Conor mætir Nate Diaz Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2016 07:36 Þetta verður rosalegur bardagi. Gærdagurinn var skrautlegur í UFC-heiminum. Hann byrjaði á því að heimsmeistarinn í léttvigt, Rafael dos Anjos, dró sig úr titilbardaganum gegn Conor McGregor eftir að hafa meiðst á fæti. Þá voru góð ráð dýr. Aðeins ellefu dagar í þetta risabardagakvöld og enginn andstæðingur fyrir stærstu stjörnu UFC-heimsins í dag. Menn fóru strax að velta fyrir sér hver gæti keppt við Conor. Nöfn Donald „Cowboy“ Cerrone og Nate Diaz komu fljótt upp á borðið. Fleiri buðu sig fram í bardagann enda einstakt tækifæri og meiri peningar í boði að berjast gegn Conor en gengur og gerist. Menn fóru bara í röð. Á endanum tilkynnti Dana White, forseti UFC, í SportsCenter á ESPN að Írinn myndi berjast gegn Nate Diaz sem gladdi marga áhugamenn um UFC.Conor er í leit að fleiri beltum.vísir/gettyÞað sem meira er þá fer McGregor upp um einn þyngdarflokk til viðbótar svo það geti orðið af bardaganum. Ótrúlegt sjálfstraust. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt þar sem 65 kílóa menn keppa. Hann ætlaði að mæta Dos Anjos í léttvigt en þar eru menn 70 kíló. Þetta verður aftur á móti veltivigtarbardagi þar sem má vera 77 kíló. Talað var um að Diaz færi aðeins niður til þess að mæta Conor en Írinn sagði ekkert mál að hafa þetta í veltivigt. „Höfum þetta aðeins auðveldara fyrir hann.“ Conor er því farinn upp um tvo þyngdarflokka og er að keppa í vigtinni hans Gunnars Nelson. Hann talaði um það á dögunum að reyna fyrir sér þar en gerir það nú fyrr en áætlað var. Þessi bardagi verður þó ekki upp á neitt belti. Ef Dos Anjos nær sér fljótlega þá gæti hann mætt McGregor næsta sumar í UFC 200.Nate Diaz er hörkunagli.vísir/gettyDiaz er léttvigtarmaður og í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hann var aftur á móti ekki nógu léttur núna fyrir léttvigtina. Conor ætlar því bara að borða fleiri steikur áður en hann mætir Diaz. Ekkert vesen. Diaz er þrítugur að aldri og reynslumikill. Búinn að vinna 18 bardaga en tapa 10. Hann var magnaður gegn Michael Johnson í desember og eftir þann bardaga kallaði hann á tækifæri gegn Conor. Hann fær það tækifæri núna. UFC eyðir engum tíma í vitleysu og það verða opnar æfingar með báðum bardagaköppum á morgun og svo viðtöl. Þar munu bomburnar fljúga enda báðir annálaðir strigakjaftar. Vísir mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar en það er klárt að menn munu tala í fyrirsögnum.Here. We. Go. #UFC196 pic.twitter.com/CKhB74aUW8— UFC (@ufc) February 24, 2016 LA, we're still coming!! See you all TOMORROW for Open Workouts @UFCGym - Torrance! #UFC196 pic.twitter.com/yxbHenNA7P— UFC (@ufc) February 24, 2016 MMA Tengdar fréttir Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34 Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Sjá meira
Gærdagurinn var skrautlegur í UFC-heiminum. Hann byrjaði á því að heimsmeistarinn í léttvigt, Rafael dos Anjos, dró sig úr titilbardaganum gegn Conor McGregor eftir að hafa meiðst á fæti. Þá voru góð ráð dýr. Aðeins ellefu dagar í þetta risabardagakvöld og enginn andstæðingur fyrir stærstu stjörnu UFC-heimsins í dag. Menn fóru strax að velta fyrir sér hver gæti keppt við Conor. Nöfn Donald „Cowboy“ Cerrone og Nate Diaz komu fljótt upp á borðið. Fleiri buðu sig fram í bardagann enda einstakt tækifæri og meiri peningar í boði að berjast gegn Conor en gengur og gerist. Menn fóru bara í röð. Á endanum tilkynnti Dana White, forseti UFC, í SportsCenter á ESPN að Írinn myndi berjast gegn Nate Diaz sem gladdi marga áhugamenn um UFC.Conor er í leit að fleiri beltum.vísir/gettyÞað sem meira er þá fer McGregor upp um einn þyngdarflokk til viðbótar svo það geti orðið af bardaganum. Ótrúlegt sjálfstraust. Conor er heimsmeistari í fjaðurvigt þar sem 65 kílóa menn keppa. Hann ætlaði að mæta Dos Anjos í léttvigt en þar eru menn 70 kíló. Þetta verður aftur á móti veltivigtarbardagi þar sem má vera 77 kíló. Talað var um að Diaz færi aðeins niður til þess að mæta Conor en Írinn sagði ekkert mál að hafa þetta í veltivigt. „Höfum þetta aðeins auðveldara fyrir hann.“ Conor er því farinn upp um tvo þyngdarflokka og er að keppa í vigtinni hans Gunnars Nelson. Hann talaði um það á dögunum að reyna fyrir sér þar en gerir það nú fyrr en áætlað var. Þessi bardagi verður þó ekki upp á neitt belti. Ef Dos Anjos nær sér fljótlega þá gæti hann mætt McGregor næsta sumar í UFC 200.Nate Diaz er hörkunagli.vísir/gettyDiaz er léttvigtarmaður og í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hann var aftur á móti ekki nógu léttur núna fyrir léttvigtina. Conor ætlar því bara að borða fleiri steikur áður en hann mætir Diaz. Ekkert vesen. Diaz er þrítugur að aldri og reynslumikill. Búinn að vinna 18 bardaga en tapa 10. Hann var magnaður gegn Michael Johnson í desember og eftir þann bardaga kallaði hann á tækifæri gegn Conor. Hann fær það tækifæri núna. UFC eyðir engum tíma í vitleysu og það verða opnar æfingar með báðum bardagaköppum á morgun og svo viðtöl. Þar munu bomburnar fljúga enda báðir annálaðir strigakjaftar. Vísir mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar en það er klárt að menn munu tala í fyrirsögnum.Here. We. Go. #UFC196 pic.twitter.com/CKhB74aUW8— UFC (@ufc) February 24, 2016 LA, we're still coming!! See you all TOMORROW for Open Workouts @UFCGym - Torrance! #UFC196 pic.twitter.com/yxbHenNA7P— UFC (@ufc) February 24, 2016
MMA Tengdar fréttir Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45 Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34 Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Sjá meira
Svona æfðu Conor og Gunnar fyrir síðasta bardaga UFC setti í loftið í gær nýja sjónvarpsþáttaröð þar sem fylgst er með Conor McGregor æfa sig fyrir bardaga. 23. febrúar 2016 12:45
Þjálfari Dos Anjos: Ég er niðurbrotinn Segir að Rafael dos Anjos hafi verið tilbúinn fyrir bardagann fyrir Conor McGregor. 23. febrúar 2016 17:34
Dos Anjos meiddur | Ver ekki beltið gegn Conor Eru Brasilíumennirnir hræddir við Írann yfirlýsingaglaða? 23. febrúar 2016 13:12