Nýr samningur skapi smjörfjöll Ingvar Haraldsson skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Þórólfur Matthíasson býst við að nýir búvörusamningar skapi offramleiðslu mjólkur. vísir/gva „Núna er verið að hverfa yfir í kerfi sem varð til þess að til urðu smjörfjöll og rjómatjarnir,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru á föstudaginn. Þórólfur segir að það að fara úr kerfi greiðslumarks muni að öllum líkindum valda offramleiðslu hér á landi. Stefnt er að því að afnema mjólkurkvóta í landbúnaði árið 2021 þó ákvörðun um það hafi verið frestað til ársins 2019. „Það eru ótrúlegir fingurbrjótar gagnvart almenningi,“ segir Þórólfur. „Þetta er mjög einhliða samningur, það er verið að setja kvaðir á skattgreiðendur um að borga mjög háar upphæðir en það koma engar kvaðir á móti. Það er ekki einu sinni einhver sölukvöð gagnvart neytendum. Þegar það gerðist fyrst eftir hrun að verðið á kindakjöti í íslenskum krónum var betra erlendis en hér, þá fóru þeir að flytja út kjöt í gríð og erg,“ segir hann.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.Þá komi ákvæði um flutningsjöfnun í veg fyrir hvata til að spara í flutningum. Flutningsjöfnun feli í sér að Mjólkursamsalan verði að kaupa og selja afurðir á sama verði um land allt. „Til þess að gera það þarf hún náttúrulega að innheimta hærra flutningsgjald en svarar til raunkostnaðar á mjólkinni nálægt mjólkurbúnum,“ segir Þórólfur. „Þannig að það á að blóðmjólka okkur hérna í bænum til þess að dreifa mjólkinni. Öll sú hagræðing sem orðið hefur í verslun síðustu 20-30 árin er vegna þess að menn hafa verið að laga til flutningakerfin hjá sér,“ bendir hann á. Þórólfur segir að með nýju samningunum sé bændum haldið föstum í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu,“ segir hann. „Þessir bændur í hefðbundna landbúnaðinum fá mikið af pening, en það er haldið aftur af nýsköpunarkraftinum, komið í veg fyrir strúktúrbreytingar í því.“ Aukinn stuðningur auki óhagræðiBúvörusamningurinn er til tíu ára og kveður á um greiðslur frá ríkinu til landbúnaðarins upp á 132 milljarða króna, auk þess sem OECD hefur metið kostnað af tollvernd landbúnaðarins á tæpa 9 milljarða króna á ári. Útgjöld til landbúnaðarmála munu aukast um 900 milljónir króna á næsta ári í um 13,8 milljarða króna á ári. Meðal þess sem bætist við er stuðningur við nautakjötsframleiðslu og geitfjárrækt sem ekki hefur áður verið styrkt af ríkinu. „Ef það var hægt að reka þær án stuðnings til þessa, af hverju í ósköpunum að gera þær óhagkvæmari með þessu móti?“ spyr Þórólfur.Leiðrétt 9:35: Í fyrri útgáfu greinarinnar var ranglega haft eftir Þórólfi að útflutningur á nautakjöti en ekki kindakjöti hefði valdið kjötskorti eftir hrun. Búvörusamningar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Núna er verið að hverfa yfir í kerfi sem varð til þess að til urðu smjörfjöll og rjómatjarnir,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru á föstudaginn. Þórólfur segir að það að fara úr kerfi greiðslumarks muni að öllum líkindum valda offramleiðslu hér á landi. Stefnt er að því að afnema mjólkurkvóta í landbúnaði árið 2021 þó ákvörðun um það hafi verið frestað til ársins 2019. „Það eru ótrúlegir fingurbrjótar gagnvart almenningi,“ segir Þórólfur. „Þetta er mjög einhliða samningur, það er verið að setja kvaðir á skattgreiðendur um að borga mjög háar upphæðir en það koma engar kvaðir á móti. Það er ekki einu sinni einhver sölukvöð gagnvart neytendum. Þegar það gerðist fyrst eftir hrun að verðið á kindakjöti í íslenskum krónum var betra erlendis en hér, þá fóru þeir að flytja út kjöt í gríð og erg,“ segir hann.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.Þá komi ákvæði um flutningsjöfnun í veg fyrir hvata til að spara í flutningum. Flutningsjöfnun feli í sér að Mjólkursamsalan verði að kaupa og selja afurðir á sama verði um land allt. „Til þess að gera það þarf hún náttúrulega að innheimta hærra flutningsgjald en svarar til raunkostnaðar á mjólkinni nálægt mjólkurbúnum,“ segir Þórólfur. „Þannig að það á að blóðmjólka okkur hérna í bænum til þess að dreifa mjólkinni. Öll sú hagræðing sem orðið hefur í verslun síðustu 20-30 árin er vegna þess að menn hafa verið að laga til flutningakerfin hjá sér,“ bendir hann á. Þórólfur segir að með nýju samningunum sé bændum haldið föstum í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu,“ segir hann. „Þessir bændur í hefðbundna landbúnaðinum fá mikið af pening, en það er haldið aftur af nýsköpunarkraftinum, komið í veg fyrir strúktúrbreytingar í því.“ Aukinn stuðningur auki óhagræðiBúvörusamningurinn er til tíu ára og kveður á um greiðslur frá ríkinu til landbúnaðarins upp á 132 milljarða króna, auk þess sem OECD hefur metið kostnað af tollvernd landbúnaðarins á tæpa 9 milljarða króna á ári. Útgjöld til landbúnaðarmála munu aukast um 900 milljónir króna á næsta ári í um 13,8 milljarða króna á ári. Meðal þess sem bætist við er stuðningur við nautakjötsframleiðslu og geitfjárrækt sem ekki hefur áður verið styrkt af ríkinu. „Ef það var hægt að reka þær án stuðnings til þessa, af hverju í ósköpunum að gera þær óhagkvæmari með þessu móti?“ spyr Þórólfur.Leiðrétt 9:35: Í fyrri útgáfu greinarinnar var ranglega haft eftir Þórólfi að útflutningur á nautakjöti en ekki kindakjöti hefði valdið kjötskorti eftir hrun.
Búvörusamningar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira