Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 13:11 John Kasich vann sigur í forkosningum Repúblikana í Ohio í gær. Vísir/AFP Sigur John Kasich í Ohio í forkosningum Repúblikana í gær eykur líkurnar á að enginn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Ólíkegt þykir að helsti andstæðingur Trumps, Ted Cruz, komi til með að taka fram úr Trump og þrátt fyrir sigur sinn í Ohio er John Kasich langt á eftir bæði þeim Cruz og Trump í baráttunni um kjörmennina.Sjá einnig: Hver er þessi John Kasich?Ted Cruz þykir líkt og Donald Trump mjög umdeildur innan Repúblikanaflokksins.Vísir/AFPKlofið flokksþing Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Cruz 395 og Kasich 138. Marco Rubio var búinn að tryggja sér 168 kjörmenn, en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forkosningunum í Flórída, heimaríki Rubio, tilkynnti hann að hann hugðist draga sig í hlé.Cruz vill tveggja manna baráttu Cruz sagði Repúblikana nú standa frammi fyrir skýru vali. „Einungis tveir eiga möguleika á tilnefningu – ég og Donald Trump. Enginn annar á tölfræðilega möguleika á að vinna.“ Cruz vonast nú til að geta fengið kjósendur Rubio til að kjósa sig og sameina andstæðinga Trump. Cruz þykir hins vegar líkt og Trump mjög umdeildur innan flokksins vegna framgöngu sinnar í öldungadeild þingsins.Sjá einnig:Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Síðasta klofna flokksþing stóru bandarísku flokkanna fór fram árið 1952 þar sem Adlai Stevenson var tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Annar frambjóðandi, Estes Kefauver, var hins vegar búinn að tryggja sér flesta kjörmenn fyrir flokksþingið. Kasich sagðist í sigurræðu sinni reiðubúinn að berjast fyrir tilnefningunni allt fram á landsfundinn sem hefst í Cleveland í Ohio-ríki þann 18. júlí. Virðist sem hann treysti á að fulltrúar á flokksþinginu geti sammælst um að hann verði frambjóðandi flokksins til að kom í veg fyrir tilnefningu Cruz eða Trump.Donald Trump leiðir kapphlaupið.Vísir/AFPÓttast að missa meirihluta í báðum deildum þingsins Í frétt VG segir að Repúblikanar óttist margir að flokkurinn gæti kloknað verði Trump tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og að framboð Trump gæti leitt til að flokkurinn missi meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þó gæti reynst mjög erfitt að ganga gegn vilja meirihluta kjósenda flokksins í forkosningunum. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Utah þann 22. mars og svo í Wisconsin 5. apríl. Kjörmenn deilast ekki hlutfallslega eftir atkvæðum í forkosningunum í Arizona og Wisconsin heldur mun sá sem hlýtur flest atkvæði fá alla þá kjörmenn sem í boði eru – 58 í Arizona og 42 í Arizona. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Sigur John Kasich í Ohio í forkosningum Repúblikana í gær eykur líkurnar á að enginn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Ólíkegt þykir að helsti andstæðingur Trumps, Ted Cruz, komi til með að taka fram úr Trump og þrátt fyrir sigur sinn í Ohio er John Kasich langt á eftir bæði þeim Cruz og Trump í baráttunni um kjörmennina.Sjá einnig: Hver er þessi John Kasich?Ted Cruz þykir líkt og Donald Trump mjög umdeildur innan Repúblikanaflokksins.Vísir/AFPKlofið flokksþing Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Cruz 395 og Kasich 138. Marco Rubio var búinn að tryggja sér 168 kjörmenn, en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forkosningunum í Flórída, heimaríki Rubio, tilkynnti hann að hann hugðist draga sig í hlé.Cruz vill tveggja manna baráttu Cruz sagði Repúblikana nú standa frammi fyrir skýru vali. „Einungis tveir eiga möguleika á tilnefningu – ég og Donald Trump. Enginn annar á tölfræðilega möguleika á að vinna.“ Cruz vonast nú til að geta fengið kjósendur Rubio til að kjósa sig og sameina andstæðinga Trump. Cruz þykir hins vegar líkt og Trump mjög umdeildur innan flokksins vegna framgöngu sinnar í öldungadeild þingsins.Sjá einnig:Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Síðasta klofna flokksþing stóru bandarísku flokkanna fór fram árið 1952 þar sem Adlai Stevenson var tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Annar frambjóðandi, Estes Kefauver, var hins vegar búinn að tryggja sér flesta kjörmenn fyrir flokksþingið. Kasich sagðist í sigurræðu sinni reiðubúinn að berjast fyrir tilnefningunni allt fram á landsfundinn sem hefst í Cleveland í Ohio-ríki þann 18. júlí. Virðist sem hann treysti á að fulltrúar á flokksþinginu geti sammælst um að hann verði frambjóðandi flokksins til að kom í veg fyrir tilnefningu Cruz eða Trump.Donald Trump leiðir kapphlaupið.Vísir/AFPÓttast að missa meirihluta í báðum deildum þingsins Í frétt VG segir að Repúblikanar óttist margir að flokkurinn gæti kloknað verði Trump tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og að framboð Trump gæti leitt til að flokkurinn missi meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þó gæti reynst mjög erfitt að ganga gegn vilja meirihluta kjósenda flokksins í forkosningunum. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Utah þann 22. mars og svo í Wisconsin 5. apríl. Kjörmenn deilast ekki hlutfallslega eftir atkvæðum í forkosningunum í Arizona og Wisconsin heldur mun sá sem hlýtur flest atkvæði fá alla þá kjörmenn sem í boði eru – 58 í Arizona og 42 í Arizona.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20