Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2016 23:45 Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. Í ljósi átaka þeirra í gær eftir blaðamannafundinn var ákveðið að fjölga lögreglumönnum á sviðinu. Er það kom að því að þeir mættust eftir vigtunina ákvað forseti UFC, Dana White, að stíga hraustlega á milli þeirra til að tryggja að það yrðu ekki nein átök. Skynsamur. Conor ögraði samt Diaz. Sendi honum tóninn. Sjálfstraustið uppmálað eins og alltaf. Það var eiginlega skrítið að sjá Conor stíga á vigtina í kvöld. Er hann keppir í fjaðurvigt þarf hann að skera hrikalega mikið niður og lítur eiginlega út eins og sjúklingur á vigtinni. Það var ekkert svoleiðis í gangi í kvöld. Báðir kappar voru 76 kíló en Diaz þó hálfu kílói þyngri. Conor er því heilum ellefu kílóum þyngri en á vigtinni fyrir bardagann gegn Jose Aldo í desember. Allt annað að sjá manninn. Leit hrikalega vel út en Diaz er ekki eins vel byggður og fékk að heyra það. „Ég skil ekki hvernig svona feitur gaur getur verið svona grannur,“ sagði Conor og hló. Írinn öskraði á Diaz er hann nálgaðist hann hvernig höndin væri. Var þar að vitna í að hann hefði lamið hann í höndina í gær. Diaz var stuttur í spuna eins og venjulega: „Fuck this little bitch. Fuck you,“ öskraði Diaz ekkert sérstaklega djúpur. Enn eina ferðina virðast Írar hafa tæmt lífeyrinn sinn til þess að fara til Las Vegas og horfa á Conor því þeir áttu salinn. Conor verður því á heimavelli enn eina ferðina aðra nótt er þeir takast á. Sjá má vigtunina hér að ofan en hér að neðan eru tvær myndir sem sýna muninn á Conor frá því í desember og í nótt.Hér má sjá muninn á Conor á vigtinni í kvöld og í desember. Munar 11 kílóum. Varla sami maðurinn.Já, þetta er sami maður. MMA Tengdar fréttir Conor með tvo Rolls Royce Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota. 4. mars 2016 12:00 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15 Conor og Nate létu hnefana tala of snemma | Sjáið blaðamannafundinn í kvöld UFC-bardagi Conor McGregor og Nate Diaz hófst næstum því 48 tímum of snemma þegar þeim félögum lenti saman á blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. 3. mars 2016 23:10 Svona á að auglýsa bardaga | Myndband UFC setti í loftið frábæra auglýsingu fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um helgina. 29. febrúar 2016 23:30 Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. Í ljósi átaka þeirra í gær eftir blaðamannafundinn var ákveðið að fjölga lögreglumönnum á sviðinu. Er það kom að því að þeir mættust eftir vigtunina ákvað forseti UFC, Dana White, að stíga hraustlega á milli þeirra til að tryggja að það yrðu ekki nein átök. Skynsamur. Conor ögraði samt Diaz. Sendi honum tóninn. Sjálfstraustið uppmálað eins og alltaf. Það var eiginlega skrítið að sjá Conor stíga á vigtina í kvöld. Er hann keppir í fjaðurvigt þarf hann að skera hrikalega mikið niður og lítur eiginlega út eins og sjúklingur á vigtinni. Það var ekkert svoleiðis í gangi í kvöld. Báðir kappar voru 76 kíló en Diaz þó hálfu kílói þyngri. Conor er því heilum ellefu kílóum þyngri en á vigtinni fyrir bardagann gegn Jose Aldo í desember. Allt annað að sjá manninn. Leit hrikalega vel út en Diaz er ekki eins vel byggður og fékk að heyra það. „Ég skil ekki hvernig svona feitur gaur getur verið svona grannur,“ sagði Conor og hló. Írinn öskraði á Diaz er hann nálgaðist hann hvernig höndin væri. Var þar að vitna í að hann hefði lamið hann í höndina í gær. Diaz var stuttur í spuna eins og venjulega: „Fuck this little bitch. Fuck you,“ öskraði Diaz ekkert sérstaklega djúpur. Enn eina ferðina virðast Írar hafa tæmt lífeyrinn sinn til þess að fara til Las Vegas og horfa á Conor því þeir áttu salinn. Conor verður því á heimavelli enn eina ferðina aðra nótt er þeir takast á. Sjá má vigtunina hér að ofan en hér að neðan eru tvær myndir sem sýna muninn á Conor frá því í desember og í nótt.Hér má sjá muninn á Conor á vigtinni í kvöld og í desember. Munar 11 kílóum. Varla sami maðurinn.Já, þetta er sami maður.
MMA Tengdar fréttir Conor með tvo Rolls Royce Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota. 4. mars 2016 12:00 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15 Conor og Nate létu hnefana tala of snemma | Sjáið blaðamannafundinn í kvöld UFC-bardagi Conor McGregor og Nate Diaz hófst næstum því 48 tímum of snemma þegar þeim félögum lenti saman á blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. 3. mars 2016 23:10 Svona á að auglýsa bardaga | Myndband UFC setti í loftið frábæra auglýsingu fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um helgina. 29. febrúar 2016 23:30 Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Conor með tvo Rolls Royce Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota. 4. mars 2016 12:00
Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45
Geggjuð stuttmynd um Conor McGregor Sports Illustrated fjallar mikið um Conor McGregor þessa dagana og hefur nú birt frábæra stuttmynd um Írann. 29. febrúar 2016 11:15
Conor og Nate létu hnefana tala of snemma | Sjáið blaðamannafundinn í kvöld UFC-bardagi Conor McGregor og Nate Diaz hófst næstum því 48 tímum of snemma þegar þeim félögum lenti saman á blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. 3. mars 2016 23:10
Svona á að auglýsa bardaga | Myndband UFC setti í loftið frábæra auglýsingu fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um helgina. 29. febrúar 2016 23:30
Conor hársbreidd frá því að rota Conan með hringsparki Conor McGregor sýndi Conan O'Brien sparkið sem hann ætlar að rota Nate Diaz með og það munaði minnstu að sjónvarpsmaðurinn lægi eftir. 4. mars 2016 10:00