Stöndum vörð um grundvöll rammaáætlunar Tryggvi Felixson skrifar 3. mars 2016 00:00 Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun þurfi í mörgum tilfellum að endurvinna fyrra mat á virkjunarkostum í verndarflokki út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Þessi fullyrðing hans stenst ekki því í skýringum við lög um rammaáætlun er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Hugmyndir um að það dugi að breyta útlínum virkjunarhugmynda í verndarflokki lítillega, eins og t.d. Norðlingaölduveitu, og kalla þær nýju nafni eru því ekki gjaldgengar. Rammaáætlun byggir á því að skoða margar tillögur um virkjanir samtímis og draga í þrjá dilka; landsvæði sem vænlegt væri að virkja (nýtingarflokk), svæði sem skoða þyrfti betur (biðflokk) og svæði sem heilladrýgst er að hlífa við virkjunarframkvæmdum (verndarflokk). Þær leikreglur sem Alþingi setti um rammaáætlun með lögum kveða skýrt á um að hefja skuli undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu ákvæði laganna hefur umhverfisráðherra ekki sinnt sem skyldi. Markmið rammaáætlunar er að ná sem víðtækastri sátt um landnýtingu með víðtæku samráði, opnu matsferli og greiningu hæfustu sérfræðinga. Það var grundvallaratriði að svæði sem færu í verndarflokk yrðu ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum; og að næsta stig í umfjöllun um þessi svæði yrði tillaga að verndun þeirra. Þessu vill orkumálastjóri nú breyta orkugeiranum í hag. Gangi áform hans og Landsvirkjunar eftir yrði grundvelli rammaáætlunar raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi vits vildi ekki hleypa Orkustofnun að svæðum sem hann jafnframt hafði falið umhverfis- og auðlindaráðherra að undirbúa fyrir friðlýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði löggjafinn skapað mikla óvissu um friðlýsingarferlið og um leið stofnað til meiri vanda en hann var að reyna að leysa. Að heimila, Orkustofnun, opinberri stjórnsýslustofnun, að eftir hentugleika leggja fram tillögur að virkjunum á svæðum sem löggjafarvaldið hefur áður ákveðið að beri friðlýsa, stenst hvorki lög né góða stjórnsýsluhætti. Að lokum, mikla furðu vekur að orkumálastjóri skuli leyfa sér að ráðast á verkefnisstjórn rammaáætlunar með órökstuddum ásökunum um að þar fari fámenn klíka sem framið hafi valdarán. Slíkur málflutningur skaðar trúverðugleika þeirrar mikilvægu stofnunar sem hann fer fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri segir í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar 2016, að í rammaáætlun þurfi í mörgum tilfellum að endurvinna fyrra mat á virkjunarkostum í verndarflokki út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Þessi fullyrðing hans stenst ekki því í skýringum við lög um rammaáætlun er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallvatnsins neðan virkjunar. Hugmyndir um að það dugi að breyta útlínum virkjunarhugmynda í verndarflokki lítillega, eins og t.d. Norðlingaölduveitu, og kalla þær nýju nafni eru því ekki gjaldgengar. Rammaáætlun byggir á því að skoða margar tillögur um virkjanir samtímis og draga í þrjá dilka; landsvæði sem vænlegt væri að virkja (nýtingarflokk), svæði sem skoða þyrfti betur (biðflokk) og svæði sem heilladrýgst er að hlífa við virkjunarframkvæmdum (verndarflokk). Þær leikreglur sem Alþingi setti um rammaáætlun með lögum kveða skýrt á um að hefja skuli undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þessu ákvæði laganna hefur umhverfisráðherra ekki sinnt sem skyldi. Markmið rammaáætlunar er að ná sem víðtækastri sátt um landnýtingu með víðtæku samráði, opnu matsferli og greiningu hæfustu sérfræðinga. Það var grundvallaratriði að svæði sem færu í verndarflokk yrðu ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum; og að næsta stig í umfjöllun um þessi svæði yrði tillaga að verndun þeirra. Þessu vill orkumálastjóri nú breyta orkugeiranum í hag. Gangi áform hans og Landsvirkjunar eftir yrði grundvelli rammaáætlunar raskað til ónýtis! Löggjafinn vitandi vits vildi ekki hleypa Orkustofnun að svæðum sem hann jafnframt hafði falið umhverfis- og auðlindaráðherra að undirbúa fyrir friðlýsingu. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, hefði löggjafinn skapað mikla óvissu um friðlýsingarferlið og um leið stofnað til meiri vanda en hann var að reyna að leysa. Að heimila, Orkustofnun, opinberri stjórnsýslustofnun, að eftir hentugleika leggja fram tillögur að virkjunum á svæðum sem löggjafarvaldið hefur áður ákveðið að beri friðlýsa, stenst hvorki lög né góða stjórnsýsluhætti. Að lokum, mikla furðu vekur að orkumálastjóri skuli leyfa sér að ráðast á verkefnisstjórn rammaáætlunar með órökstuddum ásökunum um að þar fari fámenn klíka sem framið hafi valdarán. Slíkur málflutningur skaðar trúverðugleika þeirrar mikilvægu stofnunar sem hann fer fyrir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun