Sigmundur aftur á hliðarlínuna Sveinn Arnarsson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsonar er skipuð jafnmörgum konum og körlum. Á myndina vantar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sinnar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröppunum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkisstjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráðherra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýðveldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boðaði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórnarandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sinnar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröppunum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkisstjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráðherra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýðveldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boðaði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórnarandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?