Telja að ríkisstjórnin geti ekki setið áfram Snærós Sindradóttir skrifar 6. apríl 2016 06:00 Stjórnarandstaðan fylgdist í forundran með atburðarás gærdagsins og vissi á köflum ekki hvaðan á sig stóð veðrið. vísir/Stefán „Þetta er löskuð, úrvinda ríkisstjórn sem er að hefja sitt dauðastríð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um komandi daga í stjórnmálunum. Hann segir það stórtíðindi hér á landi að almenningur, stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafi náð að knýja fram afsögn forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.Árni Páll Árnason„Það sorglega er að stjórnarflokkarnir virðast ekki kveikja mikið á þessu. En við skulum fyllast gleði og stolti yfir árangrinum og átta okkur á því að við gætum verið að búa til nýtt samfélag með málefnalegri umræðu og alvöru fjölmiðlum.“ Árni segir ríkisstjórnarflokkana hafa dregið úr trú almennings á stjórnmálum. „Sigurður Ingi er í sérstökum vanda því hann er búinn að gefa fráleitar yfirlýsingar Sigmundi til varnar og hefur meðal annars tekið þátt í ógeðfelldri aðför Framsóknarflokksins að Ríkisútvarpinu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Stóru tíðindi dagsins eru auðvitað þau að forsætisráðherra sté til hliðar. Mér finnst jafnframt mikilvægt að halda til haga hversu miklu fjölmiðlarnir skiptu í því máli og það er áminning fyrir okkur öll hve sjálfstæðir fjölmiðlar skipta miklu í lýðræðisríki. Svo auðvitað almenningur sem mætti og mótmælti. Það er bæði jákvæð merki fyrir lýðræðið.“Helgi Hrafn GunnarssonHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir gærdaginn hafa verið ótrúlegan. „Þetta er búinn að vera einn ótrúlegasti dagur sem ég hef upplifað og hef þó upplifað þá nokkra ótrúlega. Ég fæ ekki séð hvernig menn hyggjast byggja aftur upp eitthvað traust á þessa ríkisstjórn. Nú eru komnir tveir ráðherrar sem hafa þurft að segja af sér. Þetta er komið út í svo djúpan absúrdisma að maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum menn þykjast í þessum kringumstæðum byggja upp traust.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórnarandstaðan gert með sér samkomulag um að taka ekki þátt í stjórn með ríkisstjórnarflokkunum, né að verja annan hvorn flokkinn vantrausti fram að kosningum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
„Þetta er löskuð, úrvinda ríkisstjórn sem er að hefja sitt dauðastríð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um komandi daga í stjórnmálunum. Hann segir það stórtíðindi hér á landi að almenningur, stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafi náð að knýja fram afsögn forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.Árni Páll Árnason„Það sorglega er að stjórnarflokkarnir virðast ekki kveikja mikið á þessu. En við skulum fyllast gleði og stolti yfir árangrinum og átta okkur á því að við gætum verið að búa til nýtt samfélag með málefnalegri umræðu og alvöru fjölmiðlum.“ Árni segir ríkisstjórnarflokkana hafa dregið úr trú almennings á stjórnmálum. „Sigurður Ingi er í sérstökum vanda því hann er búinn að gefa fráleitar yfirlýsingar Sigmundi til varnar og hefur meðal annars tekið þátt í ógeðfelldri aðför Framsóknarflokksins að Ríkisútvarpinu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Stóru tíðindi dagsins eru auðvitað þau að forsætisráðherra sté til hliðar. Mér finnst jafnframt mikilvægt að halda til haga hversu miklu fjölmiðlarnir skiptu í því máli og það er áminning fyrir okkur öll hve sjálfstæðir fjölmiðlar skipta miklu í lýðræðisríki. Svo auðvitað almenningur sem mætti og mótmælti. Það er bæði jákvæð merki fyrir lýðræðið.“Helgi Hrafn GunnarssonHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir gærdaginn hafa verið ótrúlegan. „Þetta er búinn að vera einn ótrúlegasti dagur sem ég hef upplifað og hef þó upplifað þá nokkra ótrúlega. Ég fæ ekki séð hvernig menn hyggjast byggja aftur upp eitthvað traust á þessa ríkisstjórn. Nú eru komnir tveir ráðherrar sem hafa þurft að segja af sér. Þetta er komið út í svo djúpan absúrdisma að maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum menn þykjast í þessum kringumstæðum byggja upp traust.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórnarandstaðan gert með sér samkomulag um að taka ekki þátt í stjórn með ríkisstjórnarflokkunum, né að verja annan hvorn flokkinn vantrausti fram að kosningum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira