Uppgjörið heldur áfram Martha Árnadóttir skrifar 6. apríl 2016 11:00 Það er hálf asnalegt að stinga niður penna þessa dagana án þess að minnast á þá krísu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálunum. Krísan er stór, hún er ekki lagatæknileg, hún er ekki samsæri, hún er ekki misskilningur, hún er ekki per_sónuleg og það sér ekki fyrir endann á henni. Í náttúrunni er það þannig að stórum skjálftum fylgja oft fjölmargir minni skjálftar sem gjarnan eru kallaðir eftirskjálftar. Mikill ótti og kvíði fylgir oft eftirskjálftum því fólk er enn þá í sjokki og stóri skjálftinn enn í fersku minni, fólk býst við hinu versta. Viðbrögðin eru auðvitað eftir því, fólk verður ofsahrætt sem brýst út í mikilli reiði, sem aftur getur orðið orka sem kemur hlutum á hreyfingu, fólk fer að berjast fyrir því að komast í skjól, finna aðrar manneskjur til að taka höndum saman með og hjálpast að. Góð samfélög skipuleggja sig þannig að þau hafa ákveðna ferla sem fara í gang í stórum náttúruhamförum eins og jarðskjálftum – á Íslandi eru þetta Almannavarnir ríkisins. En hvað er til ráða þegar hamfarir verða á hinu pólitíska sviði? Á Íslandi höfum við afar veika ferla sem segja til um hvernig við getum tekið skaðvald út fyrir sviga og sett hann í hlé, hann ræður því sjálfur hvort eða hvenær hann víkur af sviðinu. Hefðin vinnur heldur ekki með okkur þarna. Á Íslandi er það líka þannig að þingið, sem formlega er sá aðili sem getur tekið skaðvaldinn, ef hann er ráðherra eins og við glímum við núna, út fyrir sviga, er yfirleitt í gíslingu skaðvaldsins og hans meðreiðarsveina og -meyja sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en Austurvöllur brennur. Við erum stödd í miðjum eftirskjálfta eftir stóra skjálftann 2008, það er enn þá gríðarleg spenna sem þarf að losna til að fólk treysti því að skjálftahrinan sé gengin yfir. Krísan snýst ekki um peningana hans SDG eða hvað hann sagði eða lét ósagt, krísan er partur af stóru uppgjöri sem þarf að klárast og á meðan því er ólokið þá skelfur jörðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hálf asnalegt að stinga niður penna þessa dagana án þess að minnast á þá krísu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálunum. Krísan er stór, hún er ekki lagatæknileg, hún er ekki samsæri, hún er ekki misskilningur, hún er ekki per_sónuleg og það sér ekki fyrir endann á henni. Í náttúrunni er það þannig að stórum skjálftum fylgja oft fjölmargir minni skjálftar sem gjarnan eru kallaðir eftirskjálftar. Mikill ótti og kvíði fylgir oft eftirskjálftum því fólk er enn þá í sjokki og stóri skjálftinn enn í fersku minni, fólk býst við hinu versta. Viðbrögðin eru auðvitað eftir því, fólk verður ofsahrætt sem brýst út í mikilli reiði, sem aftur getur orðið orka sem kemur hlutum á hreyfingu, fólk fer að berjast fyrir því að komast í skjól, finna aðrar manneskjur til að taka höndum saman með og hjálpast að. Góð samfélög skipuleggja sig þannig að þau hafa ákveðna ferla sem fara í gang í stórum náttúruhamförum eins og jarðskjálftum – á Íslandi eru þetta Almannavarnir ríkisins. En hvað er til ráða þegar hamfarir verða á hinu pólitíska sviði? Á Íslandi höfum við afar veika ferla sem segja til um hvernig við getum tekið skaðvald út fyrir sviga og sett hann í hlé, hann ræður því sjálfur hvort eða hvenær hann víkur af sviðinu. Hefðin vinnur heldur ekki með okkur þarna. Á Íslandi er það líka þannig að þingið, sem formlega er sá aðili sem getur tekið skaðvaldinn, ef hann er ráðherra eins og við glímum við núna, út fyrir sviga, er yfirleitt í gíslingu skaðvaldsins og hans meðreiðarsveina og -meyja sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en Austurvöllur brennur. Við erum stödd í miðjum eftirskjálfta eftir stóra skjálftann 2008, það er enn þá gríðarleg spenna sem þarf að losna til að fólk treysti því að skjálftahrinan sé gengin yfir. Krísan snýst ekki um peningana hans SDG eða hvað hann sagði eða lét ósagt, krísan er partur af stóru uppgjöri sem þarf að klárast og á meðan því er ólokið þá skelfur jörðin.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar