"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 08:37 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. Hún segir þetta minna á hvernig farið var með gögn sem tengdust Icesave-deilunni á seinasta kjörtímabili. „Fyrir það fyrsta þá er ég búin að vera að kalla eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, mjög líkt því sem gert var í Icesave-málinu. [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hún ræddi þessi mál.Ætlar að fara fram á það við forseta þingsins að trúnaðinum verði aflétt Í máli hennar kom fram að í gögnin vantar að minnsta kosti eina fundargerð. Þá sé búið að eiga við skjölin og afmá ákveðna liði sem vísað er í gögnunum. Gekk Vigdís svo langt að kalla þetta skjalafals. „Ég hef óskað eftir því við forseta þingsins að eiga með honum fund þar sem ég ætla að fara yfir þessar trúnaðarreglur og hvort að þingið sjái ekki ástæðu til þess að aflétta þessum trúnaði því það er mjög erfitt fyrir mig sem virðist vera eini þingmaðurinn sem situr á þingi núna að hafa allar þessar upplýsingar sem eru þarna í lokuðu herbergi á nefndarsviði og enginn má komast í og ég má ekki aflétta þessum trúnaði því þarna eru svo alvarlegir hlutir.“Mikilvægt að ná fram kerfisbreytingum til að fyrirbyggja svona hluti Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig í Eyjunni í gær og sagði málflutning Vigdísar áhugaverðan. Hún kvaðst þá hafa verið að berjast fyrir því að fá gögnin í hendurnar í tvö ár og málið ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart. „Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu,“ sagði Vigdís. Helgi Hrafn sagði þá að eftir sem hann kynntist stjórnsýslunni meira því auðveldara ætti hann með að trúa svona hlutum; að það væri einhver misbrestur í gögnum og jafnvel skjalafals. Vigdís hvatti Helga til að koma með sér í þá vegferð í að aflétta leynd af gögnunum og tók Helgi vel í það. Hann sagði þó jafnframt mikilvægt að fara í kerfisbreytingar til að koma í veg fyrir að svona lagað ætti sér stað. „Kerfisbreytingar sem gera meira til að fyrirbyggja svona hluti, þannig að það sé á hreinu fyrirfram. Hvernig á málsmeðferðin að vera, hvernig lýðræðiskerfið eigi að virka og svo framvegis. En ég hlakka til að skoða þetta,“ sagði Helgi Hrafn. Sjá má umræður Vigdísar og Helga Hrafns í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Vigdís ræddi málin einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. Hún segir þetta minna á hvernig farið var með gögn sem tengdust Icesave-deilunni á seinasta kjörtímabili. „Fyrir það fyrsta þá er ég búin að vera að kalla eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, mjög líkt því sem gert var í Icesave-málinu. [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hún ræddi þessi mál.Ætlar að fara fram á það við forseta þingsins að trúnaðinum verði aflétt Í máli hennar kom fram að í gögnin vantar að minnsta kosti eina fundargerð. Þá sé búið að eiga við skjölin og afmá ákveðna liði sem vísað er í gögnunum. Gekk Vigdís svo langt að kalla þetta skjalafals. „Ég hef óskað eftir því við forseta þingsins að eiga með honum fund þar sem ég ætla að fara yfir þessar trúnaðarreglur og hvort að þingið sjái ekki ástæðu til þess að aflétta þessum trúnaði því það er mjög erfitt fyrir mig sem virðist vera eini þingmaðurinn sem situr á þingi núna að hafa allar þessar upplýsingar sem eru þarna í lokuðu herbergi á nefndarsviði og enginn má komast í og ég má ekki aflétta þessum trúnaði því þarna eru svo alvarlegir hlutir.“Mikilvægt að ná fram kerfisbreytingum til að fyrirbyggja svona hluti Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig í Eyjunni í gær og sagði málflutning Vigdísar áhugaverðan. Hún kvaðst þá hafa verið að berjast fyrir því að fá gögnin í hendurnar í tvö ár og málið ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart. „Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu,“ sagði Vigdís. Helgi Hrafn sagði þá að eftir sem hann kynntist stjórnsýslunni meira því auðveldara ætti hann með að trúa svona hlutum; að það væri einhver misbrestur í gögnum og jafnvel skjalafals. Vigdís hvatti Helga til að koma með sér í þá vegferð í að aflétta leynd af gögnunum og tók Helgi vel í það. Hann sagði þó jafnframt mikilvægt að fara í kerfisbreytingar til að koma í veg fyrir að svona lagað ætti sér stað. „Kerfisbreytingar sem gera meira til að fyrirbyggja svona hluti, þannig að það sé á hreinu fyrirfram. Hvernig á málsmeðferðin að vera, hvernig lýðræðiskerfið eigi að virka og svo framvegis. En ég hlakka til að skoða þetta,“ sagði Helgi Hrafn. Sjá má umræður Vigdísar og Helga Hrafns í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Vigdís ræddi málin einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira