Heimir Örn býður sig fram til forseta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2016 08:45 Heimir Örn Hólmarsson Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Heimir greinir frá framboði sínu í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun en þar kemur meðal annars fram að Heimir telur að forsetinn verði að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þá eigi hann jafnframt að beita sér í forvörnum. Auk Heimis hafa meðal annars þau Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir tilkynnt um framboð sitt til forseta. Tilkynningu Heimis má lesa í heild sinni hér að neðan:Nú fer að líða að forsetakosningum og fólk þarf að gera upp við sig hvaða kosti það vill sjá í nýjum forseta.Íslendingar þurfa á forseta að halda sem beitir sér enn frekar fyrir uppbyggingu innviða Íslands og er leiðandi afl innan íslensks samfélags. Forseti verður að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar steðja að íslensku samfélagi á hann að vera leiðandi afl skynsemi og rökhyggju.Forsetinn á að beita sér í forvörnum og það er mikilvægt að hann styðji vel við þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu undanfarin misseri.Forsetinn skal jafnframt sinna skyldum sínum á erlendri grundu og vera góð fyrirmynd Íslendinga út á við. Hann þarf að sinna opinberum heimsóknum en um leið er hann talsmaður lands og þjóðar og á að beita sér í landkynningu, kynningu menningar og lista sem og efla atvinnustarfssemi Íslendinga.Við staðfestingu lagafrumvarpa þarf forseti að vera traustur öryggisventill og gæta hagsmuna heildarinnar. Forseta ber jafnframt að taka tillit til þjóðarinnar.Það er von mín að þetta sé sú mynd sem þú hefur af embætti forseta Íslands og að þetta séu þær kröfur sem þú gerir til þess einstaklings sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Jafnframt er það von mín að þú hafir þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun þann 25. júní næstkomandi.Þær kröfur sem ég hef sett hér fram hafa verið mér afar hugleiknar undanfarin ár þar sem þetta eru þær kröfur sem ég hef einsett mér að standa undir. Ég hef engin virk tengsl við stjórnmála- eða fjármálaöfl, er kunnugur helstu greiningum sem gerðar eru við flókin verkefni, ég hef brennandi áhuga á hagsmunum Íslands og íslenskri menningu. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarskyldum, t.d. sem trúnaðarmaður, með setu í stjórn stéttarfélags míns og sem fulltrúi í samninganefndum, enda skipta hagsmunir almennings mig miklu máli. Ég vil auk þess vera ungu kynslóðinni góð fyrirmynd.Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ég hef starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.Ég er rólegur og yfirvegaður í fasi, er góður í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég er fljótur að tileinka mér nýja þekkingu, afar metnaðargjarn og skipulagður í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Gæði, öryggi og skipulag eru mér ofarlega í huga þegar kemur að vinnuumhverfi en þegar snýr að mannlega þættinum eru réttlæti, sanngirni og umburðarlyndi þau megingildi sem eru mér hugfangin.Að þessu sögðu vil ég bjóða fram þjónustu mína og býð mig því hér með fram til forseta Íslands 2016.Hægt er að fara á www.xheimir.is til að kynna sér framboðið betur. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Heimir greinir frá framboði sínu í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun en þar kemur meðal annars fram að Heimir telur að forsetinn verði að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þá eigi hann jafnframt að beita sér í forvörnum. Auk Heimis hafa meðal annars þau Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir tilkynnt um framboð sitt til forseta. Tilkynningu Heimis má lesa í heild sinni hér að neðan:Nú fer að líða að forsetakosningum og fólk þarf að gera upp við sig hvaða kosti það vill sjá í nýjum forseta.Íslendingar þurfa á forseta að halda sem beitir sér enn frekar fyrir uppbyggingu innviða Íslands og er leiðandi afl innan íslensks samfélags. Forseti verður að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar steðja að íslensku samfélagi á hann að vera leiðandi afl skynsemi og rökhyggju.Forsetinn á að beita sér í forvörnum og það er mikilvægt að hann styðji vel við þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu undanfarin misseri.Forsetinn skal jafnframt sinna skyldum sínum á erlendri grundu og vera góð fyrirmynd Íslendinga út á við. Hann þarf að sinna opinberum heimsóknum en um leið er hann talsmaður lands og þjóðar og á að beita sér í landkynningu, kynningu menningar og lista sem og efla atvinnustarfssemi Íslendinga.Við staðfestingu lagafrumvarpa þarf forseti að vera traustur öryggisventill og gæta hagsmuna heildarinnar. Forseta ber jafnframt að taka tillit til þjóðarinnar.Það er von mín að þetta sé sú mynd sem þú hefur af embætti forseta Íslands og að þetta séu þær kröfur sem þú gerir til þess einstaklings sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Jafnframt er það von mín að þú hafir þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun þann 25. júní næstkomandi.Þær kröfur sem ég hef sett hér fram hafa verið mér afar hugleiknar undanfarin ár þar sem þetta eru þær kröfur sem ég hef einsett mér að standa undir. Ég hef engin virk tengsl við stjórnmála- eða fjármálaöfl, er kunnugur helstu greiningum sem gerðar eru við flókin verkefni, ég hef brennandi áhuga á hagsmunum Íslands og íslenskri menningu. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarskyldum, t.d. sem trúnaðarmaður, með setu í stjórn stéttarfélags míns og sem fulltrúi í samninganefndum, enda skipta hagsmunir almennings mig miklu máli. Ég vil auk þess vera ungu kynslóðinni góð fyrirmynd.Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ég hef starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.Ég er rólegur og yfirvegaður í fasi, er góður í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég er fljótur að tileinka mér nýja þekkingu, afar metnaðargjarn og skipulagður í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Gæði, öryggi og skipulag eru mér ofarlega í huga þegar kemur að vinnuumhverfi en þegar snýr að mannlega þættinum eru réttlæti, sanngirni og umburðarlyndi þau megingildi sem eru mér hugfangin.Að þessu sögðu vil ég bjóða fram þjónustu mína og býð mig því hér með fram til forseta Íslands 2016.Hægt er að fara á www.xheimir.is til að kynna sér framboðið betur.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira