Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat og teiknaði dúllur á meðan stjórnarandstaðan hélt þrumuræður um meint vanhæfi hans. vísir/Vilhelm Traust á milli ríkisstjórnarflokkana er horfið. Megn óánægja ríkir innan beggja flokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, með forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson í aflandsfélagamálinu síðustu daga. Beðið er eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en hann er væntanlegur heim úr fríi frá Flórida í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins einróma í þeirri skoðun sinni að traust á milli samstarfsflokkanna sé við frostmark. Enginn vilji sé til þess að „fara í slag við þjóðina.“ Stjórnarandstaðan hefur borið fram þingsályktunartillögu um vantraust og þingrof. Tillagan kemur til umræðu á Alþingi næstu daga.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Ssamfylkingar. Fréttablaðið/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær í þættinum Ísland í dag að til greina kæmi að opna bókhald sitt og eiginkonu sinnar til að sanna að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Áður hafði félagið verið skráð í helmings eigu Sigmundar til 31. desember 2009. Degi síðar gengu í gildi lög um skattlagningu erlendra félaga. Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, tók af skarið í gær og lýsti því yfir að félagið myndi ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs. Þá skora bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri á Sigmund að segja af sér. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sé sammála því að Sigmundi sé ekki sætt í embætti. Bjarni Benediktsson vildi ekki lýsa yfir stuðningi við Sigmund í þeim viðtölum sem hann fór í, í gær. Ein fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar fóru fram á Austurvelli í gær. Þar voru samankomin á milli tíu og tuttugu þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Traust á milli ríkisstjórnarflokkana er horfið. Megn óánægja ríkir innan beggja flokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, með forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson í aflandsfélagamálinu síðustu daga. Beðið er eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en hann er væntanlegur heim úr fríi frá Flórida í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins einróma í þeirri skoðun sinni að traust á milli samstarfsflokkanna sé við frostmark. Enginn vilji sé til þess að „fara í slag við þjóðina.“ Stjórnarandstaðan hefur borið fram þingsályktunartillögu um vantraust og þingrof. Tillagan kemur til umræðu á Alþingi næstu daga.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Ssamfylkingar. Fréttablaðið/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær í þættinum Ísland í dag að til greina kæmi að opna bókhald sitt og eiginkonu sinnar til að sanna að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Áður hafði félagið verið skráð í helmings eigu Sigmundar til 31. desember 2009. Degi síðar gengu í gildi lög um skattlagningu erlendra félaga. Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, tók af skarið í gær og lýsti því yfir að félagið myndi ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs. Þá skora bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri á Sigmund að segja af sér. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sé sammála því að Sigmundi sé ekki sætt í embætti. Bjarni Benediktsson vildi ekki lýsa yfir stuðningi við Sigmund í þeim viðtölum sem hann fór í, í gær. Ein fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar fóru fram á Austurvelli í gær. Þar voru samankomin á milli tíu og tuttugu þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira