Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 27. febrúar 2016 15:40 Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira
Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira