Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 68-83 | Stjarnan náði fram oddaleik Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar 29. mars 2016 20:45 Stjarnan vann aftur í Ljónagryfjunni í kvöld og náði að knýja fram oddaleik eftir frábæran sigur, 83-68, á Njarðvík suður með sjó. Stjörnumenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiksins og þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður var staðan 12-12. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi og skoraði 10 stig í fyrsta leikhlutanum. Gestirnir voru ívið sterkari í fyrsta leikhlutanum og var staðan 23-19 eftir tíu mínútna leik. Stjörnumenn héldu áfram uppteknum hætti í öðrum leikhluta og náðu fljótalega átta stiga forskoti, 31-23. Sæmundur Valdimarsson átti aftur frábæra innkomu í lið Stjörnunnar hér í Ljónagryfjunni og setti hann niður sjö stig á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Njarðvíkingar voru í vandræðum með hann undir körfunni. Staðan í hálfleik var 40-33 í hálfleik og leikurinn galopinn. Í byrjun þriðja leikhluta hélst á svipaður munur á liðunum en Njarðvíkingar vöknuðu alltaf meira og meira til lífsins. Maður eins og Oddur Rúnar Kristjánsson reif sig í gang og raðaði niður körfunum þar til staðan var orðin 54-50 fyrir gestina úr Garðabæ. Þeir bláu einfaldlega neituðu að hleypa heimamönnum inn í þennan leik og var staðan 63-56 fyrir Stjörnuna fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar keyrðu heldur betur upp tempóið í upphafi fjórða leikhluta og var staðan allt í einu orðin 66-62. Stjörnumenn héldu áfram þrjóskunni og neituðu að gefa þumlung eftir. Þeir bláu voru allt í einu komnir tólf stigum yfir 75-63 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Sú forysta lagði gruninn að sigri Stjörnunnar í leiknum en leiknum lauk 83-68 fyrir þeim blálæddu. Það verður því oddaleikur í Ásgarði á fimmtudagskvöldið.Njarðvík-Stjarnan 62-66 (19-23, 14-17, 23-23, 6-3)Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 17/7 fráköst/5 stolnir, Oddur Rúnar Kristjánsson 15, Haukur Helgi Pálsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 17, Al'lonzo Coleman 10/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Sæmundur Valdimarsson 9/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Ágúst Angantýsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 4/5 fráköst. Friðrik: Þetta er bara staðan og við þurfum að mæta grimmir í næsta leikFriðrik messar hér yfir sínum mönnum.vísir/ernir„Þetta er hreinlega ekki alveg eins og við viljum hafa þetta, við viljum auðvitað verja okkar vígi, sem er heimavöllurinn,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Stjarnan mætti einfaldlega grimmari til leiks og þeir voru bara betri. Við náðum ekki almennilegum takti sóknarlega. Við vorum reynda að skapa ágætis skot en þau voru ekki að fara niður hjá okkur.Við hefðum kannski mátt vera áræðnari og hlaupa meira á þá.“ Friðrik segir að allir nema þeir Njarðvíkingar hafi væntanlega viljað oddaleik. „Það er bara staðan og við þurfum bara að fara yfir þennan leik og mætum grimmir í næsta leik.“ Hrafn: Þetta verður epískur oddaleikurHrafn var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.vísir/þórdís„Ég er ofboðslega ánægður með þennan leik en þetta er ekki smá pirrandi einvígi, við erum með tvö leiki sem eru nánast alveg eins heima hjá okkur og þeir líka hér í Ljónagryfjunni,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við erum að gera réttu hlutina í kvöld og ég bið til alls þess sem ég trúi ekkert á að við tökum þetta með okkur í næsta leik.“ Hrafn segir að frammistaða liðsins snúist ekkert um einhverja einstaklinga. „Við vorum að spila fínan fyrri hálfleik og vorum sjö stigum yfir þá. Við fórum eftir því sem við ætluðum okkur að gera og þá losnaði um leikmenn sem þeir eru ekki að fylgjast með.“ Hrafn segir að búast megi við epískum oddaleik. „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að taka þátt í svona oddaleikjum.“ Haukur Helgi: Ég spilaði eins og aumingiHaukur hefur átt betri leikivísir„Það klikkaði bara margt og mikið. Við vorum á hælunum og skotin ekki að detta,“ segir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, eftir leikinn. „Ég spilaði eins og aumingi en það er fínt að taka þetta út núna og þá er maður bara búinn með þetta.“ Haukur segir að heimavöllurinn eigi eftir að skila sér í næstu umferð. „Við höldum núna bara áfram að vinna útileikina og mætum bara vitlausir í Ásgarð. Sýnum okkar rétta andlit sem við höfum ekki verið að gera hér.“ Hann segir að liðið þurfi að sýna betri varnarleik þá en í kvöld. Tómas Heiðar: Kannski væri betra að spila oddaleikinn hér„Ég var að finna mig vel í kvöld eins og liðið allt saman,“ segir Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Stjörnunnar, sem gerði tuttugu stig í kvöld. „Við lögðum upp með að gíra okkur betur upp andlega og mæta almennilega til leiks. Við höfum ekki gert það hingað til í þessu einvígi.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað ganga frá þessum leik og hugsað að þeir hafi átt sigurinn skilið. „Kannski væri bara allt í lagi að fá að spila oddaleikinn hér í þessum húsi en við þurfum að sýna okkar fólki að við getum átt einn góðan leik á heimavelli.“ Hann segir að liðið þurfi samt sem áður að mæta mun grimmara til leiks í oddaleiknum. „Það er það eina sem við stjórnum, hvernig við mætum til leiks. Annað fer bara eftir utanaðkomandi þáttum eins og dómurunum og eitthvað sem við ráðum ekki við. Við mætum eins vel andlega stilltir eins og í kvöld.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Stjarnan vann aftur í Ljónagryfjunni í kvöld og náði að knýja fram oddaleik eftir frábæran sigur, 83-68, á Njarðvík suður með sjó. Stjörnumenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiksins og þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður var staðan 12-12. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi og skoraði 10 stig í fyrsta leikhlutanum. Gestirnir voru ívið sterkari í fyrsta leikhlutanum og var staðan 23-19 eftir tíu mínútna leik. Stjörnumenn héldu áfram uppteknum hætti í öðrum leikhluta og náðu fljótalega átta stiga forskoti, 31-23. Sæmundur Valdimarsson átti aftur frábæra innkomu í lið Stjörnunnar hér í Ljónagryfjunni og setti hann niður sjö stig á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Njarðvíkingar voru í vandræðum með hann undir körfunni. Staðan í hálfleik var 40-33 í hálfleik og leikurinn galopinn. Í byrjun þriðja leikhluta hélst á svipaður munur á liðunum en Njarðvíkingar vöknuðu alltaf meira og meira til lífsins. Maður eins og Oddur Rúnar Kristjánsson reif sig í gang og raðaði niður körfunum þar til staðan var orðin 54-50 fyrir gestina úr Garðabæ. Þeir bláu einfaldlega neituðu að hleypa heimamönnum inn í þennan leik og var staðan 63-56 fyrir Stjörnuna fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar keyrðu heldur betur upp tempóið í upphafi fjórða leikhluta og var staðan allt í einu orðin 66-62. Stjörnumenn héldu áfram þrjóskunni og neituðu að gefa þumlung eftir. Þeir bláu voru allt í einu komnir tólf stigum yfir 75-63 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Sú forysta lagði gruninn að sigri Stjörnunnar í leiknum en leiknum lauk 83-68 fyrir þeim blálæddu. Það verður því oddaleikur í Ásgarði á fimmtudagskvöldið.Njarðvík-Stjarnan 62-66 (19-23, 14-17, 23-23, 6-3)Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 17/7 fráköst/5 stolnir, Oddur Rúnar Kristjánsson 15, Haukur Helgi Pálsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 17, Al'lonzo Coleman 10/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Sæmundur Valdimarsson 9/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Ágúst Angantýsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 4/5 fráköst. Friðrik: Þetta er bara staðan og við þurfum að mæta grimmir í næsta leikFriðrik messar hér yfir sínum mönnum.vísir/ernir„Þetta er hreinlega ekki alveg eins og við viljum hafa þetta, við viljum auðvitað verja okkar vígi, sem er heimavöllurinn,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Stjarnan mætti einfaldlega grimmari til leiks og þeir voru bara betri. Við náðum ekki almennilegum takti sóknarlega. Við vorum reynda að skapa ágætis skot en þau voru ekki að fara niður hjá okkur.Við hefðum kannski mátt vera áræðnari og hlaupa meira á þá.“ Friðrik segir að allir nema þeir Njarðvíkingar hafi væntanlega viljað oddaleik. „Það er bara staðan og við þurfum bara að fara yfir þennan leik og mætum grimmir í næsta leik.“ Hrafn: Þetta verður epískur oddaleikurHrafn var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.vísir/þórdís„Ég er ofboðslega ánægður með þennan leik en þetta er ekki smá pirrandi einvígi, við erum með tvö leiki sem eru nánast alveg eins heima hjá okkur og þeir líka hér í Ljónagryfjunni,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við erum að gera réttu hlutina í kvöld og ég bið til alls þess sem ég trúi ekkert á að við tökum þetta með okkur í næsta leik.“ Hrafn segir að frammistaða liðsins snúist ekkert um einhverja einstaklinga. „Við vorum að spila fínan fyrri hálfleik og vorum sjö stigum yfir þá. Við fórum eftir því sem við ætluðum okkur að gera og þá losnaði um leikmenn sem þeir eru ekki að fylgjast með.“ Hrafn segir að búast megi við epískum oddaleik. „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að taka þátt í svona oddaleikjum.“ Haukur Helgi: Ég spilaði eins og aumingiHaukur hefur átt betri leikivísir„Það klikkaði bara margt og mikið. Við vorum á hælunum og skotin ekki að detta,“ segir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, eftir leikinn. „Ég spilaði eins og aumingi en það er fínt að taka þetta út núna og þá er maður bara búinn með þetta.“ Haukur segir að heimavöllurinn eigi eftir að skila sér í næstu umferð. „Við höldum núna bara áfram að vinna útileikina og mætum bara vitlausir í Ásgarð. Sýnum okkar rétta andlit sem við höfum ekki verið að gera hér.“ Hann segir að liðið þurfi að sýna betri varnarleik þá en í kvöld. Tómas Heiðar: Kannski væri betra að spila oddaleikinn hér„Ég var að finna mig vel í kvöld eins og liðið allt saman,“ segir Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Stjörnunnar, sem gerði tuttugu stig í kvöld. „Við lögðum upp með að gíra okkur betur upp andlega og mæta almennilega til leiks. Við höfum ekki gert það hingað til í þessu einvígi.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað ganga frá þessum leik og hugsað að þeir hafi átt sigurinn skilið. „Kannski væri bara allt í lagi að fá að spila oddaleikinn hér í þessum húsi en við þurfum að sýna okkar fólki að við getum átt einn góðan leik á heimavelli.“ Hann segir að liðið þurfi samt sem áður að mæta mun grimmara til leiks í oddaleiknum. „Það er það eina sem við stjórnum, hvernig við mætum til leiks. Annað fer bara eftir utanaðkomandi þáttum eins og dómurunum og eitthvað sem við ráðum ekki við. Við mætum eins vel andlega stilltir eins og í kvöld.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn