Segir að það sé alltaf eitthvað leikrit í gangi hjá Lindsey Vonn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 21:00 Lindsey Vonn og Lara Gut. Vísir/Getty Mikið var fjallað um endurkomu bandarísku skíðakonunnar Lindsey Vonn um síðustu helgi en hún keppti þá daginn eftir að hún datt illa og var flutt úr brekkunni á börum. Helsti andstæðingur Lindsey Vonn er hin svissneska Lara Gut og Gut var spurð út í sálfræðistríðið sem væri í gangi á milli þeirra Vonn nú þegar þær berjast einu sinni sem ofar um Heimsbikarinn á skíðum. Lindsey Vonn meiddist á hné á laugardaginn og var flutt í burtu á sjúkrasleða en við myndatöku kom í ljós að engin liðbönd höfðu skaðast. Von hafði brákað bein í hnénu og nú var þetta spurning um hvort hún gæti harkað af sér. Lindsey Vonn gerði það og lét líka alla vita af því á Instagram-reikningi sínum að hún hafði látið tappa af hnénu fyrir keppnina. „Ég er baráttukona. Þið getið treyst á mig. Ég er orðin gömul en ég er ekki búinn að vera," sagði Lindsey Vonn í sjónvarpsviðtali við þýsku sjónvarpstöðina ZDF eftir keppnina. Lara Gut gaf ekki mikið fyrir alla dramatíkina. „Það er alltaf eitthvað leikrit í gangi hjá Vonn. Þetta er ekki í fyrsta skiptið og þetta verður ekki það síðasta. Ég vil bara einbeita mér að því að skíða," sagði Lara Gut. Lindsey Vonn hefur 28 stiga forskot á Gut þegar aðeins tvær vikur eru eftir af keppnistímabilinu. Eftir átta keppnir kemur í ljós hvort Vonn vinnur sinn fimmta heimsbikar í samanlögðu eða hvort Gut vinnur sinn fyrsta. Íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Mikið var fjallað um endurkomu bandarísku skíðakonunnar Lindsey Vonn um síðustu helgi en hún keppti þá daginn eftir að hún datt illa og var flutt úr brekkunni á börum. Helsti andstæðingur Lindsey Vonn er hin svissneska Lara Gut og Gut var spurð út í sálfræðistríðið sem væri í gangi á milli þeirra Vonn nú þegar þær berjast einu sinni sem ofar um Heimsbikarinn á skíðum. Lindsey Vonn meiddist á hné á laugardaginn og var flutt í burtu á sjúkrasleða en við myndatöku kom í ljós að engin liðbönd höfðu skaðast. Von hafði brákað bein í hnénu og nú var þetta spurning um hvort hún gæti harkað af sér. Lindsey Vonn gerði það og lét líka alla vita af því á Instagram-reikningi sínum að hún hafði látið tappa af hnénu fyrir keppnina. „Ég er baráttukona. Þið getið treyst á mig. Ég er orðin gömul en ég er ekki búinn að vera," sagði Lindsey Vonn í sjónvarpsviðtali við þýsku sjónvarpstöðina ZDF eftir keppnina. Lara Gut gaf ekki mikið fyrir alla dramatíkina. „Það er alltaf eitthvað leikrit í gangi hjá Vonn. Þetta er ekki í fyrsta skiptið og þetta verður ekki það síðasta. Ég vil bara einbeita mér að því að skíða," sagði Lara Gut. Lindsey Vonn hefur 28 stiga forskot á Gut þegar aðeins tvær vikur eru eftir af keppnistímabilinu. Eftir átta keppnir kemur í ljós hvort Vonn vinnur sinn fimmta heimsbikar í samanlögðu eða hvort Gut vinnur sinn fyrsta.
Íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira