Fékk hæli en ekkert húsaskjól Una Sighvatsdóttir skrifar 18. mars 2016 19:30 Fréttamaður kom að Jamal Abdi, 24 ára sómölskum flóttamanni, þar sem hann sat ráðalaus á bak við ruslagáma á Grensásvegi með allar eigur sínar. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég ætla bara að vera hér," sagði Jamal í samtali við fréttamann og benti á hornið þar sem hann hafði komið fyrir lítilli ferðatösku og tveimur ruslapokum með fatnaði, fyrir utan húsið þar sem hælisleitendur hafa gistingu.Missir húsnæðið um leið og hann fær hæli Þúsundir Sómala hafa síðustu ár flúið undan átökum í heimalandinu, margir þeirra sækja um hæli í Svíþjóð, en fæstir þeirra ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns á Íslandi í byrjun mars. Hann er því kominn með kennitölu og dvalarleyfi, en þar með er það upptalið. Á meðan hælisumsókn er til skoðunar útvegar Útlendingastofnun hælisleitendum húsnæði, en eftir að þeir fá viðurkennda stöðu flóttamanns er engin önnur stofnun í kerfinu sem tekur við. Jamal fékk tveggja vikna frest til að finna eigið húsnæði, en hann er ekki kominn með vinnu og því peningalaus. Í dag kom lögreglan og vísaði honum út. „Ég er búinn að vera sjö mánuði á Íslandi. Ég bað um hæli og þau sögðu já, en ég fæ ekki hjálp með neitt annað. Ekki húsnæði, ekki skóla, þau sögðu bara „þú fékkst kennitölu en þú þarft að fara"."Dæmi um gloppu í kerfinu Mál Jamals er dæmi um þann mikla aðstöðumun sem flóttamenn búa við á Íslandi eftir því hvort þeir komast hingað af eigin rammleik eða sem svo kallaðir kvótaflóttamenn í boði ríkisins. Lagalega er réttarstaða þeirra hin sama, en kvóttaflóttamenn fá mikla félagslega aðstoð, húsnæði, stuðningsfjölskyldur og tungumálanám, sem aðrir flóttamenn njóta ekki. Rauði krossinn hefur bent á að jafna þurfi þennan aðstöðumun því almennir flóttamenn, eins og Jamal, geti fyrir vikið átt mun erfiðara með að aðlagast og verða virkir samfélagsþegnar. Flóttamenn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Fréttamaður kom að Jamal Abdi, 24 ára sómölskum flóttamanni, þar sem hann sat ráðalaus á bak við ruslagáma á Grensásvegi með allar eigur sínar. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég ætla bara að vera hér," sagði Jamal í samtali við fréttamann og benti á hornið þar sem hann hafði komið fyrir lítilli ferðatösku og tveimur ruslapokum með fatnaði, fyrir utan húsið þar sem hælisleitendur hafa gistingu.Missir húsnæðið um leið og hann fær hæli Þúsundir Sómala hafa síðustu ár flúið undan átökum í heimalandinu, margir þeirra sækja um hæli í Svíþjóð, en fæstir þeirra ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns á Íslandi í byrjun mars. Hann er því kominn með kennitölu og dvalarleyfi, en þar með er það upptalið. Á meðan hælisumsókn er til skoðunar útvegar Útlendingastofnun hælisleitendum húsnæði, en eftir að þeir fá viðurkennda stöðu flóttamanns er engin önnur stofnun í kerfinu sem tekur við. Jamal fékk tveggja vikna frest til að finna eigið húsnæði, en hann er ekki kominn með vinnu og því peningalaus. Í dag kom lögreglan og vísaði honum út. „Ég er búinn að vera sjö mánuði á Íslandi. Ég bað um hæli og þau sögðu já, en ég fæ ekki hjálp með neitt annað. Ekki húsnæði, ekki skóla, þau sögðu bara „þú fékkst kennitölu en þú þarft að fara"."Dæmi um gloppu í kerfinu Mál Jamals er dæmi um þann mikla aðstöðumun sem flóttamenn búa við á Íslandi eftir því hvort þeir komast hingað af eigin rammleik eða sem svo kallaðir kvótaflóttamenn í boði ríkisins. Lagalega er réttarstaða þeirra hin sama, en kvóttaflóttamenn fá mikla félagslega aðstoð, húsnæði, stuðningsfjölskyldur og tungumálanám, sem aðrir flóttamenn njóta ekki. Rauði krossinn hefur bent á að jafna þurfi þennan aðstöðumun því almennir flóttamenn, eins og Jamal, geti fyrir vikið átt mun erfiðara með að aðlagast og verða virkir samfélagsþegnar.
Flóttamenn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira