Gott að vera barnafjölskylda í Brussel Una Sighvatsdóttir skrifar 28. mars 2016 19:00 Síðan Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson fluttu til Brussel fyrir þremur árum hefur ásýnd borgarinnar breyst töluvert með auknu viðbúnaðarstigi, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra. Þegar sprengjurnar sprungu á þriðjudaginn fór því vel undirbúið viðbragðskerfi í gang bæði í vinnu og skóla. „Við hringdum strax í hvort annað, við Andrés,“ segir Rúna aðspurð hvernig það hafi verið að vita af fjölskyldunni sitt í hverju hverfi borgarinnar þegar fregnir bárust af hryðjuverkum. „Svo heyrðum við að best væri að leyfa börnunum að vera áfram í skólunum og okkur starfsmönnum Evrópusambandsins var sagt að halda okkur á skrifstofunni, því það væri öruggasti staðurinn til að vera á. Svo bara leið dagurinn og maður beið óþreyjufullur eftir að komast aftur heim og hittast.“Fimm ára teiknaði mynd af hryðjuverkamönnunum Þótt börnin séu ung skynja þau vel að spenna liggi í loftinu. Halldór, sem er fimm ára, tjáði upplifun sína daginn sem sprengjurnar sprungu með því að teikna hryðjuverkamenn sem gætu splundrað heiminum. Andrés Ingi segir að yngri systir Halldórs, Ragna, sé fullung til að skilja almennilega hvað hafi verið að gerast. „En Halldór hefur alveg fylgst með þessu alveg frá því í nóvember og við segjum honum allt sem hann þarf að vita.“ Sjálfur segir Halldór frá því að krökkunum í skólanum hafi verið sagt að þau yrðu öll sótt snemma og á sama tíma út af hryðjuverkum í borginni. „Ég var ekkert hræddur en en það voru þrjátíu sem dóu. Fullorðnir,“ segir Halldór.Aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar Þrátt fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn segja þau gott að vera barnafjölskylda í Brussel og vona að áhrifin á samfélagið verði ekki of djúpstæð. „Brusselbúar eru mjög vanir því að búa í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og ber virðingu fyrir hvert öðru og ég hef trú á því að það haldist þannig,“ segir Rúna. „Maður er náttúrulega aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar og okkur líður mjög vel í Brussel. Þannig að við höldum bara áfram að gera það besta úr hlutunum og láta okkur líða vel.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Síðan Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson fluttu til Brussel fyrir þremur árum hefur ásýnd borgarinnar breyst töluvert með auknu viðbúnaðarstigi, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra. Þegar sprengjurnar sprungu á þriðjudaginn fór því vel undirbúið viðbragðskerfi í gang bæði í vinnu og skóla. „Við hringdum strax í hvort annað, við Andrés,“ segir Rúna aðspurð hvernig það hafi verið að vita af fjölskyldunni sitt í hverju hverfi borgarinnar þegar fregnir bárust af hryðjuverkum. „Svo heyrðum við að best væri að leyfa börnunum að vera áfram í skólunum og okkur starfsmönnum Evrópusambandsins var sagt að halda okkur á skrifstofunni, því það væri öruggasti staðurinn til að vera á. Svo bara leið dagurinn og maður beið óþreyjufullur eftir að komast aftur heim og hittast.“Fimm ára teiknaði mynd af hryðjuverkamönnunum Þótt börnin séu ung skynja þau vel að spenna liggi í loftinu. Halldór, sem er fimm ára, tjáði upplifun sína daginn sem sprengjurnar sprungu með því að teikna hryðjuverkamenn sem gætu splundrað heiminum. Andrés Ingi segir að yngri systir Halldórs, Ragna, sé fullung til að skilja almennilega hvað hafi verið að gerast. „En Halldór hefur alveg fylgst með þessu alveg frá því í nóvember og við segjum honum allt sem hann þarf að vita.“ Sjálfur segir Halldór frá því að krökkunum í skólanum hafi verið sagt að þau yrðu öll sótt snemma og á sama tíma út af hryðjuverkum í borginni. „Ég var ekkert hræddur en en það voru þrjátíu sem dóu. Fullorðnir,“ segir Halldór.Aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar Þrátt fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn segja þau gott að vera barnafjölskylda í Brussel og vona að áhrifin á samfélagið verði ekki of djúpstæð. „Brusselbúar eru mjög vanir því að búa í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og ber virðingu fyrir hvert öðru og ég hef trú á því að það haldist þannig,“ segir Rúna. „Maður er náttúrulega aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar og okkur líður mjög vel í Brussel. Þannig að við höldum bara áfram að gera það besta úr hlutunum og láta okkur líða vel.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00
Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36
Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37
Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47