Raforkuflutningskerfi í línulegu reipitogi Magnús Rannver Rafnsson skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Umræða um raforkuflutningskerfi er í reiptogi þar sem andstæðar fylkingar fylkja sér á sitthvorn enda reipis og toga af öllu afli, hvor í sína áttina. Þetta endurspeglar línulega umræðu sem hefur verið ráðandi. Ekkert utan línunnar er í sjónsviði deilandi fylkinga, einungis það sem er akkúrat í þröngum línufarveginum. Öll orka fer í það að toga í andstæðar áttir. Í íslenska heiminum okkar er þetta auðvitað alls ekki furðulegt heldur regla. Mig langar að varpa örlítilli ljósglætu á mikilvægt innviðakerfi sem er í miklum ógöngum; raforkuflutningskerfið. Deilur ofan á deilur eru megineinkennið og hafa verið um alllangt skeið. Á öðrum enda reipisins er samfélagið með styrk fjöldans, venjulegt fólk sem fleygir sér í örvæntingu á annan enda reipisins og grátbiður um nýjar lausnir. Á hinum enda reipisins er fámennur hagsmunahópur sem fær styrk sinn af peningum – okkar peningum – en virðir þó á engan hátt okkar óskir. Í raun er staðan sem við horfum upp á í dag mjög alvarleg, en fullkomlega eðlileg afleiðing af þeim stjórnunarháttum sem hafa verið viðhafðir í starfsemi ríkisfyrirtækisins Landsnets og ætti ekki að koma neinum á óvart. Deilur um raforkuflutningskerfi eru fyrst og síðast afleiðing af aðferðafræði sem ekki gengur upp fyrir íslenskt samfélag í dag, aðferðafræði sem á rætur í tíma þegar kerfin voru smá í sniðum og birtust okkur í tréstaurum og sveitarómantík. Þeir tímar eru liðnir. Í dag er um að ræða stórtæka mannvirkjagerð og umhverfisáhrif hennar. Þótt rafmagnsþörf sé orsökin fyrir öllu saman, þá snúast umhverfisáhrifin sem slík ekkert um rafmagn. Enginn ræðir lengur möguleg krabbameinsvaldandi áhrif háspennulína, sú umræða var nokkuð hávær fyrir allmörgum árum síðan. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að það hefur mistekist að aðlaga raforkuflutningskerfin að nútímanum, þess vegna fyrst og fremst er fólk ósátt. Það skortir umhverfisvænar lausnir og það skortir hagkvæmari lausnir og úrvinnslu. Það hefur skort á hvata til nýsköpunar sem hefur hamlað tækniframförum og það skortir verulega jákvæða framtíðarsýn fyrir og í sátt við samfélagið. Afleiðingin er stöðnun. Allt eru þetta klassísk einkenni þess sem einokun og fákeppni getur af sér. Upp að vissu marki hentar það umhverfissinnum vel að Landsnet skuli í raun enn ekki hafa gert neinar sýnilegar breytingar á sinni aðferðafræði við hönnun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Það auðveldar umhverfissinnum til muna að afla stuðnings í baráttunni gegn vaxandi orkuvæðingu landsins og neikvæðum umhverfisáhrifum hennar. Landsnet gerir þessum öflum að því leytinu til mikinn greiða. Uppbygging í skjóli einokunar Að sama skapi gerir Landsnet móðurfélagi sínu, Landsvirkjun, mikinn óleik, því vinnubrögð flutningsfyrirtækisins, sem hyggur á stórtæka uppbyggingu raforkuflutningskerfisins í skjóli einokunar, eru allt annað en líkleg til sátta á þessu mikilvæga innviðasviði. Staðreyndir tala sínu máli í þeim efnum. Landsnet hefur einfaldlega í of langan tíma að of litlu leyti tekið tillit til umhverfissjónarmiða og samfélagslegra hagsmuna í sínum lausnum. Afraksturinn er sá að þetta ríkisfyrirtæki er búið að fá stóran hluta þjóðarinnar upp á móti sér, en hefur haft mörg tækifæri til þess að brjóta upp fyrirkomulagið sem unnið er eftir. Það er með engu móti hægt að sjá að þessi vinnubrögð þjóni einu sinni hagsmunaaðilum á orkusviði, hvað þá venjulegu fólki. Það er í raun athyglisvert að hagsmunaaðilar á orkusviði láti sér þetta lynda ár eftir ár. Að mínu mati er ríkisfyrirtækið Landsnet búið að stórskaða þennan iðnað, orkuiðnaðinn, og ímynd hans á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í algleymi umræðu um endurnýjanlega orkugjafa, sem munu þrýsta verulega á stækkun flutningskerfa út um allan heim, er þetta ekki góð staða. Það væri hægt að gera svo miklu betur í þessum efnum og að vissu leyti sorglegt að horfa upp á hvernig þessi mál þróast þessi misserin og hvernig tækifærin fara forgörðum. Sátt er hvergi nærri í sjónmáli á meðan Landsnet heldur að okkur hinum hefðbundnu lausnum sínum. Á meðan fyrirtækið kemur sér undan því að bjóða upp á umhverfisvænar og jafnframt hagkvæmar lausnir, er útilokað að á komist sátt. Það er ekki hægt að tala bara um að það þurfi meiri sátt en leggja ekkert til, það þarf að gera breytingar. Og það þarf ekki bara að gera ogguponsulitlar breytingar, það þarf að gera stórtækar breytingar á mörgum sviðum þegar kemur að raforkuflutningskerfum, staðan er óviðunandi. Hvernig væri að byrja í dag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræða um raforkuflutningskerfi er í reiptogi þar sem andstæðar fylkingar fylkja sér á sitthvorn enda reipis og toga af öllu afli, hvor í sína áttina. Þetta endurspeglar línulega umræðu sem hefur verið ráðandi. Ekkert utan línunnar er í sjónsviði deilandi fylkinga, einungis það sem er akkúrat í þröngum línufarveginum. Öll orka fer í það að toga í andstæðar áttir. Í íslenska heiminum okkar er þetta auðvitað alls ekki furðulegt heldur regla. Mig langar að varpa örlítilli ljósglætu á mikilvægt innviðakerfi sem er í miklum ógöngum; raforkuflutningskerfið. Deilur ofan á deilur eru megineinkennið og hafa verið um alllangt skeið. Á öðrum enda reipisins er samfélagið með styrk fjöldans, venjulegt fólk sem fleygir sér í örvæntingu á annan enda reipisins og grátbiður um nýjar lausnir. Á hinum enda reipisins er fámennur hagsmunahópur sem fær styrk sinn af peningum – okkar peningum – en virðir þó á engan hátt okkar óskir. Í raun er staðan sem við horfum upp á í dag mjög alvarleg, en fullkomlega eðlileg afleiðing af þeim stjórnunarháttum sem hafa verið viðhafðir í starfsemi ríkisfyrirtækisins Landsnets og ætti ekki að koma neinum á óvart. Deilur um raforkuflutningskerfi eru fyrst og síðast afleiðing af aðferðafræði sem ekki gengur upp fyrir íslenskt samfélag í dag, aðferðafræði sem á rætur í tíma þegar kerfin voru smá í sniðum og birtust okkur í tréstaurum og sveitarómantík. Þeir tímar eru liðnir. Í dag er um að ræða stórtæka mannvirkjagerð og umhverfisáhrif hennar. Þótt rafmagnsþörf sé orsökin fyrir öllu saman, þá snúast umhverfisáhrifin sem slík ekkert um rafmagn. Enginn ræðir lengur möguleg krabbameinsvaldandi áhrif háspennulína, sú umræða var nokkuð hávær fyrir allmörgum árum síðan. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að það hefur mistekist að aðlaga raforkuflutningskerfin að nútímanum, þess vegna fyrst og fremst er fólk ósátt. Það skortir umhverfisvænar lausnir og það skortir hagkvæmari lausnir og úrvinnslu. Það hefur skort á hvata til nýsköpunar sem hefur hamlað tækniframförum og það skortir verulega jákvæða framtíðarsýn fyrir og í sátt við samfélagið. Afleiðingin er stöðnun. Allt eru þetta klassísk einkenni þess sem einokun og fákeppni getur af sér. Upp að vissu marki hentar það umhverfissinnum vel að Landsnet skuli í raun enn ekki hafa gert neinar sýnilegar breytingar á sinni aðferðafræði við hönnun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Það auðveldar umhverfissinnum til muna að afla stuðnings í baráttunni gegn vaxandi orkuvæðingu landsins og neikvæðum umhverfisáhrifum hennar. Landsnet gerir þessum öflum að því leytinu til mikinn greiða. Uppbygging í skjóli einokunar Að sama skapi gerir Landsnet móðurfélagi sínu, Landsvirkjun, mikinn óleik, því vinnubrögð flutningsfyrirtækisins, sem hyggur á stórtæka uppbyggingu raforkuflutningskerfisins í skjóli einokunar, eru allt annað en líkleg til sátta á þessu mikilvæga innviðasviði. Staðreyndir tala sínu máli í þeim efnum. Landsnet hefur einfaldlega í of langan tíma að of litlu leyti tekið tillit til umhverfissjónarmiða og samfélagslegra hagsmuna í sínum lausnum. Afraksturinn er sá að þetta ríkisfyrirtæki er búið að fá stóran hluta þjóðarinnar upp á móti sér, en hefur haft mörg tækifæri til þess að brjóta upp fyrirkomulagið sem unnið er eftir. Það er með engu móti hægt að sjá að þessi vinnubrögð þjóni einu sinni hagsmunaaðilum á orkusviði, hvað þá venjulegu fólki. Það er í raun athyglisvert að hagsmunaaðilar á orkusviði láti sér þetta lynda ár eftir ár. Að mínu mati er ríkisfyrirtækið Landsnet búið að stórskaða þennan iðnað, orkuiðnaðinn, og ímynd hans á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í algleymi umræðu um endurnýjanlega orkugjafa, sem munu þrýsta verulega á stækkun flutningskerfa út um allan heim, er þetta ekki góð staða. Það væri hægt að gera svo miklu betur í þessum efnum og að vissu leyti sorglegt að horfa upp á hvernig þessi mál þróast þessi misserin og hvernig tækifærin fara forgörðum. Sátt er hvergi nærri í sjónmáli á meðan Landsnet heldur að okkur hinum hefðbundnu lausnum sínum. Á meðan fyrirtækið kemur sér undan því að bjóða upp á umhverfisvænar og jafnframt hagkvæmar lausnir, er útilokað að á komist sátt. Það er ekki hægt að tala bara um að það þurfi meiri sátt en leggja ekkert til, það þarf að gera breytingar. Og það þarf ekki bara að gera ogguponsulitlar breytingar, það þarf að gera stórtækar breytingar á mörgum sviðum þegar kemur að raforkuflutningskerfum, staðan er óviðunandi. Hvernig væri að byrja í dag?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun