Nýr búnaður og sérhæfður læknir eiga að auka öryggi sjúklinga Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2016 12:51 Landspítalinn mun á næstu vikum hefja framkvæmd aðgerða sem ekki hefur verið mögulegt að gera hér á landi undanfarin ár. Vísir/Getty Landspítalinn mun á næstu vikum hefja framkvæmd aðgerða sem hann telur að muni auka öryggi sjúklinga með sjúkdóma í æðakerfi heila- og taugakerfis. Aðgerðir af þessu tagi voru gerðar í sumum tilfellum hér á landi fyrir um áratug síðan af erlendum sérfræðingum en undanfarin ár hafa sjúklingar verið sendir til útlanda í meðferð af þessu tagi. Um er að ræða aðgerðir þar sem heilaæðagúlum er lokað með æðaþræðingartækni. Nýr tækjabúnaður gerir þetta mögulegt auk ráðningar sérhæfðs læknis á röntgendeild. Erlendir sérfræðingar munu þó fyrst um sinn koma hingað til lands og vera starfsfólki æðaþræðingardeildar innan handar. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti nýverið samning um þessa þjónustu sem gerður hefur verið milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala. Í tilkynningu segir ráðherrann að fimm ára áætlun um búnaðar- og tækjakaup til sjúkrahúsa og verulegar kjarabætur til heilbrigðisstarfsmanna sé nú að skila þeim árangri sem að var stefnt. „Þetta sjáum við endurspeglast í ýmsum stórum skrefum sem verið er að taka til að efla og bæta þjónustu við sjúklinga,“ segir Kristján Þór. „Samningurinn sem hér um ræðir er gott dæmi um þetta.“ Búist er við að fyrsta aðgerðin verði á spítalanum í mars 2016. Auk kostnaðar sem fellur á Landspítala er kostnaður Sjúkratrygginga Íslands við samninginn áætlaður tæpar 100 milljónir króna. Það er þó gert ráð fyrir að samningurinn leiði til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði þegar á heildina er litið. Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Landspítalinn mun á næstu vikum hefja framkvæmd aðgerða sem hann telur að muni auka öryggi sjúklinga með sjúkdóma í æðakerfi heila- og taugakerfis. Aðgerðir af þessu tagi voru gerðar í sumum tilfellum hér á landi fyrir um áratug síðan af erlendum sérfræðingum en undanfarin ár hafa sjúklingar verið sendir til útlanda í meðferð af þessu tagi. Um er að ræða aðgerðir þar sem heilaæðagúlum er lokað með æðaþræðingartækni. Nýr tækjabúnaður gerir þetta mögulegt auk ráðningar sérhæfðs læknis á röntgendeild. Erlendir sérfræðingar munu þó fyrst um sinn koma hingað til lands og vera starfsfólki æðaþræðingardeildar innan handar. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti nýverið samning um þessa þjónustu sem gerður hefur verið milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala. Í tilkynningu segir ráðherrann að fimm ára áætlun um búnaðar- og tækjakaup til sjúkrahúsa og verulegar kjarabætur til heilbrigðisstarfsmanna sé nú að skila þeim árangri sem að var stefnt. „Þetta sjáum við endurspeglast í ýmsum stórum skrefum sem verið er að taka til að efla og bæta þjónustu við sjúklinga,“ segir Kristján Þór. „Samningurinn sem hér um ræðir er gott dæmi um þetta.“ Búist er við að fyrsta aðgerðin verði á spítalanum í mars 2016. Auk kostnaðar sem fellur á Landspítala er kostnaður Sjúkratrygginga Íslands við samninginn áætlaður tæpar 100 milljónir króna. Það er þó gert ráð fyrir að samningurinn leiði til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði þegar á heildina er litið.
Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum