Útlendingastofnun frestaði flutningi af sanngirnisástæðum Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2016 14:01 Idafe ásamt kærustu sinni, Aldísi Báru Pálsdóttur. MYND/HELGI J. HAUKSSON Flutningi á þremur hælisleitendum sem til stóð að flytja til Ítalíu nú í morgun var frestað af sanngirnisástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun þar sem segir að stofnunin hafi farið þess á leit við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í gærkvöld að ekki yrði af flutningi mannanna til Ítalíu. Hafi ekki orðið af því að þeir færu til Ítalíu. Idafe Onafe Oghene, Martin Omulu og Christian Boadi fengu í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. Þeim var sagt á þriðjudag að þeir þyrftu að fara til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mennirnir þrír eru hælisleitendur, tveir þeirra nígerískir en sá þriðji ganverskur. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi hælisleitenda skv. 12. gr. g útlendingalaga sé bundið við það að meðferð hælismáls standi yfir og fellur það niður þegar úrskurður í máli er framkvæmdur með flutningi. „Þegar óskað var framkvæmdar flutninganna lágu fyrir úrskurðir innanríkisráðuneytisins þess efnis að mennina þrjá skyldi flytja til Ítalíu. Með dómum Hæstaréttar í október á liðnu ári varð endanlega ljóst að úrskurðirnir héldu gildi sínu. Þá þegar voru skilyrði fyrir hendi til að óska endurupptöku fyrir kærunefnd útlendingamála. Var sammerkt með öllum málunum að endurupptökubeiðnir voru ekki sendar kærunefnd útlendingamála, því stjórnvaldi sem heimilt er að lögum að taka slíka beiðni til meðferðar, fyrr en farið hafði verið fram á framkvæmd úrskurðanna. Legið hefur fyrir síðan dómar Hæstaréttar féllu að væntanlegt væri að úrskurðirnir kæmu til framkvæmdar með flutningi til Ítalíu. Að mati Útlendingastofnunar var ótækt að láta þær tafir, sem urðu á að koma málunum í réttan farveg eins og áður er lýst, bitna á hælisleitendunum þremur sem um ræðir. Varð þeim sjálfum á engan hátt kennt um að ekki hafði verið óskað endurupptöku með fullnægjandi hætti en auk þess hefur, sem kunnugt er, mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum síðan úrskurðirnir voru kveðnir upp, almennt og hvað varðar aðstæður hælisleitenda á Ítalíu. Með tilliti til þessa var það mat Útlendingastofnunar að sanngirnissjónarmið, mikilvægi þeirra hagsmuna sem í húfi eru í hælismálum og almenn sjónarmið um meðalhóf og vandaða stjórnsýslu leiddu til þess að rétt væri að fresta flutningum þar til kærunefnd útlendingamála hefði fengið færi á að taka afstöðu til endurupptöku málanna. Því varð það niðurstaðan, þegar staðfesting hafði borist Útlendingastofnun um að endurupptökubeiðni hefði verið lögð fram eða að slík beiðni yrði borin fram án tafar í málunum, að stofnunin afturkallaði beiðni um framkvæmd flutninga. Ástæða þykir til að taka fram að Útlendingastofnun leysti úr málunum þremur á tveimur til fjórum mánuðum. Hæstiréttur féllst á upphaflega niðurstöðu Útlendingastofnunar í öllum málunum,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00 „Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Flutningi á þremur hælisleitendum sem til stóð að flytja til Ítalíu nú í morgun var frestað af sanngirnisástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun þar sem segir að stofnunin hafi farið þess á leit við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í gærkvöld að ekki yrði af flutningi mannanna til Ítalíu. Hafi ekki orðið af því að þeir færu til Ítalíu. Idafe Onafe Oghene, Martin Omulu og Christian Boadi fengu í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. Þeim var sagt á þriðjudag að þeir þyrftu að fara til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mennirnir þrír eru hælisleitendur, tveir þeirra nígerískir en sá þriðji ganverskur. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi hælisleitenda skv. 12. gr. g útlendingalaga sé bundið við það að meðferð hælismáls standi yfir og fellur það niður þegar úrskurður í máli er framkvæmdur með flutningi. „Þegar óskað var framkvæmdar flutninganna lágu fyrir úrskurðir innanríkisráðuneytisins þess efnis að mennina þrjá skyldi flytja til Ítalíu. Með dómum Hæstaréttar í október á liðnu ári varð endanlega ljóst að úrskurðirnir héldu gildi sínu. Þá þegar voru skilyrði fyrir hendi til að óska endurupptöku fyrir kærunefnd útlendingamála. Var sammerkt með öllum málunum að endurupptökubeiðnir voru ekki sendar kærunefnd útlendingamála, því stjórnvaldi sem heimilt er að lögum að taka slíka beiðni til meðferðar, fyrr en farið hafði verið fram á framkvæmd úrskurðanna. Legið hefur fyrir síðan dómar Hæstaréttar féllu að væntanlegt væri að úrskurðirnir kæmu til framkvæmdar með flutningi til Ítalíu. Að mati Útlendingastofnunar var ótækt að láta þær tafir, sem urðu á að koma málunum í réttan farveg eins og áður er lýst, bitna á hælisleitendunum þremur sem um ræðir. Varð þeim sjálfum á engan hátt kennt um að ekki hafði verið óskað endurupptöku með fullnægjandi hætti en auk þess hefur, sem kunnugt er, mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum síðan úrskurðirnir voru kveðnir upp, almennt og hvað varðar aðstæður hælisleitenda á Ítalíu. Með tilliti til þessa var það mat Útlendingastofnunar að sanngirnissjónarmið, mikilvægi þeirra hagsmuna sem í húfi eru í hælismálum og almenn sjónarmið um meðalhóf og vandaða stjórnsýslu leiddu til þess að rétt væri að fresta flutningum þar til kærunefnd útlendingamála hefði fengið færi á að taka afstöðu til endurupptöku málanna. Því varð það niðurstaðan, þegar staðfesting hafði borist Útlendingastofnun um að endurupptökubeiðni hefði verið lögð fram eða að slík beiðni yrði borin fram án tafar í málunum, að stofnunin afturkallaði beiðni um framkvæmd flutninga. Ástæða þykir til að taka fram að Útlendingastofnun leysti úr málunum þremur á tveimur til fjórum mánuðum. Hæstiréttur féllst á upphaflega niðurstöðu Útlendingastofnunar í öllum málunum,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00 „Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52
Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15
Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00
„Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51