„Aníta vill berjast um verðlaun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2016 06:00 Aníta Hinriksdóttir náði fimmta sætinu en vildi komast á verðlaunapall. vísir/epa Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær.Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur með árangurinn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaupara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Fréttablaðið ekki tali af henni í gærkvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn.Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mínútum. Bronsið féll svo í skaut Margaret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mínútum en fyrstu fjórar í hlaupinu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. Aníta hefði því þurft að stórbæta Íslandsmet sitt upp á 2:01,56 mínútur til að komast á pall í Portland í gærkvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í baráttunni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57 Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær.Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur með árangurinn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaupara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Fréttablaðið ekki tali af henni í gærkvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn.Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mínútum. Bronsið féll svo í skaut Margaret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mínútum en fyrstu fjórar í hlaupinu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. Aníta hefði því þurft að stórbæta Íslandsmet sitt upp á 2:01,56 mínútur til að komast á pall í Portland í gærkvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í baráttunni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57 Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sjá meira
Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57
Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30