Armani og Gucci í boði íslenska ríkisins Eva Magnúsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Viðskiptaþing var viðburðaríkt og áhugavert fyrir íslenskt viðskiptalíf og verkefnin ærin. Ég vil minnast á tvennt í framhaldi þingsins en það eru samkeppnisraskanir af völdum ríkisins og fjöldi ríkisstofnana. Samkeppnisraskanir hins opinbera hafa neikvæð áhrif á drifkrafta framleiðni og nauðsynlegt er að minnka umsvif þess. Ríkið er í beinni og óbeinni samkeppni við einkaaðila auk þess sem ríkiseinokun er á ákveðinni starfsemi. Mörg íslensk fyrirtæki komust í gegnum kreppuna með því að útvista starfsemi sem ekki féll undir kjarnastarfsemi þeirra og lækkuðu þannig fastan kostnað. Rekstur Íslandspósts, ÁTVR, Ríkisútvarpsins, Sorpu og Fríhafnarinnar telst seint til kjarnastarfsemi og annars konar rekstrarform hentar þessum verkefnum betur. Það mætti einnig skoða mennta- og heilbrigðismál betur. Nærtækt dæmi um einkarekstur í heilbrigðismálum er glæsileg þjónusta í Klínikinni. Ég hef einnig trú á því að íslenskir kaupmenn myndu rúlla því upp að selja Armani og Gucci í Keflavík. Nú er tækifæri til heildarstefnumótunar í kjölfar laga um opinber fjármál en markmið þeirra er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Stefnumótunin þarf að fela í sér markmið um að fækka og hagræða í ríkisrekstri m.a. með því að færa verkþætti til viðskiptalífsins. Smáþjóðin Ísland rekur 182 ríkisstofnanir eða eina ríkisstofnun á hverja tæplega 2.000 íbúa landsins. Viðskiptaráð lagði 2015 fram 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana með fjórum tegundum aðgerða: samrekstri, faglegum sameiningum, hreinum sameiningum og aflagningu starfsemi eða fækkun niður í 70 ríkisstofnanir. Þá vinnu þarf að nýta. Skattfé er betur varið til aukinnar menntunar, heilbrigðisþjónustu, forvarna og annarra nauðsynlegra innviða. Breytingar boða betri tíma og blóm í haga. Við eigum að nýta þá frábæru vinnu sem helstu sérfræðingar í íslensku viðskiptalífi færa okkur. Það eru jákvæðar breytingar í stjórn Viðskiptaráðs, nýr formaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, er fyrsta konan í 99 ára sögu ráðsins. Hún tekur við góðu starfi úr hendi Hreggviðs Jónssonar og óska ég henni innilega til hamingju. Hún ber kyndil framtíðar og ég er bjartsýn á að með henni komi jákvæðar breytingar í jafnréttissögu landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Viðskiptaþing var viðburðaríkt og áhugavert fyrir íslenskt viðskiptalíf og verkefnin ærin. Ég vil minnast á tvennt í framhaldi þingsins en það eru samkeppnisraskanir af völdum ríkisins og fjöldi ríkisstofnana. Samkeppnisraskanir hins opinbera hafa neikvæð áhrif á drifkrafta framleiðni og nauðsynlegt er að minnka umsvif þess. Ríkið er í beinni og óbeinni samkeppni við einkaaðila auk þess sem ríkiseinokun er á ákveðinni starfsemi. Mörg íslensk fyrirtæki komust í gegnum kreppuna með því að útvista starfsemi sem ekki féll undir kjarnastarfsemi þeirra og lækkuðu þannig fastan kostnað. Rekstur Íslandspósts, ÁTVR, Ríkisútvarpsins, Sorpu og Fríhafnarinnar telst seint til kjarnastarfsemi og annars konar rekstrarform hentar þessum verkefnum betur. Það mætti einnig skoða mennta- og heilbrigðismál betur. Nærtækt dæmi um einkarekstur í heilbrigðismálum er glæsileg þjónusta í Klínikinni. Ég hef einnig trú á því að íslenskir kaupmenn myndu rúlla því upp að selja Armani og Gucci í Keflavík. Nú er tækifæri til heildarstefnumótunar í kjölfar laga um opinber fjármál en markmið þeirra er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Stefnumótunin þarf að fela í sér markmið um að fækka og hagræða í ríkisrekstri m.a. með því að færa verkþætti til viðskiptalífsins. Smáþjóðin Ísland rekur 182 ríkisstofnanir eða eina ríkisstofnun á hverja tæplega 2.000 íbúa landsins. Viðskiptaráð lagði 2015 fram 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana með fjórum tegundum aðgerða: samrekstri, faglegum sameiningum, hreinum sameiningum og aflagningu starfsemi eða fækkun niður í 70 ríkisstofnanir. Þá vinnu þarf að nýta. Skattfé er betur varið til aukinnar menntunar, heilbrigðisþjónustu, forvarna og annarra nauðsynlegra innviða. Breytingar boða betri tíma og blóm í haga. Við eigum að nýta þá frábæru vinnu sem helstu sérfræðingar í íslensku viðskiptalífi færa okkur. Það eru jákvæðar breytingar í stjórn Viðskiptaráðs, nýr formaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, er fyrsta konan í 99 ára sögu ráðsins. Hún tekur við góðu starfi úr hendi Hreggviðs Jónssonar og óska ég henni innilega til hamingju. Hún ber kyndil framtíðar og ég er bjartsýn á að með henni komi jákvæðar breytingar í jafnréttissögu landsins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar