Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau. Vísir/Ernir Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. B-lið Njarðvíkur spilar á móti Íþróttafélagi Breiðholts klukkan 20.30 í 2. deildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Bæði Stefan Bonneau og Gunnar verða í búning. „Ef að það finnst búningur á mig þá verð ég með," sagði Gunnar Örlygssson í léttum tón í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er bara til gamans gert. Hann er bara að fara inná í nokkrar mínútur og í 2. deildini. Það er ekki hægt að líkja þessu við alvöruna," sagði Gunnar. „Við settum þetta inn á síðuna okkar fyrir klukkutíma síðan og það eru búnar að loga allar línur síðan. Okkur finnst það mjög fyndið og gaman bara. Hann er það skemmtilegur leikmaður og það kemur því ekki á óvart að það veki athygli að hann sé að vakna til lífsins," sagði Gunnar. „Hann er búinn að vera alveg ótrúlega duglegur að æfa í þessu veikindaferli. Hann er byrjaður að taka alvöru spretti og núna má hann fyrsta fara í smá kontakt. Eftir 15. mars þá má hann samkvæmt læknisráði fara í alvöru kontakt," segir Gunnar og Stefan Bonneau mun því ekki spila næstu deildarleiki Njarðvíkur þrátt fyrir endurkomuna í kvöld. „Þetta er að koma hjá honum og hann er orðinn svolítið óþolinmóður. Við erum að horfa á hann eftir miðjan mars. Eins og staðan er núna þá er hann ekki að fara breyta liðsmyndinni mikið fyrst eftir að hann kemur inn," segir Gunnar og útskýrir frekar. "Hann spilar kannski einhverjar mínútur í leik en það er þjálfaranna að ákveða það. Hann lofar góðu og það er okkar metnaður að halda honum hjá okkur fyrir næsta tímabili," segir Gunnar en hvernig lítur þetta út? „Hann er farinn að hlaupa línuhlaupin þannig að hann er á pari við fremstu menn. Hann er kominn þangað og körfuboltafólk veit alveg hvað ég er að tala um þegar ég segi það. Hann er kominn í þessa spretti en hann er náttúrulega í engri leikæfingu," sagði Gunnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. B-lið Njarðvíkur spilar á móti Íþróttafélagi Breiðholts klukkan 20.30 í 2. deildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Bæði Stefan Bonneau og Gunnar verða í búning. „Ef að það finnst búningur á mig þá verð ég með," sagði Gunnar Örlygssson í léttum tón í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er bara til gamans gert. Hann er bara að fara inná í nokkrar mínútur og í 2. deildini. Það er ekki hægt að líkja þessu við alvöruna," sagði Gunnar. „Við settum þetta inn á síðuna okkar fyrir klukkutíma síðan og það eru búnar að loga allar línur síðan. Okkur finnst það mjög fyndið og gaman bara. Hann er það skemmtilegur leikmaður og það kemur því ekki á óvart að það veki athygli að hann sé að vakna til lífsins," sagði Gunnar. „Hann er búinn að vera alveg ótrúlega duglegur að æfa í þessu veikindaferli. Hann er byrjaður að taka alvöru spretti og núna má hann fyrsta fara í smá kontakt. Eftir 15. mars þá má hann samkvæmt læknisráði fara í alvöru kontakt," segir Gunnar og Stefan Bonneau mun því ekki spila næstu deildarleiki Njarðvíkur þrátt fyrir endurkomuna í kvöld. „Þetta er að koma hjá honum og hann er orðinn svolítið óþolinmóður. Við erum að horfa á hann eftir miðjan mars. Eins og staðan er núna þá er hann ekki að fara breyta liðsmyndinni mikið fyrst eftir að hann kemur inn," segir Gunnar og útskýrir frekar. "Hann spilar kannski einhverjar mínútur í leik en það er þjálfaranna að ákveða það. Hann lofar góðu og það er okkar metnaður að halda honum hjá okkur fyrir næsta tímabili," segir Gunnar en hvernig lítur þetta út? „Hann er farinn að hlaupa línuhlaupin þannig að hann er á pari við fremstu menn. Hann er kominn þangað og körfuboltafólk veit alveg hvað ég er að tala um þegar ég segi það. Hann er kominn í þessa spretti en hann er náttúrulega í engri leikæfingu," sagði Gunnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36