Umsvif Kínverja vekja hörð viðbrögð Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Kínversk mannvirki á eynni Yongxing. vísir/epa Kínverjar hafa sett upp loftvarnarbúnað með flugskeytaskotstöð á lítilli eyju í Suður-Kínahafi, Sjálfir segja Kínverjar ekkert athugavert við þessar framkvæmdir. Þær séu allar í góðu samræmi við lög. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði á blaðamannafundi í Peking að Kínverjar hefðu staðið í margvíslegum framkvæmdum á eyjum í Suður-Kínahafi til að þjónusta almenning, þar á meðal reist vita og veðurstöðvar. Að auki hafi þeir komið sér upp takmarkaðri en nauðsynlegri varnaraðstöðu, sem sé í fullu samræmi við sjálfsvarnarrétt Kína samkvæmt alþjóðalögum. „Það ætti ekki að vera nein spurning um það,“ sagði Wang. Tsai Ing-wen, nýkjörinn forseti Taívans, segir spennuna vera vaxandi en hvetur samt til stillingar. Það var bandaríska fréttastöðin Fox News, sem skýrði fyrst frá því á þriðjudag að í síðustu viku hefðu Kínverjar flutt öflugan flugskeytabúnað til eyjunnar Yongxing, og birti myndir af búnaðinum. „Við teljum að þetta sé tilraun af hálfu ákveðinna vestrænna fjölmiðla til þess að búa til fréttir,“ sagði Wang, en neitaði því ekki að búnaðinum hefði verið komið þarna upp. Eyjan Yongxing er partur af Paracel-eyjaklasanum í Suður-Kyrrahafi. Mikill ágreiningur er um yfirráðarétt yfir þessu hafsvæði. Kínverjar gera tilkall til stærsta hluta hafsins en Taívan, Malasía, Víetnam og Filippseyjar gera einnig tilkall til hluta þess. Þessi tiltekna eyja, sem einnig er nefnd Woody-eyja og Phu Lam-eyja, hefur verið undir kínverskum yfirráðum frá árinu 1974. Bæði Taívan og Víetnam gera tilkall til hennar. Aukin umsvif Kínverja á eyjunum hafa vakið mikla tortryggni og hörð viðbrögð nágrannalandanna, sem saka Kínverja um yfirgang og hótanir. Meðal annars hafa Kínverjar byggt upp litlar eyjar til að stækka þær og tryggja að þær verði frekar marktækar, þegar skorið er úr um yfirráð samkvæmt alþjóðasáttmálum. Kínverjar hafa sjálfir sakað Bandaríkin um ólöglegar skipaferðir um hafsvæðið, enda njóti tilkall Kína til þess ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. „Bandaríkin munu halda áfram að fljúga, sigla og athafna sig hvar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Barack Obama forseti nú í vikunni. Hann sagði Bandaríkin sömuleiðis styðja rétt annarra þjóða til slíks. Suður-Kínahaf Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Kínverjar hafa sett upp loftvarnarbúnað með flugskeytaskotstöð á lítilli eyju í Suður-Kínahafi, Sjálfir segja Kínverjar ekkert athugavert við þessar framkvæmdir. Þær séu allar í góðu samræmi við lög. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði á blaðamannafundi í Peking að Kínverjar hefðu staðið í margvíslegum framkvæmdum á eyjum í Suður-Kínahafi til að þjónusta almenning, þar á meðal reist vita og veðurstöðvar. Að auki hafi þeir komið sér upp takmarkaðri en nauðsynlegri varnaraðstöðu, sem sé í fullu samræmi við sjálfsvarnarrétt Kína samkvæmt alþjóðalögum. „Það ætti ekki að vera nein spurning um það,“ sagði Wang. Tsai Ing-wen, nýkjörinn forseti Taívans, segir spennuna vera vaxandi en hvetur samt til stillingar. Það var bandaríska fréttastöðin Fox News, sem skýrði fyrst frá því á þriðjudag að í síðustu viku hefðu Kínverjar flutt öflugan flugskeytabúnað til eyjunnar Yongxing, og birti myndir af búnaðinum. „Við teljum að þetta sé tilraun af hálfu ákveðinna vestrænna fjölmiðla til þess að búa til fréttir,“ sagði Wang, en neitaði því ekki að búnaðinum hefði verið komið þarna upp. Eyjan Yongxing er partur af Paracel-eyjaklasanum í Suður-Kyrrahafi. Mikill ágreiningur er um yfirráðarétt yfir þessu hafsvæði. Kínverjar gera tilkall til stærsta hluta hafsins en Taívan, Malasía, Víetnam og Filippseyjar gera einnig tilkall til hluta þess. Þessi tiltekna eyja, sem einnig er nefnd Woody-eyja og Phu Lam-eyja, hefur verið undir kínverskum yfirráðum frá árinu 1974. Bæði Taívan og Víetnam gera tilkall til hennar. Aukin umsvif Kínverja á eyjunum hafa vakið mikla tortryggni og hörð viðbrögð nágrannalandanna, sem saka Kínverja um yfirgang og hótanir. Meðal annars hafa Kínverjar byggt upp litlar eyjar til að stækka þær og tryggja að þær verði frekar marktækar, þegar skorið er úr um yfirráð samkvæmt alþjóðasáttmálum. Kínverjar hafa sjálfir sakað Bandaríkin um ólöglegar skipaferðir um hafsvæðið, enda njóti tilkall Kína til þess ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. „Bandaríkin munu halda áfram að fljúga, sigla og athafna sig hvar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Barack Obama forseti nú í vikunni. Hann sagði Bandaríkin sömuleiðis styðja rétt annarra þjóða til slíks.
Suður-Kínahaf Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira