Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 20-23 | Berglind frábær á lokakaflanum Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. mars 2016 16:30 Berglind Íris Hansdóttir lokaði Valsmarkinu í lokin. Vísir/Stefán Valskonur unnu ÍBV með þriggja marka mun úti í Eyjum í Olís deild kvenna í handbolta í dag. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og leiddi mest allan leikinn, Valskonur sigu þó fram úr í lokin með Berglindi Írisi Hansdóttur fremsta í flokki, hún varði 22 skot í leiknum. Lokatölur voru 20:23 í þessum leik þar sem markvarslan var í fyrirrúmi. Hjá Val vantaði tvær byrjunarliðskonur en þær Íris Ásta Pétursdóttir og Morgan Marie McDonald, voru fjarri góðu gamni. Íris var veik heima og Morgan fékk höfuðhögg í síðasta leik. Leikurinn byrjaði eins ömurlega og hægt var, fyrstu mínúturnar voru í raun hrein hörmung og kom fyrsta mark leiksins ekki fyrr en á fimmtu mínútu. Þá komu fjögur mörk frá Val í röð og virtust þær ráða betur við byrjunina heldur en ÍBV. ÍBV tókst þó hægt og bítandi að snúa leiknum sér í vil, þökk sé góðum kafla í vörn og markvörslu tókst liðinu að koma sér tveimur mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiksins. Kristín Guðmundsdóttir var í raun ömurleg í fyrri hálfleik hjá Val, þar sem hún átti tíu skot að marki en tókst einungis að skora eitt. Hún fann reyndar liðsfélaga sína mjög vel og átti líklega fjöldan allan af stoðsendingum í leiknum. Eyjastúlkur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og virtust ætla að sigra nokkuð örugglega, þær héldu tveggja marka forskoti í nokkuð langan tíma en Drífa Þorvaldsdóttir gat komið liðinu tveimur mörkum yfir af vítalínunni þegar tíu mínútur voru eftir. Berglind Íris Hansdóttir varði vítakastið og þá snerist leikurinn við. Á síðustu tíu mínútunum skoruðu Valskonur fimm mörk gegn einungis einu frá ÍBV. Á lokakaflanum var Berglind frábær og kláraði leikinn með 22 skot varin. Erla Rós Sigmarsdóttir var einnig frábær í marki ÍBV en varði 21 skot og þar af tvö vítaköst, í raun grátlegt fyrir hana að horfa á eftir stigunum tveimur í lokin. Bryndís Elín Wöhler átti frábæran leik í sókninni hjá Val þar sem hún skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Valur styrkir stöðu sína gríðarlega í deildinni með þessum sigri en þær eru nú tveimur stigum á undan ÍBV í 3. sæti deildarinnar.Hrafnhildur: Gátum varla kastað og gripið „Ég er ógeðslega svekkt, leið og reið. Ég er ótrúlega döpur yfir þessu,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV, eftir þriggja marka tap á heimavelli gegn Val. „Það þarf engan vísindamann til að sjá hverjir eru ekki á pari í dag. Það voru rosalega fáar á pari, Drífa skilaði sínu í kvöld og Erla stóð sig mjög vel í markinu.“ „Varnarlega erum við að fá á okkur 22 mörk, sem er alls ekki mikið fyrir okkur. Við höfum verið að fá á okkur drullumörg mörk í vetur en aftur á móti erum við búnar að skora langflestu mörkin í deildinni.“ „Sóknarlega höfum við aldrei verið í vandræðum en í dag gátum við varla kastað og gripið (í dag). Það skipti engu máli hvað við ætluðum að gera, það var ekki hægt að gera neitt.“ ÍBV er með tveggja marka forystu í hálfleik, hvað breytist í síðari hálfleik? „Það gerðist ekki neitt, sóknarlega eigum við skelfilegan dag.“ „Við þurfum að fara í það hvernig við mætum til leiks. Valsliðið var laskað, þær voru skelfilegar til að byrja með og spiluðu hræðilega. Að við skildum detta niður á þeirra plan var sorglegast.“ „Valsliðið var ekki tilbúið í þennan leik fyrr en þær sáu hvað við vorum ógeðslega lélegar. Það sorglegasta er að hafa ekki klárað Val á svona degi, þegar það vantaði tvo lykilmenn. Glórulaust að tapa í dag.“ „Ég vil fá liðið mitt eins og það mætti í Gróttuleikinn, þær spiluðu fyrri hálfleik stórkostlega og hvernig holningin var á liðinu þá, ég vil sjá svoleiðis aftur.“Alfreð: Ég er í skýjunum „Ég er alveg í skýjunum, það er svo einfalt,“ sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals en hann mætti með laskað lið til Eyja og sigraði lið ÍBV. „Ég átti von á svona leik eins og þetta varð, við vorum með laskað lið og þetta er extra sætt finnst mér.“ Íris Ásta Pétursdóttir og Morgan Marie McDonald voru ekki með í dag og við spurðum Alfreð út í það. „Íris er veik og Morgan fékk heilahristing í síðasta leik, hægri vængurinn okkar í allan vetur. Þetta voru stór skörð að fylla, ég er ánægður með stelpurnar að sýna karakter og liðsheild.“ „Vörnin og Begga fyrir aftan og svo mjötluðum við þessum áfram sóknarlega, þetta var skemmtilegur sunnudagur í Eyjum fyrir okkur,“ sagði Alfreð að hafi verið mikilvægt í dag. Hvað breytist í hálfleik hjá Val? „Mér fannst á tímabili í fyrri hálfleik við vera klaufar að flýta okkur, við hefðum alveg eins geta verið tveimur yfir eins og þær. Mér fannst við laga það í síðari hálfleik, færri mistök og þær fóru að gera þessi mistök sem við gerðum.“ „Við urðum ennþá þéttari en síðan varði Begga víti sem gaf okkur byr undir báða vængi.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Valskonur unnu ÍBV með þriggja marka mun úti í Eyjum í Olís deild kvenna í handbolta í dag. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og leiddi mest allan leikinn, Valskonur sigu þó fram úr í lokin með Berglindi Írisi Hansdóttur fremsta í flokki, hún varði 22 skot í leiknum. Lokatölur voru 20:23 í þessum leik þar sem markvarslan var í fyrirrúmi. Hjá Val vantaði tvær byrjunarliðskonur en þær Íris Ásta Pétursdóttir og Morgan Marie McDonald, voru fjarri góðu gamni. Íris var veik heima og Morgan fékk höfuðhögg í síðasta leik. Leikurinn byrjaði eins ömurlega og hægt var, fyrstu mínúturnar voru í raun hrein hörmung og kom fyrsta mark leiksins ekki fyrr en á fimmtu mínútu. Þá komu fjögur mörk frá Val í röð og virtust þær ráða betur við byrjunina heldur en ÍBV. ÍBV tókst þó hægt og bítandi að snúa leiknum sér í vil, þökk sé góðum kafla í vörn og markvörslu tókst liðinu að koma sér tveimur mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiksins. Kristín Guðmundsdóttir var í raun ömurleg í fyrri hálfleik hjá Val, þar sem hún átti tíu skot að marki en tókst einungis að skora eitt. Hún fann reyndar liðsfélaga sína mjög vel og átti líklega fjöldan allan af stoðsendingum í leiknum. Eyjastúlkur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og virtust ætla að sigra nokkuð örugglega, þær héldu tveggja marka forskoti í nokkuð langan tíma en Drífa Þorvaldsdóttir gat komið liðinu tveimur mörkum yfir af vítalínunni þegar tíu mínútur voru eftir. Berglind Íris Hansdóttir varði vítakastið og þá snerist leikurinn við. Á síðustu tíu mínútunum skoruðu Valskonur fimm mörk gegn einungis einu frá ÍBV. Á lokakaflanum var Berglind frábær og kláraði leikinn með 22 skot varin. Erla Rós Sigmarsdóttir var einnig frábær í marki ÍBV en varði 21 skot og þar af tvö vítaköst, í raun grátlegt fyrir hana að horfa á eftir stigunum tveimur í lokin. Bryndís Elín Wöhler átti frábæran leik í sókninni hjá Val þar sem hún skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Valur styrkir stöðu sína gríðarlega í deildinni með þessum sigri en þær eru nú tveimur stigum á undan ÍBV í 3. sæti deildarinnar.Hrafnhildur: Gátum varla kastað og gripið „Ég er ógeðslega svekkt, leið og reið. Ég er ótrúlega döpur yfir þessu,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV, eftir þriggja marka tap á heimavelli gegn Val. „Það þarf engan vísindamann til að sjá hverjir eru ekki á pari í dag. Það voru rosalega fáar á pari, Drífa skilaði sínu í kvöld og Erla stóð sig mjög vel í markinu.“ „Varnarlega erum við að fá á okkur 22 mörk, sem er alls ekki mikið fyrir okkur. Við höfum verið að fá á okkur drullumörg mörk í vetur en aftur á móti erum við búnar að skora langflestu mörkin í deildinni.“ „Sóknarlega höfum við aldrei verið í vandræðum en í dag gátum við varla kastað og gripið (í dag). Það skipti engu máli hvað við ætluðum að gera, það var ekki hægt að gera neitt.“ ÍBV er með tveggja marka forystu í hálfleik, hvað breytist í síðari hálfleik? „Það gerðist ekki neitt, sóknarlega eigum við skelfilegan dag.“ „Við þurfum að fara í það hvernig við mætum til leiks. Valsliðið var laskað, þær voru skelfilegar til að byrja með og spiluðu hræðilega. Að við skildum detta niður á þeirra plan var sorglegast.“ „Valsliðið var ekki tilbúið í þennan leik fyrr en þær sáu hvað við vorum ógeðslega lélegar. Það sorglegasta er að hafa ekki klárað Val á svona degi, þegar það vantaði tvo lykilmenn. Glórulaust að tapa í dag.“ „Ég vil fá liðið mitt eins og það mætti í Gróttuleikinn, þær spiluðu fyrri hálfleik stórkostlega og hvernig holningin var á liðinu þá, ég vil sjá svoleiðis aftur.“Alfreð: Ég er í skýjunum „Ég er alveg í skýjunum, það er svo einfalt,“ sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals en hann mætti með laskað lið til Eyja og sigraði lið ÍBV. „Ég átti von á svona leik eins og þetta varð, við vorum með laskað lið og þetta er extra sætt finnst mér.“ Íris Ásta Pétursdóttir og Morgan Marie McDonald voru ekki með í dag og við spurðum Alfreð út í það. „Íris er veik og Morgan fékk heilahristing í síðasta leik, hægri vængurinn okkar í allan vetur. Þetta voru stór skörð að fylla, ég er ánægður með stelpurnar að sýna karakter og liðsheild.“ „Vörnin og Begga fyrir aftan og svo mjötluðum við þessum áfram sóknarlega, þetta var skemmtilegur sunnudagur í Eyjum fyrir okkur,“ sagði Alfreð að hafi verið mikilvægt í dag. Hvað breytist í hálfleik hjá Val? „Mér fannst á tímabili í fyrri hálfleik við vera klaufar að flýta okkur, við hefðum alveg eins geta verið tveimur yfir eins og þær. Mér fannst við laga það í síðari hálfleik, færri mistök og þær fóru að gera þessi mistök sem við gerðum.“ „Við urðum ennþá þéttari en síðan varði Begga víti sem gaf okkur byr undir báða vængi.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira