkjamanninn. Hún segir hann hafa spurt sig hvort Hótel Frón væri langt frá Siglufirði. „Hann vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera. Þannig að ég bauð honum bara inn og bauðst til að hringja á hótelið fyrir hann og útskýra fyrir honum að hann kæmi ekki á Hótel Frón í dag. Hann fékk bókuninni breytt þannig að hann fer þangað seinna í vikunni,“ segir Sigurlína. Því næst kom hún honum fyrir á Sigló Hótel á Siglufirði þar sem var vel tekið á móti honum. Hún segir hann hafa tjáð sér að hann hefði sett heimilisfang Hótels Frón í GPS-tækið og keyrt eftir því. Hann var farinn að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að hafa keyrt í þó nokkurn tíma. Hann sló heimilisfangið tvívegis upp á nýtt í tækið en alltaf beindi það honum í átt til Siglufjarðar. Hún sagði hann hafa ætlað sér að ferðast um Ísland, en alls ekki á fyrsta degi eftir fimm tíma flug frá New York.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira