Bein útsending: Tekist á um búvörusamninginn á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2016 15:45 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum á föstudag. vísir/anton brink Sérstakar umræður um búvörusamninginn eru nú yfirstandandi á Alþingi. Þær eru heitar og má fylgjast með þeim á vef Alþingis. Málshefjandi er Helgi Hjörvar Samfylkingu og til andsvara er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson en hann skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samningurinn, sem er til tíu ára, hefur verið gagnrýndur harðlega á undanförnum dögum, eins og Vísir hefur greint frá. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef „við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar Samfylkingu var ómyrkur í máli í ræðustól Alþingis nú áðan: „Niðurgreiðslupólitík. Hvorki bændum né neytendum árangri heldur fer kostnaðurinn fyrst og fremst í milliliði og óhagræði. Ráðin tekin af alþingi í lengri tíma en fyrr. Ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt er að gera breytingar í þessum efnum. Endurskoðunarákvæði að ekki sé hægt að gera breytingar. Við þurfum miklu framfarasinnaðari landbúnaðarpólitík og hér birtist.“ Helgi sagði að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt þetta búið, afgreitt mál. „Við hljótum að mótmæla því. Og verðum að treysta því að fram fari umræða um málið,“ sagði Helgi og leggur áherslu á að þessi samningur verði að fara í gegnum þingið til samþykkis. Alþingi verður að samþykkja fjárheimildir til samningsins. Sigurður Ingi segir tilgang samningsins þann að hægt sé að niðurgreiða landbúnaðarvörur til neytenda. Mikilverð stefnubreyting að hverfa frá kvótakerfi. Greiðslumark gengur kaupum og sölum. Eins og áður sagði má fylgjast með umræðum þingsins beint að neðan.Fréttir Vísis af nýjum búvörusamningi má sjá hér. Búvörusamningar Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Sérstakar umræður um búvörusamninginn eru nú yfirstandandi á Alþingi. Þær eru heitar og má fylgjast með þeim á vef Alþingis. Málshefjandi er Helgi Hjörvar Samfylkingu og til andsvara er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson en hann skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samningurinn, sem er til tíu ára, hefur verið gagnrýndur harðlega á undanförnum dögum, eins og Vísir hefur greint frá. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef „við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar Samfylkingu var ómyrkur í máli í ræðustól Alþingis nú áðan: „Niðurgreiðslupólitík. Hvorki bændum né neytendum árangri heldur fer kostnaðurinn fyrst og fremst í milliliði og óhagræði. Ráðin tekin af alþingi í lengri tíma en fyrr. Ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt er að gera breytingar í þessum efnum. Endurskoðunarákvæði að ekki sé hægt að gera breytingar. Við þurfum miklu framfarasinnaðari landbúnaðarpólitík og hér birtist.“ Helgi sagði að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt þetta búið, afgreitt mál. „Við hljótum að mótmæla því. Og verðum að treysta því að fram fari umræða um málið,“ sagði Helgi og leggur áherslu á að þessi samningur verði að fara í gegnum þingið til samþykkis. Alþingi verður að samþykkja fjárheimildir til samningsins. Sigurður Ingi segir tilgang samningsins þann að hægt sé að niðurgreiða landbúnaðarvörur til neytenda. Mikilverð stefnubreyting að hverfa frá kvótakerfi. Greiðslumark gengur kaupum og sölum. Eins og áður sagði má fylgjast með umræðum þingsins beint að neðan.Fréttir Vísis af nýjum búvörusamningi má sjá hér.
Búvörusamningar Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira