Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun láta af embætti forsætisráðherra en halda áfram þingmennsku. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindu frá því í gær að þeir myndu reyna stjórnarmyndun á næstu dögum. „Ef við horfum á það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili þá er það ekki svo að það hafi verið stjórnarstefnan eða verk ríkisstjórnarinnar sem hafi sætt sérstakri gagnrýni. Það eru þessir atburðir síðustu daga sem hafa dregið fram þessi miklu mótmæli og kröfu um breytingar,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir að hann átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær. Öll spjót hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að Kastljósið sýndi viðtal sænsks fjölmiðlamanns við ráðherrann á sunnudag þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Eins og áður hefur verið rakið tengdist Bjarni Benediktsson hlut í félaginu Falson & Co sem stofnað var fyrir tíu árum og skráð á Seychelles-eyjum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði, ásamt eiginmanni sínum, prókúru fyrir félagið Dooley Securities sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði 2006. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði í gærkvöldi og mánudagskvöld vilja 56 prósent svarenda að Bjarni segi af sér ráðherraembætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið, 25 prósent vilja ekki að hann segi af sér, 17 prósent eru óákveðin og tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent vilja að Bjarni segi af sér en 31 prósent vill það ekki. Einnig voru svarendur spurðir að því hvort þeir teldu að Ólöf Nordal innanríkisráðherra ætti að segja af sér. Alls 48 prósent telja að hún eigi að segja af sér en 28 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér, 22 prósent eru óákveðin en tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 63 prósent vilja að Ólöf segi af sér en 37 prósent vilja það ekki. Í könnun Fréttablaðsins var fylgi flokka kannað eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun láta af embætti forsætisráðherra en halda áfram þingmennsku. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindu frá því í gær að þeir myndu reyna stjórnarmyndun á næstu dögum. „Ef við horfum á það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili þá er það ekki svo að það hafi verið stjórnarstefnan eða verk ríkisstjórnarinnar sem hafi sætt sérstakri gagnrýni. Það eru þessir atburðir síðustu daga sem hafa dregið fram þessi miklu mótmæli og kröfu um breytingar,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir að hann átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær. Öll spjót hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að Kastljósið sýndi viðtal sænsks fjölmiðlamanns við ráðherrann á sunnudag þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Eins og áður hefur verið rakið tengdist Bjarni Benediktsson hlut í félaginu Falson & Co sem stofnað var fyrir tíu árum og skráð á Seychelles-eyjum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði, ásamt eiginmanni sínum, prókúru fyrir félagið Dooley Securities sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði 2006. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði í gærkvöldi og mánudagskvöld vilja 56 prósent svarenda að Bjarni segi af sér ráðherraembætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið, 25 prósent vilja ekki að hann segi af sér, 17 prósent eru óákveðin og tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent vilja að Bjarni segi af sér en 31 prósent vill það ekki. Einnig voru svarendur spurðir að því hvort þeir teldu að Ólöf Nordal innanríkisráðherra ætti að segja af sér. Alls 48 prósent telja að hún eigi að segja af sér en 28 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér, 22 prósent eru óákveðin en tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 63 prósent vilja að Ólöf segi af sér en 37 prósent vilja það ekki. Í könnun Fréttablaðsins var fylgi flokka kannað eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira