HÍ mun skoða mál lektors í ljósi Panama-skjalanna Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2016 16:59 Það kom forsvarsmönnum Háskóla Íslands verulega á óvart að sjá að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, hafi notað lektorstitil sinn í samskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca á Panama. Fjallað hefur verið um félag sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, stofnaði um eftirlaunasjóð sinn sem er skráður á Panama. Milliliður Júlíusar á uppsetningu félagsins í Panama árið 2014 er íslenska lögmannsstofan Promptus. Eigandi hennar er Kristján Gunnar. Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vildi umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hann minnti á í skeytinu að hann hefði í störfum sínum fyrir Landsbankann átt í viðskiptum við Mossack Fonseca. Kvaðst hann hafa umbjóðendur sem vildu stofna félag á Panama en óskaði jafnframt eftir að geta stofnað félög á fleiri aflandssvæðum.„Hann er hér í hlutastarfi“ Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, segir það hafa komið á óvart að sjá Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Hann segir stjórn Háskóla Íslands ætla að fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ segir Jón Atli. Hann segist ekkert hafa vitað af þessum gjörningi Kristján Gunnars og segir að fara þurfi vandlega yfir málið.Kristján Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.Sagðist ekki muna eftir að hafa beðið um leynd Hann var spurður af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media hvers vegna fólk stofnaði þessi félög ef ekkert skattalegt hagræði væri af því. Sagði Kristján það tengjast einnig fjárfestingum veðsetningum og lánum. Hann sagði að hagkvæmt hefði verið fyrir eiginkonu forsætisráðherra að stofna félagið á sínum tíma þegar hún gerði það en í dag sé betra að fjárfesta í gegnum félög á Íslandi. Jóhannes Kr. spurði Kristján Gunnar hvers vegna beðið hefði sérstaklega um að nafn Júlíusar Vífils kæmi hvergi fram í gögnum félagsins sem hann að halda utan um eftirlaunasjóð hans. Kristján Gunnar sagðist ekki muna til þess að beðið hafi verið um það. Umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media má sjá hér fyrir neðan. Umfjöllun um Kristján Gunnar hefst þegar 49 mínútur og 37 sekúndur eru liðnar af þættinum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Það kom forsvarsmönnum Háskóla Íslands verulega á óvart að sjá að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, hafi notað lektorstitil sinn í samskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca á Panama. Fjallað hefur verið um félag sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, stofnaði um eftirlaunasjóð sinn sem er skráður á Panama. Milliliður Júlíusar á uppsetningu félagsins í Panama árið 2014 er íslenska lögmannsstofan Promptus. Eigandi hennar er Kristján Gunnar. Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vildi umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hann minnti á í skeytinu að hann hefði í störfum sínum fyrir Landsbankann átt í viðskiptum við Mossack Fonseca. Kvaðst hann hafa umbjóðendur sem vildu stofna félag á Panama en óskaði jafnframt eftir að geta stofnað félög á fleiri aflandssvæðum.„Hann er hér í hlutastarfi“ Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, segir það hafa komið á óvart að sjá Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Hann segir stjórn Háskóla Íslands ætla að fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ segir Jón Atli. Hann segist ekkert hafa vitað af þessum gjörningi Kristján Gunnars og segir að fara þurfi vandlega yfir málið.Kristján Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.Sagðist ekki muna eftir að hafa beðið um leynd Hann var spurður af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media hvers vegna fólk stofnaði þessi félög ef ekkert skattalegt hagræði væri af því. Sagði Kristján það tengjast einnig fjárfestingum veðsetningum og lánum. Hann sagði að hagkvæmt hefði verið fyrir eiginkonu forsætisráðherra að stofna félagið á sínum tíma þegar hún gerði það en í dag sé betra að fjárfesta í gegnum félög á Íslandi. Jóhannes Kr. spurði Kristján Gunnar hvers vegna beðið hefði sérstaklega um að nafn Júlíusar Vífils kæmi hvergi fram í gögnum félagsins sem hann að halda utan um eftirlaunasjóð hans. Kristján Gunnar sagðist ekki muna til þess að beðið hafi verið um það. Umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media má sjá hér fyrir neðan. Umfjöllun um Kristján Gunnar hefst þegar 49 mínútur og 37 sekúndur eru liðnar af þættinum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04