Katrín segir kerfið orðið viðskila við réttlætið Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2016 19:29 Formaður Vinstri grænna segir almenning í landinu upplifa að kerfið hafi orð viðskila við réttlætið, þegar fyrirtæki skili milljarða arði en á sama tíma sé ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja verði réttláta tekjuöflun ríkissjóðs til að standa undir grunnþjónustunni. Þingmenn eru nýkomnir úr kjördæmaviku þar sem þeir funda með íbúum kjördæma sinna, flokksbundnum sem örðum. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að flestir hafi rætt þann vanda sem uppi er í húsnæðismálum á þeim fundum sem hann sótti og brýnt væri að frumvörp félagsmálaráðherra í þeim efnum verði afgreidd sem fyrst og tryggja meira framboð á litlum, ódýrum íbúðum. „Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gildir í þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að frumvarpið um almennar íbúðir svo brýnt að klára. Því þar er áformað að að auka framboð á slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við verðum að mæta,“ segir Willum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tók undir það að húsnæðismálin væru ofarlega í umræðunni á meðal fólks. En það væru heilbrigðismálin líka, vegna aukins kostnaðar sjúklinga, álags á heilsugæsluna og sjúkrahúsin. „En áhyggjurnar tengjast líka reiði. Réttlátri reiði yfir því að á sama tíma berast fregnir af milljarða arði. Hvort sem er í fjármálakerfinu eða sjávarútveginum. Það berast fregnir af því frá ríkisskattstjóra um að hér séu skattaundanskot á hverju ári um 80 milljarðar,“ sagði Katrín. Það mætti ýmislegt gera fyrir slíka fjárhæð til að bæta stöðuna í húsnæðis- og heilbrigðismálum. „Það er á svona stundum sem almenningur upplifir það að kerfið hafi orðið viðskila við réttlætið. Kerfið sem við höfum byggt upp saman og á að snúast um að tryggja jafnt aðgengi allra í heilbrigðisþjónustu, menntun og innviðum; að þetta kerfi hafi orðið viðskila við réttlætið,“ sagði Katrín. Stjórnmálamenn verði svara ákalli hátt í 80 þúsund landsmanna um bætta heilbrigðisþjónustu en geti það ekki án þess að endurskoða tekjuöflun ríkissjóðs. „Það skiptir máli að afla hér aukinna tekna og gera það með réttlátum hætti. Þannig að þeir sem eigi peningana leggi meira að mörkum til samfélagsins. Því við vitum og almenningur veit að þessir peningar eru til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir almenning í landinu upplifa að kerfið hafi orð viðskila við réttlætið, þegar fyrirtæki skili milljarða arði en á sama tíma sé ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja verði réttláta tekjuöflun ríkissjóðs til að standa undir grunnþjónustunni. Þingmenn eru nýkomnir úr kjördæmaviku þar sem þeir funda með íbúum kjördæma sinna, flokksbundnum sem örðum. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að flestir hafi rætt þann vanda sem uppi er í húsnæðismálum á þeim fundum sem hann sótti og brýnt væri að frumvörp félagsmálaráðherra í þeim efnum verði afgreidd sem fyrst og tryggja meira framboð á litlum, ódýrum íbúðum. „Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gildir í þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að frumvarpið um almennar íbúðir svo brýnt að klára. Því þar er áformað að að auka framboð á slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við verðum að mæta,“ segir Willum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tók undir það að húsnæðismálin væru ofarlega í umræðunni á meðal fólks. En það væru heilbrigðismálin líka, vegna aukins kostnaðar sjúklinga, álags á heilsugæsluna og sjúkrahúsin. „En áhyggjurnar tengjast líka reiði. Réttlátri reiði yfir því að á sama tíma berast fregnir af milljarða arði. Hvort sem er í fjármálakerfinu eða sjávarútveginum. Það berast fregnir af því frá ríkisskattstjóra um að hér séu skattaundanskot á hverju ári um 80 milljarðar,“ sagði Katrín. Það mætti ýmislegt gera fyrir slíka fjárhæð til að bæta stöðuna í húsnæðis- og heilbrigðismálum. „Það er á svona stundum sem almenningur upplifir það að kerfið hafi orðið viðskila við réttlætið. Kerfið sem við höfum byggt upp saman og á að snúast um að tryggja jafnt aðgengi allra í heilbrigðisþjónustu, menntun og innviðum; að þetta kerfi hafi orðið viðskila við réttlætið,“ sagði Katrín. Stjórnmálamenn verði svara ákalli hátt í 80 þúsund landsmanna um bætta heilbrigðisþjónustu en geti það ekki án þess að endurskoða tekjuöflun ríkissjóðs. „Það skiptir máli að afla hér aukinna tekna og gera það með réttlátum hætti. Þannig að þeir sem eigi peningana leggi meira að mörkum til samfélagsins. Því við vitum og almenningur veit að þessir peningar eru til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum