Þýðir ekkert að toppa í nóvember Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2016 06:00 Pétur Rúnar Birgisson. Vísir/Anton Lið Tindastóls virðist vera að toppa á réttum tíma eftir erfitt gengi framan af vetri. Stólarnir hafa unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og á mánudagskvöldið slógu þeir Keflavík úr leik í átta liða úrslitum. Leikurinn fór fram í Síkinu, heimavelli Tindastóls, og voru heimamenn miklu sterkari aðilinn og náðu mest 42 stiga forystu. Á endanum munaði 30 stigum á liðunum, 98-68. „Frábær vörn af okkar hálfu, við stigum varla feilspor í vörninni,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, aðspurður hvað hefði skilað sigrinum á Keflavík. Stólarnir hafa nú unnið tíu af ellefu síðustu leikjum sínum og eru til alls líklegir í framhaldinu. Þessi upprisa Stólanna helst að miklu leyti í hendur við bætta spilamennsku Péturs Rúnars en þessi tvítugi strákur var öflugur í lokaleikjunum í deildarkeppninni og hefur svo haldið uppteknum hætti í úrslitakeppninni. Í einvíginu við Keflavík skilaði Pétur 13,5 stigum að meðaltali í leik, 4,5 fráköstum og 6,0 stoðsendingum. Til samanburðar var hann með 9,6 stig, 3,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í deildarkeppninni.Gaman að spila fyrir þá „Þetta er langt tímabil, það þýðir ekkert að toppa í nóvember. Maður verður að gera það á réttum tíma,“ sagði Pétur sem finnst greinilega gott að spila undir stjórn spænskra þjálfara. Þegar hann sló í gegn í fyrra var Spánverjinn Israel Martin við stjórnvölinn hjá Tindastóli og eftir sex umferðir í Domino’s-deildinni í ár tók landi hans og félagi, José Costa, við. „Það er vonandi að ég geti fundið mig undir stjórn annarra þjálfara,“ sagði Pétur og skellti upp úr. „En þetta eru frábærir þjálfarar og það er gaman að spila fyrir þá.“ Hann lætur vel af störfum Costa og segir hann hafa komið með sjálfstraust aftur í lið Stólanna. „Þetta tímabil er búið að vera svolítill rússíbani,“ sagði Pétur. „Andinn í liðinu breyttist. Menn vissu ekki alveg á hvaða leið við vorum í byrjun tímabils og þetta var hálf sjokkerandi. Í fyrra og hitteðfyrra unnum við flest alla leiki sem við spiluðum en svo vorum við allt í einu farnir að tapa og maður fann sjálfstraustið fara smátt og smátt. Ég held að hann [Costa] hafi komið sjálfstrausti aftur í liðið.“Óvanir þessum hugsunarhætti Umræddur Costa tók við starfinu af Finnanum Pieti Poikola sem stýrði Stólunum aðeins í fjórum leikjum áður en hann var látinn taka pokann sinn. Takmörkuð ánægja var með störf Poikola en leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að aðlagast áherslum hans. „Þetta var bara öðruvísi leikur. Hann vildi nánast láta alla tólf á skýrslu spila í 1. leikhluta og enginn mátti spila í meira en fimm mínútur í einu. Þetta er hugsunarháttur sem við Íslendingar erum ekkert vanir,“ sagði Pétur en þegar Poikola var við stjórnvölinn minnti varamannabekkur Tindastóls á umferðarmiðstöð; menn komu og fóru og komu svo aftur inn á. „Ég held að hann sé samt ekkert lélegur þjálfari en þetta virkaði bara ekki fyrir okkur,“ sagði Pétur og bætti því við að leikmenn Tindastóls hafi reynt að ræða við Poikola um að koma til móts við þá en komið að lokuðum dyrum. Stólarnir spiluðu sem áður sagði gríðarlega vel í fjórða leiknum gegn Keflavík. Leikur þrjú á skírdag var ekki jafn góður og tapaðist en á leiðinni heim í Skagafjörðinn komust Pétur og samherji hans og vinur, Viðar Ágústsson, heldur betur í hann krappan er þeir lentu í bílveltu á Holtavörðuheiðinni.Vísir/AntonHeppnir að ekki fór verr „Við vorum heppnir að ekki fór verr,“ sagði Pétur en þeir félagar, auk systur Viðars og unnustu, sluppu ótrúlega vel. „Það var búið að vera gott veður um daginn og við gerðum ekki ráð fyrir hálkunni. Þetta er eftir stóru beygjuna á Holtavörðuheiðinni, þá kemur önnur beygja aflíðandi og þar misstum við bílinn út af og hann valt tvisvar eða svo.“ Eins og áður sagði sluppu þau ótrúlega vel en Pétur viðurkennir að þetta hafi verið óþægileg lífsreynsla. „Þetta var sjokk, maður hefur aldrei lent í neinu svona áður. Sjokkið hefði samt verið meira ef einhver hefði meiðst,“ sagði Pétur en bílveltan virtist ekki hafa mikil áhrif á þá Viðar í leiknum á Króknum á mánudagskvöldið. „Ég var mjög heppinn og fann nánast ekki fyrir neinu eftir þetta. Ég fékk aðeins í hægra herðablaðið en var orðinn góður eftir 2-3 daga. Verkurinn ágerðist ekkert. Viðar var aðeins stífur í bakinu en er held ég orðinn góður.“ Það ræðst í kvöld, eftir oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur, hvort Stólarnir mæta KR eða Haukum í undanúrslitunum. Pétur og félagar mættu báðum þessum liðum í úrslitakeppninni í fyrra; slógu Hauka út í undanúrslitunum en töpuðu svo fyrir KR í úrslitaeinvíginu. Þangað ætla Stólarnir sér annað árið í röð. „Það er stefnan. Það var svo gaman í fyrra að okkur langar aftur,“ sagði Pétur Rúnar að endingu. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Lið Tindastóls virðist vera að toppa á réttum tíma eftir erfitt gengi framan af vetri. Stólarnir hafa unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og á mánudagskvöldið slógu þeir Keflavík úr leik í átta liða úrslitum. Leikurinn fór fram í Síkinu, heimavelli Tindastóls, og voru heimamenn miklu sterkari aðilinn og náðu mest 42 stiga forystu. Á endanum munaði 30 stigum á liðunum, 98-68. „Frábær vörn af okkar hálfu, við stigum varla feilspor í vörninni,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, aðspurður hvað hefði skilað sigrinum á Keflavík. Stólarnir hafa nú unnið tíu af ellefu síðustu leikjum sínum og eru til alls líklegir í framhaldinu. Þessi upprisa Stólanna helst að miklu leyti í hendur við bætta spilamennsku Péturs Rúnars en þessi tvítugi strákur var öflugur í lokaleikjunum í deildarkeppninni og hefur svo haldið uppteknum hætti í úrslitakeppninni. Í einvíginu við Keflavík skilaði Pétur 13,5 stigum að meðaltali í leik, 4,5 fráköstum og 6,0 stoðsendingum. Til samanburðar var hann með 9,6 stig, 3,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í deildarkeppninni.Gaman að spila fyrir þá „Þetta er langt tímabil, það þýðir ekkert að toppa í nóvember. Maður verður að gera það á réttum tíma,“ sagði Pétur sem finnst greinilega gott að spila undir stjórn spænskra þjálfara. Þegar hann sló í gegn í fyrra var Spánverjinn Israel Martin við stjórnvölinn hjá Tindastóli og eftir sex umferðir í Domino’s-deildinni í ár tók landi hans og félagi, José Costa, við. „Það er vonandi að ég geti fundið mig undir stjórn annarra þjálfara,“ sagði Pétur og skellti upp úr. „En þetta eru frábærir þjálfarar og það er gaman að spila fyrir þá.“ Hann lætur vel af störfum Costa og segir hann hafa komið með sjálfstraust aftur í lið Stólanna. „Þetta tímabil er búið að vera svolítill rússíbani,“ sagði Pétur. „Andinn í liðinu breyttist. Menn vissu ekki alveg á hvaða leið við vorum í byrjun tímabils og þetta var hálf sjokkerandi. Í fyrra og hitteðfyrra unnum við flest alla leiki sem við spiluðum en svo vorum við allt í einu farnir að tapa og maður fann sjálfstraustið fara smátt og smátt. Ég held að hann [Costa] hafi komið sjálfstrausti aftur í liðið.“Óvanir þessum hugsunarhætti Umræddur Costa tók við starfinu af Finnanum Pieti Poikola sem stýrði Stólunum aðeins í fjórum leikjum áður en hann var látinn taka pokann sinn. Takmörkuð ánægja var með störf Poikola en leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að aðlagast áherslum hans. „Þetta var bara öðruvísi leikur. Hann vildi nánast láta alla tólf á skýrslu spila í 1. leikhluta og enginn mátti spila í meira en fimm mínútur í einu. Þetta er hugsunarháttur sem við Íslendingar erum ekkert vanir,“ sagði Pétur en þegar Poikola var við stjórnvölinn minnti varamannabekkur Tindastóls á umferðarmiðstöð; menn komu og fóru og komu svo aftur inn á. „Ég held að hann sé samt ekkert lélegur þjálfari en þetta virkaði bara ekki fyrir okkur,“ sagði Pétur og bætti því við að leikmenn Tindastóls hafi reynt að ræða við Poikola um að koma til móts við þá en komið að lokuðum dyrum. Stólarnir spiluðu sem áður sagði gríðarlega vel í fjórða leiknum gegn Keflavík. Leikur þrjú á skírdag var ekki jafn góður og tapaðist en á leiðinni heim í Skagafjörðinn komust Pétur og samherji hans og vinur, Viðar Ágústsson, heldur betur í hann krappan er þeir lentu í bílveltu á Holtavörðuheiðinni.Vísir/AntonHeppnir að ekki fór verr „Við vorum heppnir að ekki fór verr,“ sagði Pétur en þeir félagar, auk systur Viðars og unnustu, sluppu ótrúlega vel. „Það var búið að vera gott veður um daginn og við gerðum ekki ráð fyrir hálkunni. Þetta er eftir stóru beygjuna á Holtavörðuheiðinni, þá kemur önnur beygja aflíðandi og þar misstum við bílinn út af og hann valt tvisvar eða svo.“ Eins og áður sagði sluppu þau ótrúlega vel en Pétur viðurkennir að þetta hafi verið óþægileg lífsreynsla. „Þetta var sjokk, maður hefur aldrei lent í neinu svona áður. Sjokkið hefði samt verið meira ef einhver hefði meiðst,“ sagði Pétur en bílveltan virtist ekki hafa mikil áhrif á þá Viðar í leiknum á Króknum á mánudagskvöldið. „Ég var mjög heppinn og fann nánast ekki fyrir neinu eftir þetta. Ég fékk aðeins í hægra herðablaðið en var orðinn góður eftir 2-3 daga. Verkurinn ágerðist ekkert. Viðar var aðeins stífur í bakinu en er held ég orðinn góður.“ Það ræðst í kvöld, eftir oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur, hvort Stólarnir mæta KR eða Haukum í undanúrslitunum. Pétur og félagar mættu báðum þessum liðum í úrslitakeppninni í fyrra; slógu Hauka út í undanúrslitunum en töpuðu svo fyrir KR í úrslitaeinvíginu. Þangað ætla Stólarnir sér annað árið í röð. „Það er stefnan. Það var svo gaman í fyrra að okkur langar aftur,“ sagði Pétur Rúnar að endingu.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn