Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 22:30 Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi eins vel og hægt er. Fréttir af andláti kínversks manns í Reynisfjöru vöktu mikinn óhug í gær, ekki síst vegna þess að ítrekað hefur verið varað við hættu á svæðinu. Undanfarna tvo mánuði hafa fjórir erlendir ferðamenn farist af slysförum hér á landi. Í lok janúar lést kínversk kona eftir köfunarslys í Silfru, í byrjun sama mánaðar fannst breskur ferðamaður látinn á Snæfellsnesi og á annan í jólum lést Japani í umferðarslysi á Suðurlandi.Helga Árnadóttir.Vísir/GVAHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þau ítrekað hafa kallað eftir aðgerðum stjórnvalda vegna öryggis ferðamanna og stefnumótandi áætlun í þeim efnum. „Ef við tökum ekki höndum saman og verður ekki ágengt núna þá veit ég ekki hvenær. Við eigum ofboðslega mikið undir. Það eru ofboðslega mikil tækifæri í greininni og þetta er einn af þeim þáttum sem er fylgifiskur, það eru öryggismálin, og við verðum að tryggja þau með sómasamlegum hætti. Við höfum kallað eftir þessu um langa hríð og viljum treysta á að nú komi til aðgerða,“ segir Helga. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að stjórnvöld séu að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna eins vel og hægt er. „Stjórnstöð ferðamála er samræmingarvettvangur sem hefur skort á í svona málum. Þetta er skýrt dæmi um verkefni hennar, svona mál þar sem fjölmargir aðilar bera ábyrgð með einum eða öðrum hætti og við höfum alveg frá stofnun stjórnstöðvarinnar, 1. nóvember, verið með öryggismálin sérstaklega á oddinum. Það gerir þetta enginn einn, þetta er samstarfsverkefni sem að við erum búin að setja í algeran forgang,“ segir Ragnheiður Elín. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi eins vel og hægt er. Fréttir af andláti kínversks manns í Reynisfjöru vöktu mikinn óhug í gær, ekki síst vegna þess að ítrekað hefur verið varað við hættu á svæðinu. Undanfarna tvo mánuði hafa fjórir erlendir ferðamenn farist af slysförum hér á landi. Í lok janúar lést kínversk kona eftir köfunarslys í Silfru, í byrjun sama mánaðar fannst breskur ferðamaður látinn á Snæfellsnesi og á annan í jólum lést Japani í umferðarslysi á Suðurlandi.Helga Árnadóttir.Vísir/GVAHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þau ítrekað hafa kallað eftir aðgerðum stjórnvalda vegna öryggis ferðamanna og stefnumótandi áætlun í þeim efnum. „Ef við tökum ekki höndum saman og verður ekki ágengt núna þá veit ég ekki hvenær. Við eigum ofboðslega mikið undir. Það eru ofboðslega mikil tækifæri í greininni og þetta er einn af þeim þáttum sem er fylgifiskur, það eru öryggismálin, og við verðum að tryggja þau með sómasamlegum hætti. Við höfum kallað eftir þessu um langa hríð og viljum treysta á að nú komi til aðgerða,“ segir Helga. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að stjórnvöld séu að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna eins vel og hægt er. „Stjórnstöð ferðamála er samræmingarvettvangur sem hefur skort á í svona málum. Þetta er skýrt dæmi um verkefni hennar, svona mál þar sem fjölmargir aðilar bera ábyrgð með einum eða öðrum hætti og við höfum alveg frá stofnun stjórnstöðvarinnar, 1. nóvember, verið með öryggismálin sérstaklega á oddinum. Það gerir þetta enginn einn, þetta er samstarfsverkefni sem að við erum búin að setja í algeran forgang,“ segir Ragnheiður Elín.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent