Viltu eignast metboltann hans Shouse? | Allur ágóðinn rennur til Langveikra barna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2016 19:00 Justin Shouse er stoðsendingakóngur úrvalsdeildarinnar. vísir Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, bætti stoðsendingametið í úrvalsdeildinni fyrr í vetur þegar hann gaf stoðsendingu númer 1.394 í leik á móti Grindavík. Boltinn hefur verið geymdur í myndveri sjónvarpsþáttarins Dominos-Körfuboltakvölds frá því í 16. umferð þegar Shouse bætti metið, en nú verður hann boðinn upp og ágóðinn rennur allur til góðs málefnis. „Síðast sá ég þennan bolta ekki í bestu kringumstæðunum eftir tap gegn Grindavík en afrekið var æðislegt fyrir mig og alla samherja mína og þjálfara á mínum ferli hér á Íslandi. Þetta hefur verið frábær ferð. Ég elska hvað þessi bolti táknar núna og að hann verði boðinn upp fyrir gott málefni“ segir Justin í samtali við Vísi. Shouse fékk sjálfur að velja hvað málefni nyti góðs af ágóðanum sem fæst fyrir boltann. Það eru Langveik börn sem fá allt sem safnast í uppboðinu. „Ég vinn í Alþjóðaskóla Íslands í Garðabæ þannig ég er í kringum börn allan daginn. Maður finnur til með börnum sem eru langveik, en við höfum verið með nokkur börn sem hafa átt í erfiðleikum með heilsuna í gegnum tíðina. Við ætlum því að leggja málefninu Langveik börn lið,“ segir Justin.Tilkynnt var um leið og Justin bætti metið að boltinn yrði á endanum boðið upp. Ónafngreindur aðili er búinn að hafa samband við Vísi og bjóða 100 þúsund krónur. Þeir sem vilja eignast boltann og styrkja langveik börn þurfa því að gera betur en það. „Það er ótrúlegt að heyra þetta. Þegar þetta var kynnt fyrir mér hafði ég ekki hugmynd um hversu miklu væri hægt að safna. Allur peningur væri frábær en að heyra 100 þúsund krónur kemur skemmtilega á óvart,“ segir Justin. „Til viðbótar við það ætla tveir bestu vinir mínir úr Stykkishólmi; Sveinn Davíðsson og Arnþór Pálsson, að gefa hæstbjóðanda 5.000 kr. gjafabréf á veitingastaðinn Skúrinn í Stykkishólmi,“ segir Justin Shouse. Úrslitin úr uppboðinu verða kunngjörð eftir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í úrslitakeppninni á föstudaginn, en Dominos-Körfuboltakvöld verður í beinni útsendingu frá Ásgarði. Ætlar Justin að sjá boltann aftur eftir tapleik? „Við búumst við að vinna leikinn. Við unnum allt tímabilið fyrir heimavallarrétti. Njarðvíkurliðið er gott og við vitum að heimavöllurinn á eftir að skipta máli. Okkur hlakkar til að fá stuðningsmennina okkar á fullt í Ásgarði og gefa okkur alla í þetta. Vonandi verða það svo strákarnir í bláu sem hafa betur,“ segir Justin Shouse.Þeir sem vilja leggja málefninu lið og eignast þennan sögulega bolta geta sent póst á korfuboltakvold@stod2.is. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32 Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, bætti stoðsendingametið í úrvalsdeildinni fyrr í vetur þegar hann gaf stoðsendingu númer 1.394 í leik á móti Grindavík. Boltinn hefur verið geymdur í myndveri sjónvarpsþáttarins Dominos-Körfuboltakvölds frá því í 16. umferð þegar Shouse bætti metið, en nú verður hann boðinn upp og ágóðinn rennur allur til góðs málefnis. „Síðast sá ég þennan bolta ekki í bestu kringumstæðunum eftir tap gegn Grindavík en afrekið var æðislegt fyrir mig og alla samherja mína og þjálfara á mínum ferli hér á Íslandi. Þetta hefur verið frábær ferð. Ég elska hvað þessi bolti táknar núna og að hann verði boðinn upp fyrir gott málefni“ segir Justin í samtali við Vísi. Shouse fékk sjálfur að velja hvað málefni nyti góðs af ágóðanum sem fæst fyrir boltann. Það eru Langveik börn sem fá allt sem safnast í uppboðinu. „Ég vinn í Alþjóðaskóla Íslands í Garðabæ þannig ég er í kringum börn allan daginn. Maður finnur til með börnum sem eru langveik, en við höfum verið með nokkur börn sem hafa átt í erfiðleikum með heilsuna í gegnum tíðina. Við ætlum því að leggja málefninu Langveik börn lið,“ segir Justin.Tilkynnt var um leið og Justin bætti metið að boltinn yrði á endanum boðið upp. Ónafngreindur aðili er búinn að hafa samband við Vísi og bjóða 100 þúsund krónur. Þeir sem vilja eignast boltann og styrkja langveik börn þurfa því að gera betur en það. „Það er ótrúlegt að heyra þetta. Þegar þetta var kynnt fyrir mér hafði ég ekki hugmynd um hversu miklu væri hægt að safna. Allur peningur væri frábær en að heyra 100 þúsund krónur kemur skemmtilega á óvart,“ segir Justin. „Til viðbótar við það ætla tveir bestu vinir mínir úr Stykkishólmi; Sveinn Davíðsson og Arnþór Pálsson, að gefa hæstbjóðanda 5.000 kr. gjafabréf á veitingastaðinn Skúrinn í Stykkishólmi,“ segir Justin Shouse. Úrslitin úr uppboðinu verða kunngjörð eftir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í úrslitakeppninni á föstudaginn, en Dominos-Körfuboltakvöld verður í beinni útsendingu frá Ásgarði. Ætlar Justin að sjá boltann aftur eftir tapleik? „Við búumst við að vinna leikinn. Við unnum allt tímabilið fyrir heimavallarrétti. Njarðvíkurliðið er gott og við vitum að heimavöllurinn á eftir að skipta máli. Okkur hlakkar til að fá stuðningsmennina okkar á fullt í Ásgarði og gefa okkur alla í þetta. Vonandi verða það svo strákarnir í bláu sem hafa betur,“ segir Justin Shouse.Þeir sem vilja leggja málefninu lið og eignast þennan sögulega bolta geta sent póst á korfuboltakvold@stod2.is.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32 Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32
Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti