Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru of mikið Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2016 16:25 Vísir/Pjetur Þeim Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru vera of mikið. Þetta kemur fram í könnum sem MMR framkvæmdi fyrir Ferðamálastofu í janúar síðastliðnum. Af þeim sem tóku afstöðu telja tæp 76 prósent álagið vera of mikið, samanborið við 66,3 prósent í fyrra. Um 62% voru á því í ár að ferðamenn hefðu aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru, ívið hærra hlutfall en í könnuninni árið 2015, en lægra hlutfall en í könnuninni 2014. Eins virðist þeim fara fækkandi sem telja að ferðamenn auki áhuga Íslendinga á eigin menningu. Um 56% svarenda voru á því að ferðaþjónusta hefði skapað eftirsóknarverð störf í heimabyggð í ár, jafn hátt hlutfall og í könnuninni árið 2015 en ívið færri en í könnun meðal Íslendinga árið 2014. Álíka margir eru hins vegar á því í ár eða ríflega 40% að ferðaþjónusta hafi leitt til fjölbreyttari þjónustu sem svarendur hafi nýtt sér og í fyrri könnunum. Einni fullyrðingu var bætt við að þessu sinni en þar var spurt um það hvort ferðaþjónustutengd afþreying væri aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og voru 58,4% svarenda sammála því. Nærri tveir af hverjum þremur sem ferðuðust innanlands árið 2015 heimsóttu Suðurland og þar á eftir kom Norðurland en 52,3 prósent fóru þangað. Um 71% aðspurðra fór í utanlandsferð á árinu en hlutfallið hefur ekki mælst svo hátt í könnunum Ferðamálastofu síðastliðin sjö ár. Farnar voru að jafnaði 2,2 ferðir, aðeins færri en árið 2014 þegar farnar voru 2,4 utanlandsferðir. Gist var 17,5 nætur í útlöndum að jafnaði árið 2015, álíka margar og árið 2014. Ekki voru teknar með í úrvinnslu ferðir þar sem dvalið var 100 nætur og lengur. Ferðalög utan voru eins og niðurstöður fyrri kannana hafa sýnt að stærstu hluta bundin við Evrópu. Um 34% ferðuðust til Spánar eða Portúgals, 26,9% til Bretlands eða Írlands, 23,1% til Danmerkur, 22,3% til Bandaríkjanna eða Kanada, 18,6% til Þýskalands, 13,9% til Svíþjóðar og 12,0% til Noregs. Flestir fóru í borgarferð eða 43% aðspurðra, 36% heimsótti vini og ættingja, 33,6% fór í sólarlandaferð og 24,3% í vinnutengda ferð. Sjá má frekari niðurstöður á vef Ferðamálastofu hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Þeim Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru vera of mikið. Þetta kemur fram í könnum sem MMR framkvæmdi fyrir Ferðamálastofu í janúar síðastliðnum. Af þeim sem tóku afstöðu telja tæp 76 prósent álagið vera of mikið, samanborið við 66,3 prósent í fyrra. Um 62% voru á því í ár að ferðamenn hefðu aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru, ívið hærra hlutfall en í könnuninni árið 2015, en lægra hlutfall en í könnuninni 2014. Eins virðist þeim fara fækkandi sem telja að ferðamenn auki áhuga Íslendinga á eigin menningu. Um 56% svarenda voru á því að ferðaþjónusta hefði skapað eftirsóknarverð störf í heimabyggð í ár, jafn hátt hlutfall og í könnuninni árið 2015 en ívið færri en í könnun meðal Íslendinga árið 2014. Álíka margir eru hins vegar á því í ár eða ríflega 40% að ferðaþjónusta hafi leitt til fjölbreyttari þjónustu sem svarendur hafi nýtt sér og í fyrri könnunum. Einni fullyrðingu var bætt við að þessu sinni en þar var spurt um það hvort ferðaþjónustutengd afþreying væri aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og voru 58,4% svarenda sammála því. Nærri tveir af hverjum þremur sem ferðuðust innanlands árið 2015 heimsóttu Suðurland og þar á eftir kom Norðurland en 52,3 prósent fóru þangað. Um 71% aðspurðra fór í utanlandsferð á árinu en hlutfallið hefur ekki mælst svo hátt í könnunum Ferðamálastofu síðastliðin sjö ár. Farnar voru að jafnaði 2,2 ferðir, aðeins færri en árið 2014 þegar farnar voru 2,4 utanlandsferðir. Gist var 17,5 nætur í útlöndum að jafnaði árið 2015, álíka margar og árið 2014. Ekki voru teknar með í úrvinnslu ferðir þar sem dvalið var 100 nætur og lengur. Ferðalög utan voru eins og niðurstöður fyrri kannana hafa sýnt að stærstu hluta bundin við Evrópu. Um 34% ferðuðust til Spánar eða Portúgals, 26,9% til Bretlands eða Írlands, 23,1% til Danmerkur, 22,3% til Bandaríkjanna eða Kanada, 18,6% til Þýskalands, 13,9% til Svíþjóðar og 12,0% til Noregs. Flestir fóru í borgarferð eða 43% aðspurðra, 36% heimsótti vini og ættingja, 33,6% fór í sólarlandaferð og 24,3% í vinnutengda ferð. Sjá má frekari niðurstöður á vef Ferðamálastofu hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira