Sigmundur segir ekki eðlilegt að setið sé á upplýsingum um skattaskjólseignir Birgir Olgeirsson skrifar 7. apríl 2016 17:04 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur gríðarlega mikilvægt að allar þær upplýsingar sem eru til um aflandseignir Íslendinga verði gerðar opinberar sem fyrst til að draga úr tortryggni og efa í samfélaginu. Þetta sagði Sigmundur Davíð í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann sagði ekki eðlilegt að sitja á þessum upplýsingum og nota þær til að skrifa einhverja sögu eða mjatla þeim smám saman út. Að mati Sigmundur þarf að birta upplýsingar allar í einu til að hægt sjá hverjir hafa staðið í skilum. Þannig verður tortryggni og efa eytt í samfélaginu að hans mati og hægt verður að hefja uppbygginguna.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirHefur áhyggjur af umræðunni Sigmundur Davíð sagðist vera áhyggjufullur yfir því hvernig umræðan í samfélaginu sé að þróast. Hann sé ýmsu vanur en eigi erfitt með að horfa upp á hvernig ráðist sé að hans mati á ættingja stjórnmálamanna með takmarkalausri grimmd og ósannsögli. Sagði hann íslensku þjóðina standa vel að vígi í dag en óttast hvað muni gerast ef hún lendir í alvarlegri krísu. „Hvernig verður þetta ástand þá? Maður spyr sig og þetta veldur manni áhyggjum.“Erfiðara að vera maki stjórnmálamanns Sagði hann það vera miklu erfiðara hlutverk að vera maki stjórnmálamanns heldur en stjórnmálamaður. Stjórnmálamaður vinni við að vera í slagnum en makinn getur orðið saklaust fórnarlamb hernaðaraðgerða, sem hann kallaði í óeiginlegri merkingu. Umræðan síðustu vikur hefur að stærstum hluta snúist um aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Félagið var að finna í Panamagögnunum en þar kom í ljós að það var í upphafi skráð bæði á Sigmund Davíð og Önnu Sigurlaugu þar til Sigmundur seldi helmingshlut sinn til eiginkonu sinnar fyrir einn Bandaríkjadollar.Lilja Alfreðsdóttir ræddi lítið við blaðamenn þegar hún kom á Bessastaði í dag. Vísir/Anton BrinkVelti fyrir sér ef um konu væri að ræða Sagðist Sigmundur hafa velt því fyrir sér hvort umræðan hefði verið eins ef um væri að ræða konu í stjórnmálum og hún ætti vel stæðan karl og hvort ætlaði að hlutast til um það hvernig karlinn færi með sitt fé. Hann sagðist ætla að beita sér fyrir því að allir muni standa skil á sínu í samfélaginu. Hann sagðist sérstaklega stoltur af eiginkonu sinni sem hafi verið eitilhörð á því að vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins og ekki viljað spara krónu frá því.Trúir ekki öðru en afnám verðtryggingar verði haldið áfram Spurður út í málefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar og að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki minnst á afnám verðtryggingarinnar þegar þeir ræddu við blaðamenn í Alþingishúsinu í gærkvöldi, sagðist Sigmundur ekki geta ímyndað sér annað en að menn ætli sér að klára það mál. Afnám verðtryggingarinnar hafi verið rædd þegar þessi ríkisstjórn var mynduð og að hann hafi lagt ofuráherslu á það. Vinnan við afnám er að hans sögn komin á góðan rekspöl þar sem búið sé að taka stærri skref en áformað var samkvæmt tillögum sem samþykktar voru af ríkisstjórn.Segir Lilju lausnamiðaða og drífandi Spurður út í nýjan utanríkisráðherra, Lilju Alfreðsdóttir, sagði Sigmundur hana vera með gríðarlega umfangsmikla og góða þekkingu á alþjóðamálum. Hún sé vel að sér í samskiptum ríkja, sérstaklega hvað varðar efnahagsmál. Sagðist Sigmundur hafa í stjórnmálatíð sinni ávallt reynt að hafa með sér til ráðgjafar og aðstoðar fólk sem er hvað færast á sínu sviði. Klárt fólk, útsjónarsamt, lausnamiða og drífandi. „Lilja Alfreðsdóttir sameinar það allt,“ sagði Sigmundur sem fagnaði því að hún væri með formlegum hætti komin í þjónustu þjóðarinnar. Panama-skjölin Tengdar fréttir Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum "Hann mun hata mig allt sitt líf,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson. 7. apríl 2016 14:51 Ætla ekki að birta öll Panamaskjölin Segja hluta þeirra ekki eiga erindi við almenning. 7. apríl 2016 14:30 Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. 7. apríl 2016 09:59 Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur gríðarlega mikilvægt að allar þær upplýsingar sem eru til um aflandseignir Íslendinga verði gerðar opinberar sem fyrst til að draga úr tortryggni og efa í samfélaginu. Þetta sagði Sigmundur Davíð í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann sagði ekki eðlilegt að sitja á þessum upplýsingum og nota þær til að skrifa einhverja sögu eða mjatla þeim smám saman út. Að mati Sigmundur þarf að birta upplýsingar allar í einu til að hægt sjá hverjir hafa staðið í skilum. Þannig verður tortryggni og efa eytt í samfélaginu að hans mati og hægt verður að hefja uppbygginguna.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirHefur áhyggjur af umræðunni Sigmundur Davíð sagðist vera áhyggjufullur yfir því hvernig umræðan í samfélaginu sé að þróast. Hann sé ýmsu vanur en eigi erfitt með að horfa upp á hvernig ráðist sé að hans mati á ættingja stjórnmálamanna með takmarkalausri grimmd og ósannsögli. Sagði hann íslensku þjóðina standa vel að vígi í dag en óttast hvað muni gerast ef hún lendir í alvarlegri krísu. „Hvernig verður þetta ástand þá? Maður spyr sig og þetta veldur manni áhyggjum.“Erfiðara að vera maki stjórnmálamanns Sagði hann það vera miklu erfiðara hlutverk að vera maki stjórnmálamanns heldur en stjórnmálamaður. Stjórnmálamaður vinni við að vera í slagnum en makinn getur orðið saklaust fórnarlamb hernaðaraðgerða, sem hann kallaði í óeiginlegri merkingu. Umræðan síðustu vikur hefur að stærstum hluta snúist um aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Félagið var að finna í Panamagögnunum en þar kom í ljós að það var í upphafi skráð bæði á Sigmund Davíð og Önnu Sigurlaugu þar til Sigmundur seldi helmingshlut sinn til eiginkonu sinnar fyrir einn Bandaríkjadollar.Lilja Alfreðsdóttir ræddi lítið við blaðamenn þegar hún kom á Bessastaði í dag. Vísir/Anton BrinkVelti fyrir sér ef um konu væri að ræða Sagðist Sigmundur hafa velt því fyrir sér hvort umræðan hefði verið eins ef um væri að ræða konu í stjórnmálum og hún ætti vel stæðan karl og hvort ætlaði að hlutast til um það hvernig karlinn færi með sitt fé. Hann sagðist ætla að beita sér fyrir því að allir muni standa skil á sínu í samfélaginu. Hann sagðist sérstaklega stoltur af eiginkonu sinni sem hafi verið eitilhörð á því að vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins og ekki viljað spara krónu frá því.Trúir ekki öðru en afnám verðtryggingar verði haldið áfram Spurður út í málefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar og að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki minnst á afnám verðtryggingarinnar þegar þeir ræddu við blaðamenn í Alþingishúsinu í gærkvöldi, sagðist Sigmundur ekki geta ímyndað sér annað en að menn ætli sér að klára það mál. Afnám verðtryggingarinnar hafi verið rædd þegar þessi ríkisstjórn var mynduð og að hann hafi lagt ofuráherslu á það. Vinnan við afnám er að hans sögn komin á góðan rekspöl þar sem búið sé að taka stærri skref en áformað var samkvæmt tillögum sem samþykktar voru af ríkisstjórn.Segir Lilju lausnamiðaða og drífandi Spurður út í nýjan utanríkisráðherra, Lilju Alfreðsdóttir, sagði Sigmundur hana vera með gríðarlega umfangsmikla og góða þekkingu á alþjóðamálum. Hún sé vel að sér í samskiptum ríkja, sérstaklega hvað varðar efnahagsmál. Sagðist Sigmundur hafa í stjórnmálatíð sinni ávallt reynt að hafa með sér til ráðgjafar og aðstoðar fólk sem er hvað færast á sínu sviði. Klárt fólk, útsjónarsamt, lausnamiða og drífandi. „Lilja Alfreðsdóttir sameinar það allt,“ sagði Sigmundur sem fagnaði því að hún væri með formlegum hætti komin í þjónustu þjóðarinnar.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum "Hann mun hata mig allt sitt líf,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson. 7. apríl 2016 14:51 Ætla ekki að birta öll Panamaskjölin Segja hluta þeirra ekki eiga erindi við almenning. 7. apríl 2016 14:30 Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. 7. apríl 2016 09:59 Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum "Hann mun hata mig allt sitt líf,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson. 7. apríl 2016 14:51
Ætla ekki að birta öll Panamaskjölin Segja hluta þeirra ekki eiga erindi við almenning. 7. apríl 2016 14:30
Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. 7. apríl 2016 09:59
Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02