Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 14:11 Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. Verði af vinnustöðvuninni mun útflutningur á áli frá Straumsvík stöðvast frá byrjun dags 24. febrúar. Ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu starfsmanna við Rio Tinto Alcan og yfirlýsing forstjóra móðurfélags álversins um að laun hjá Rio Tinto skyldu fryst út þetta ári bætti ekki stöðuna. Kolbeinn segir starfsmenn enn bíða eftir svörum hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa hér á landi og segir það óásættanlegt að starfsmenn búi við slíka óvissu. „Mér finnst þetta ekki vera okkur bjóðandi. Við stilltum dæminu einfaldlega upp þannig að við vildum fara inn í sama launaumhverfi og allir aðrir hér í samfélaginu og mér finnst að Samtök atvinnulífsins og Rio Tinto ættu nú að geta gengið að því. Þetta væri annað ef við værum að fara fram með meiri kröfur,“ segir Kolbeinn í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að starfsmennirnir hafi seinast fengið launahækkun um áramótin 2013-2014 svo þeir séu orðnir langeygir eftir bættum kjörum. Aðspurður hvort hann finni fyrir gremju á meðal starfsfólks segir Kolbeinn: „Já, mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum, sérstaklega vegna þess hvernig fyrirtækið hefur hagað sér gagnvart því að semja ekki um sambærileg laun og menn eru með hérna í samfélaginu.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Kjaradeilan í Straumsvík: „Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana“ Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér. 8. febrúar 2016 11:14 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Samþykktu vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. 16. febrúar 2016 13:21 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. Verði af vinnustöðvuninni mun útflutningur á áli frá Straumsvík stöðvast frá byrjun dags 24. febrúar. Ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu starfsmanna við Rio Tinto Alcan og yfirlýsing forstjóra móðurfélags álversins um að laun hjá Rio Tinto skyldu fryst út þetta ári bætti ekki stöðuna. Kolbeinn segir starfsmenn enn bíða eftir svörum hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa hér á landi og segir það óásættanlegt að starfsmenn búi við slíka óvissu. „Mér finnst þetta ekki vera okkur bjóðandi. Við stilltum dæminu einfaldlega upp þannig að við vildum fara inn í sama launaumhverfi og allir aðrir hér í samfélaginu og mér finnst að Samtök atvinnulífsins og Rio Tinto ættu nú að geta gengið að því. Þetta væri annað ef við værum að fara fram með meiri kröfur,“ segir Kolbeinn í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að starfsmennirnir hafi seinast fengið launahækkun um áramótin 2013-2014 svo þeir séu orðnir langeygir eftir bættum kjörum. Aðspurður hvort hann finni fyrir gremju á meðal starfsfólks segir Kolbeinn: „Já, mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum, sérstaklega vegna þess hvernig fyrirtækið hefur hagað sér gagnvart því að semja ekki um sambærileg laun og menn eru með hérna í samfélaginu.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Kjaradeilan í Straumsvík: „Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana“ Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér. 8. febrúar 2016 11:14 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Samþykktu vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. 16. febrúar 2016 13:21 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15
Kjaradeilan í Straumsvík: „Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana“ Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér. 8. febrúar 2016 11:14
Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42
Samþykktu vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. 16. febrúar 2016 13:21
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17