Hættur að blogga um orkumál: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“ ingvar haraldsson skrifar 14. mars 2016 14:33 Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur um orkumál er hættur að tjá sig á Orkublogginu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ketill Sigurjónsson, sem haldið hefur úti vefnum Orkublogginu, er hættur að tjá sig á þeim vettvangi. Hann ber við sig þrýsting frá Norðuráli, sem hann segir ekki lengur hægt að lifa við. Ketill sem rekur eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði orkumála segir, í því sem ætla má að verði hans síðasta færsla, að Norðurál hafi haft samband við fjármálafyrirtæki hér á landi og kvartað undan því að átt væri í viðskiptum við Ketil. Ketill hefur skrifað fjölda færslna um orkumál hér á landi undanfarin ár þar sem hann hefur fullyrt að íslensk stóriðja greiði almennt mun lægra verð fyrir orku en almennt viðgangist í helstu nágrannalöndum. „Það var svo í júní á liðnu ári, 2015, að einn af bankastjórunum í íslenska bankakerfinu hafði samband við mig. Og varaði mig við því að Norðurál væri að undirbúa herferð gegn mínum málflutningi. Og væri að reyna að ráða almannatengla til verksins. Og viðkomandi bætti við þessum skemmtilegu orðum: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“,“ segir Ketill á vefsvæði sínu. „Það fór reyndar svo að miðað við ruglukollana sem spruttu nú fram með áróðursskrif fyrir stóriðju og gegn sæstreng, virðist sem Norðuráli hafi gengið eitthvað illa að fá fagfólk til þess verks. Það er a.m.k. svo að ruglukollaskrifin sem þarna spruttu fram eru svo yfirfull af röngum upplýsingum og sleikjuskap við Norðurál og önnur álfyrirtæki, að það er stundum vandséð hvort þau eigi að flokka sem hlægilega vitleysu eða áróður,“ segir Ketill.Ætlar á alþjóðamarkaðKetill segist ekki lengur geta starfað á Íslandsmarkaði vegna þrýstings stórfyrirtækja. „Það er engu að síður svo að ég hef orðið sífellt meira var við það að bæði í orkugeiranum hér, fjármálageiranum og víðar þrífst víða mikil undirgefni gagnvart Norðuráli og öðrum stóriðjufyrirtækjum sem hér starfa. Enda eru þessi útlendu stóriðjufyrirtæki með mikla veltu og kaupa hér margvíslega þjónustu. Og það eitt og sér skapar þeim völd.“ „Hvað viðvíkur mér, þá er þarna um að ræða þvílíka yfirburðastöðu að einstaklingur getur ekki til lengdar verið í því hlutverki að upplýsa um hið sanna um viðskiptaumhverfi og starfsaðferðir þessara fyrirtækja. Þess vegna er nú svo komið að ég ætla að draga mig í hlé frá slíkri umfjöllun.“ Ketill hefur því ákveðið að beita sér alfarið að alþjóðlegri ráðgjöf á sviði orkumála. Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, sem haldið hefur úti vefnum Orkublogginu, er hættur að tjá sig á þeim vettvangi. Hann ber við sig þrýsting frá Norðuráli, sem hann segir ekki lengur hægt að lifa við. Ketill sem rekur eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði orkumála segir, í því sem ætla má að verði hans síðasta færsla, að Norðurál hafi haft samband við fjármálafyrirtæki hér á landi og kvartað undan því að átt væri í viðskiptum við Ketil. Ketill hefur skrifað fjölda færslna um orkumál hér á landi undanfarin ár þar sem hann hefur fullyrt að íslensk stóriðja greiði almennt mun lægra verð fyrir orku en almennt viðgangist í helstu nágrannalöndum. „Það var svo í júní á liðnu ári, 2015, að einn af bankastjórunum í íslenska bankakerfinu hafði samband við mig. Og varaði mig við því að Norðurál væri að undirbúa herferð gegn mínum málflutningi. Og væri að reyna að ráða almannatengla til verksins. Og viðkomandi bætti við þessum skemmtilegu orðum: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“,“ segir Ketill á vefsvæði sínu. „Það fór reyndar svo að miðað við ruglukollana sem spruttu nú fram með áróðursskrif fyrir stóriðju og gegn sæstreng, virðist sem Norðuráli hafi gengið eitthvað illa að fá fagfólk til þess verks. Það er a.m.k. svo að ruglukollaskrifin sem þarna spruttu fram eru svo yfirfull af röngum upplýsingum og sleikjuskap við Norðurál og önnur álfyrirtæki, að það er stundum vandséð hvort þau eigi að flokka sem hlægilega vitleysu eða áróður,“ segir Ketill.Ætlar á alþjóðamarkaðKetill segist ekki lengur geta starfað á Íslandsmarkaði vegna þrýstings stórfyrirtækja. „Það er engu að síður svo að ég hef orðið sífellt meira var við það að bæði í orkugeiranum hér, fjármálageiranum og víðar þrífst víða mikil undirgefni gagnvart Norðuráli og öðrum stóriðjufyrirtækjum sem hér starfa. Enda eru þessi útlendu stóriðjufyrirtæki með mikla veltu og kaupa hér margvíslega þjónustu. Og það eitt og sér skapar þeim völd.“ „Hvað viðvíkur mér, þá er þarna um að ræða þvílíka yfirburðastöðu að einstaklingur getur ekki til lengdar verið í því hlutverki að upplýsa um hið sanna um viðskiptaumhverfi og starfsaðferðir þessara fyrirtækja. Þess vegna er nú svo komið að ég ætla að draga mig í hlé frá slíkri umfjöllun.“ Ketill hefur því ákveðið að beita sér alfarið að alþjóðlegri ráðgjöf á sviði orkumála.
Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent