Lögregla mætti á heimili Sigmundar Davíðs vegna norskra blaðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 22:44 Ljósmynd sem blaðamenn Aftenposten tóku af Sigmundi Davíð forsætisráðherra og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur við heimili þeirra í Garðabæ. Skjáskot af vef Aftenposten. Lögreglumenn mættu að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten þegar þeir reyndu að ná tali af ráðherranum fyrir utan heimili hans í dag. Þetta kemur fram í umfjöllun Aftenposten um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans við aflandsfélagið Wintris sem er að finna í Panama-skjölunum. Blaðamenn Aftenposten biðu fyrir utan heimili Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar í Garðabæ í dag. Þegar hjónin komu akandi að húsinu reyndu þeir að ná tali af þeim. Í fréttinni kemur fram að Anna Sigurlaug fór úr bílnum og sagði þau ekki vilja veita viðtal vegna málsins. Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var í upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Lögreglan í Hafnarfirði sinnir útköllum í Garðabæ þar sem Sigmundur Davíð býr. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, hafði ekki heyrt af útkallinu þegar fréttastofa náði af honum tali í kvöld. Uppfært klukkan 23:10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Sigmundur Davíð hefði sjálfur kallað eftir aðstoð lögreglu. Það hefur ekki fengist staðfest. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Lögreglumenn mættu að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten þegar þeir reyndu að ná tali af ráðherranum fyrir utan heimili hans í dag. Þetta kemur fram í umfjöllun Aftenposten um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans við aflandsfélagið Wintris sem er að finna í Panama-skjölunum. Blaðamenn Aftenposten biðu fyrir utan heimili Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar í Garðabæ í dag. Þegar hjónin komu akandi að húsinu reyndu þeir að ná tali af þeim. Í fréttinni kemur fram að Anna Sigurlaug fór úr bílnum og sagði þau ekki vilja veita viðtal vegna málsins. Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var í upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Lögreglan í Hafnarfirði sinnir útköllum í Garðabæ þar sem Sigmundur Davíð býr. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, hafði ekki heyrt af útkallinu þegar fréttastofa náði af honum tali í kvöld. Uppfært klukkan 23:10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Sigmundur Davíð hefði sjálfur kallað eftir aðstoð lögreglu. Það hefur ekki fengist staðfest.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01
Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04