Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2016 22:58 Högni Egilsson og Glowei í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Vísir/RUV Högni Egilsson stal sannarlega senunni á seinna undankvöldi Söngvakeppninnar í kvöld þegar hann flutti Eurovision-lagið All Out Of Luck með sínu nefi á meðan beðið var eftir úrslitunum.Selma Björnsdóttir. Vísir/VilhelmHögni var þó ekki einn á sviðinu því söngkonan Glowie,sem hefur vakið miklar athygli undanfarin misseri, söng lagið með honum. Með þeim á sviðinu var bassaleikarinn Guðmundur Óskar Guðmundsson. All Out Of Luck flutti Selma Björnsdóttir í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Jerúsalem árið 1999. Selma hafnaði í öðru sæti það ár með lagið og hlaut 146 stig, 17 stigum minna en sigurvegarinn það árið, hin sænska Charlotte Nilson sem flutti lagið Take Me to Your Heaven. Selma Björnsdóttir var sjálf afar ánægð með flutning Högna og Glowie á laginu og sagðist hafa farið á háskæla ein heima í sófanum í flensunni þegar hún heyrði flutninginn. „Þetta kom mér svo rosalega á óvart,“ skrifaði Selma sem sagði jafnframt að Íslendingar hefðu betur sent Högna og Glowie út til Jerúsalem um árið með þessa útgáfu. Sigurinn hefði verið vís að mati Selmu. „Högni, ég elska þig,“ skrifaði Selma jafnframt. Heyra má flutning Högna og Glowie hér fyrir neðan. Selma Björnsdóttir var ekki sú eina sem elskaði þessa útgáfu og má sjá hér fyrir neðan nokkur tvít frá einstaklingum sem voru á sama máli: Var að hlusta á @hogniegilsson og Glowie taka All out of luck. Vá. Högni gæti jafnvel gert Gleðibankann svalann #12stig— Stefán Máni (@StefnMni) February 13, 2016 Getum við ekki sent þetta lag? #12stig https://t.co/sY93GUK1p1— Sigurlaug S (@sigurlaugs) February 13, 2016 Högni breytir vatni í vín #12stig pic.twitter.com/Y2sUn7EZxJ— Páll Pétursson (@pallpeturs) February 13, 2016 "Pabbi, er þetta engill?" #12stig #pabbatwitter pic.twitter.com/FdWv3BoDGw— Reynir Jónsson (@ReynirJod) February 13, 2016 Snilld! #högni #12stig pic.twitter.com/U8B4DR6CHu— Svandís Svavarsd (@svasva) February 13, 2016 Og ef þú vilt rifja upp hvernig Selma sjálf gerði þetta þá má sjá það hér fyrir neðan: Eurovision Tengdar fréttir Bestu tístin á seinna undankvöldi Söngvakeppninnar Íslendingar fóru hamförum á #12stig 13. febrúar 2016 21:09 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Högni Egilsson stal sannarlega senunni á seinna undankvöldi Söngvakeppninnar í kvöld þegar hann flutti Eurovision-lagið All Out Of Luck með sínu nefi á meðan beðið var eftir úrslitunum.Selma Björnsdóttir. Vísir/VilhelmHögni var þó ekki einn á sviðinu því söngkonan Glowie,sem hefur vakið miklar athygli undanfarin misseri, söng lagið með honum. Með þeim á sviðinu var bassaleikarinn Guðmundur Óskar Guðmundsson. All Out Of Luck flutti Selma Björnsdóttir í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Jerúsalem árið 1999. Selma hafnaði í öðru sæti það ár með lagið og hlaut 146 stig, 17 stigum minna en sigurvegarinn það árið, hin sænska Charlotte Nilson sem flutti lagið Take Me to Your Heaven. Selma Björnsdóttir var sjálf afar ánægð með flutning Högna og Glowie á laginu og sagðist hafa farið á háskæla ein heima í sófanum í flensunni þegar hún heyrði flutninginn. „Þetta kom mér svo rosalega á óvart,“ skrifaði Selma sem sagði jafnframt að Íslendingar hefðu betur sent Högna og Glowie út til Jerúsalem um árið með þessa útgáfu. Sigurinn hefði verið vís að mati Selmu. „Högni, ég elska þig,“ skrifaði Selma jafnframt. Heyra má flutning Högna og Glowie hér fyrir neðan. Selma Björnsdóttir var ekki sú eina sem elskaði þessa útgáfu og má sjá hér fyrir neðan nokkur tvít frá einstaklingum sem voru á sama máli: Var að hlusta á @hogniegilsson og Glowie taka All out of luck. Vá. Högni gæti jafnvel gert Gleðibankann svalann #12stig— Stefán Máni (@StefnMni) February 13, 2016 Getum við ekki sent þetta lag? #12stig https://t.co/sY93GUK1p1— Sigurlaug S (@sigurlaugs) February 13, 2016 Högni breytir vatni í vín #12stig pic.twitter.com/Y2sUn7EZxJ— Páll Pétursson (@pallpeturs) February 13, 2016 "Pabbi, er þetta engill?" #12stig #pabbatwitter pic.twitter.com/FdWv3BoDGw— Reynir Jónsson (@ReynirJod) February 13, 2016 Snilld! #högni #12stig pic.twitter.com/U8B4DR6CHu— Svandís Svavarsd (@svasva) February 13, 2016 Og ef þú vilt rifja upp hvernig Selma sjálf gerði þetta þá má sjá það hér fyrir neðan:
Eurovision Tengdar fréttir Bestu tístin á seinna undankvöldi Söngvakeppninnar Íslendingar fóru hamförum á #12stig 13. febrúar 2016 21:09 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Bestu tístin á seinna undankvöldi Söngvakeppninnar Íslendingar fóru hamförum á #12stig 13. febrúar 2016 21:09
Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44