Össur þykir orðinn ansi forsetalegur Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 13:49 Össur Skarphéðinsson Fréttablaðið/Vilhelm Fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hafi leitað eftir stuðningi í embætti forseta Íslands hjá fólki þvert á flokka og í atvinnulífinu. Vitað er að Össur hefur einnig fengið ráðgjöf hvar hann standi sterkur fyrir og hvar ekki þegar framboð er annars vegar. Sjálfur hefur Össur ekki viljað staðfesta fréttir um framboð og kom af fjöllum þegar fréttastofa hafði samband við hann síðastliðinn laugardag. Þykir þingmaðurinn vera orðinn ansi forsetalegur á Facebook-síðu sinni. Til að mynda birtir hann í dag myndir af sér við opnun nýs Ali Baba-veitingastaðar í Spönginni í Grafarvogi um liðna helgi, en þar þjónaði Össur gestum fyrir hönd eiganda staðarins. „Eins og þjónandi forystu sæmir,“ skrifar Össur.Við dr. Árný tókum þátt í að opna nýjan Ali Baba stað í Spönginni um helgina með Yaman Brikhan, gömlum kunningja sem...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, February 15, 2016Þá hefur hann birt myndir af sér við opnum listsýningar og frá afmælistónleikum karlakórs Kjalnesinga. Össur er fæddur i Reykjavík 19. júní 1953 og verður því 63 ára þegar gengið verður til kosninga. Hann gekk í MR, síðar Háskóla Íslands og lauk doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983. Stjórnmál hefur verið aðalstarf Össurar frá 1991 en hann hefur setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna og gegnt embætti umhverfis-, iðnaðar- og utanríkisráðherra. Hann var fyrsti formaður Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins í maí 2000 til 2005. Hann hefur einnig komið að fjölmiðlum enda var hann blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans og síðar ritstjóri DV. Össur er kvæntur Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingi og deildarstjóra hjá Raunvísindastofnun HÍ og eiga þau tvær dætur. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð Rúmlega 800 manns hafa skorað á Höllu að bjóða sig fram í kosningunum á næsta ári. 4. desember 2015 00:10 Hópur manna sagður kanna grundvöll fyrir framboð Guðna Guðni kemur af fjöllum á Kanaríeyjum. 29. janúar 2016 10:28 Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Gallup-könnun leiðir í ljós að meirihluti getur vel hugsað sér Baldur Þórhallsson prófessor sem næsta forseta Íslands. 15. febrúar 2016 10:13 Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Linda Pétursdóttir íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 22. janúar 2016 09:44 Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46 Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu. 19. janúar 2016 14:28 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hafi leitað eftir stuðningi í embætti forseta Íslands hjá fólki þvert á flokka og í atvinnulífinu. Vitað er að Össur hefur einnig fengið ráðgjöf hvar hann standi sterkur fyrir og hvar ekki þegar framboð er annars vegar. Sjálfur hefur Össur ekki viljað staðfesta fréttir um framboð og kom af fjöllum þegar fréttastofa hafði samband við hann síðastliðinn laugardag. Þykir þingmaðurinn vera orðinn ansi forsetalegur á Facebook-síðu sinni. Til að mynda birtir hann í dag myndir af sér við opnun nýs Ali Baba-veitingastaðar í Spönginni í Grafarvogi um liðna helgi, en þar þjónaði Össur gestum fyrir hönd eiganda staðarins. „Eins og þjónandi forystu sæmir,“ skrifar Össur.Við dr. Árný tókum þátt í að opna nýjan Ali Baba stað í Spönginni um helgina með Yaman Brikhan, gömlum kunningja sem...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, February 15, 2016Þá hefur hann birt myndir af sér við opnum listsýningar og frá afmælistónleikum karlakórs Kjalnesinga. Össur er fæddur i Reykjavík 19. júní 1953 og verður því 63 ára þegar gengið verður til kosninga. Hann gekk í MR, síðar Háskóla Íslands og lauk doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983. Stjórnmál hefur verið aðalstarf Össurar frá 1991 en hann hefur setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna og gegnt embætti umhverfis-, iðnaðar- og utanríkisráðherra. Hann var fyrsti formaður Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins í maí 2000 til 2005. Hann hefur einnig komið að fjölmiðlum enda var hann blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans og síðar ritstjóri DV. Össur er kvæntur Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingi og deildarstjóra hjá Raunvísindastofnun HÍ og eiga þau tvær dætur.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð Rúmlega 800 manns hafa skorað á Höllu að bjóða sig fram í kosningunum á næsta ári. 4. desember 2015 00:10 Hópur manna sagður kanna grundvöll fyrir framboð Guðna Guðni kemur af fjöllum á Kanaríeyjum. 29. janúar 2016 10:28 Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Gallup-könnun leiðir í ljós að meirihluti getur vel hugsað sér Baldur Þórhallsson prófessor sem næsta forseta Íslands. 15. febrúar 2016 10:13 Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Linda Pétursdóttir íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 22. janúar 2016 09:44 Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46 Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu. 19. janúar 2016 14:28 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð Rúmlega 800 manns hafa skorað á Höllu að bjóða sig fram í kosningunum á næsta ári. 4. desember 2015 00:10
Hópur manna sagður kanna grundvöll fyrir framboð Guðna Guðni kemur af fjöllum á Kanaríeyjum. 29. janúar 2016 10:28
Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Gallup-könnun leiðir í ljós að meirihluti getur vel hugsað sér Baldur Þórhallsson prófessor sem næsta forseta Íslands. 15. febrúar 2016 10:13
Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Linda Pétursdóttir íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 22. janúar 2016 09:44
Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46
Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu. 19. janúar 2016 14:28
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?