Bayern áfram eftir magnaðan sex marka leik | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 22:15 Thomas Müller fagnar markinu sem skaut Bayern í framlenginu. vísir/getty Bayern München komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir magnaðan 4-2 sigur á Juventus í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Liðin skildu jöfn, 2-2, í Tórínó þar sem Bayern kastaði frá sér tveggja marka forskoti. Leikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Paul Pogba kom Juventus yfir, 1-0. Frakkinn renndi boltanum úr teignum í autt netið eftir skógarhlaup hjá Manuel Neuer. Juventus komst svo í 2-0 þegar Juan Cuadrado skoraði fallegt mark eftir glæsilega skyndisókn gestanna frá Tórínó. Álvaro Morata bar upp boltann og lagði hann á Kólumbíumanninn sem fíflaði einn og hamraði boltann svo í netið. Þar með var Juventus búið að skora fjögur mörk í röð í einvíginu eftir að lenda 2-0 undir á heimavelli í fyrri leiknum. Það tók Bæjara 73 mínútur að koma sér á blað í kvöld en Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2-1 (3-4) með skalla. Upphófst þá mikil og þung sókn Bayern-liðsins. Þegar Juventus virtist ætla að sigla glæsilegum sigri í hús í venjulegum leiktíma skoraði Thomas Müller skallamark á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-2 (4-4), og þurfti því að grípa til framlengingar. Müller lagði svo upp fimmta mark leiksins fyrir varamanninn Thiago Alcantara. Thiago tók nettan þríhyrning við Müller í vítateig Juventus á 108. mínútu og lagði boltann snyrtilega í hornið, 3-2 (5-4). Thiago skoraði á 108. mínútu og tveimur mínútum síðar gekk Frakkinn Kingsley Coeman frá einvíginu með fallegu marki, 4-2. Samanlögð staða þá orðin 6-4 fyrir Bayern. Coeman, sem er lánsmaður frá Juventus, smellti boltanum í hornið framhjá Buffon með föstu skoti úr teignum. Fjórum mínútum fyrir leiksloks fengu Stefano Sturaro og Mario Mandzukic báðir góð færi í sömu sókninni til að minnka muninn og hleypa spennu í lokakaflann en þeim brást bogalistin. Eftir að fá á sig fjögur mörk í röð í einvíginu skoraði Bayern fjögur í röð í leiknum í kvöld eftir að lenda 2-0 undir og komst áfram í átta liða úrslitin. Silfurlið síðasta árs úr leik eftir magnað tíu marka einvígi.Paul Pogba kemur Juve í 0-1 (2-3) Juan Cuadrado kemur Juventus í 0-2 (2-4). Robert Lewandowski minnkar muninn í 1-2 (3-4): Thomas Müller jafnar fyrir Bayern 2-2 (4-4): Thiago Alcantara kemur Bayern í 3-2 (5-4): Kingsley Coeman kemur Bayern í 4-2 (6-4): Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira
Bayern München komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir magnaðan 4-2 sigur á Juventus í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Liðin skildu jöfn, 2-2, í Tórínó þar sem Bayern kastaði frá sér tveggja marka forskoti. Leikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Paul Pogba kom Juventus yfir, 1-0. Frakkinn renndi boltanum úr teignum í autt netið eftir skógarhlaup hjá Manuel Neuer. Juventus komst svo í 2-0 þegar Juan Cuadrado skoraði fallegt mark eftir glæsilega skyndisókn gestanna frá Tórínó. Álvaro Morata bar upp boltann og lagði hann á Kólumbíumanninn sem fíflaði einn og hamraði boltann svo í netið. Þar með var Juventus búið að skora fjögur mörk í röð í einvíginu eftir að lenda 2-0 undir á heimavelli í fyrri leiknum. Það tók Bæjara 73 mínútur að koma sér á blað í kvöld en Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2-1 (3-4) með skalla. Upphófst þá mikil og þung sókn Bayern-liðsins. Þegar Juventus virtist ætla að sigla glæsilegum sigri í hús í venjulegum leiktíma skoraði Thomas Müller skallamark á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-2 (4-4), og þurfti því að grípa til framlengingar. Müller lagði svo upp fimmta mark leiksins fyrir varamanninn Thiago Alcantara. Thiago tók nettan þríhyrning við Müller í vítateig Juventus á 108. mínútu og lagði boltann snyrtilega í hornið, 3-2 (5-4). Thiago skoraði á 108. mínútu og tveimur mínútum síðar gekk Frakkinn Kingsley Coeman frá einvíginu með fallegu marki, 4-2. Samanlögð staða þá orðin 6-4 fyrir Bayern. Coeman, sem er lánsmaður frá Juventus, smellti boltanum í hornið framhjá Buffon með föstu skoti úr teignum. Fjórum mínútum fyrir leiksloks fengu Stefano Sturaro og Mario Mandzukic báðir góð færi í sömu sókninni til að minnka muninn og hleypa spennu í lokakaflann en þeim brást bogalistin. Eftir að fá á sig fjögur mörk í röð í einvíginu skoraði Bayern fjögur í röð í leiknum í kvöld eftir að lenda 2-0 undir og komst áfram í átta liða úrslitin. Silfurlið síðasta árs úr leik eftir magnað tíu marka einvígi.Paul Pogba kemur Juve í 0-1 (2-3) Juan Cuadrado kemur Juventus í 0-2 (2-4). Robert Lewandowski minnkar muninn í 1-2 (3-4): Thomas Müller jafnar fyrir Bayern 2-2 (4-4): Thiago Alcantara kemur Bayern í 3-2 (5-4): Kingsley Coeman kemur Bayern í 4-2 (6-4):
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira