Umfjöllun: Noregur - Ísland 29-25 | Tap í fyrsta leiknum undir stjórn Geirs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2016 17:30 Aron Rafn varði vel í íslenska markinu. Vísir/epa Ísland tapaði fyrir Noregi, 29-25, í fyrsta leik sínum undir stjórn Geirs Sveinssonar. Liðið náði aðeins einni æfingu fyrir leikinn og því varla hægt að búast við róttækum breytingum á leik íslenska liðsins sem byrjaði leikinn ágætlega og komst í 1-3. Sóknarleikurinn gekk ágætlega en varnarleikurinn var slakur og markvarslan í samræmi við það. Norðmenn skoruðu að vild fyrir utan og í þau fáu skipti sem sú leið var lokuð fundu þeir línuna sem skilaði nær alltaf marki. Íslenska sóknin var líka striðari með hverri mínútunni og ekki bætti úr skák að liðið fékk engin mörk úr hraðaupphlaupum. Norðmenn náðu mest átta marka forystu, 18-10, en Íslendingar skoruðu skoruðu síðustu mörk fyrri hálfleik og því munaði sex mörkum, 18-12, á liðunum þegar þau gengu til búningsherbergja. Aron Rafn Eðvarðsson var smá tíma að finna taktinn eftir að hann kom í markið en hann tók góða bolta á lokamínútum fyrri hálfleiks og átti svo frábæran seinni hálfleik. Aron Rafn varði alls 16 skot (46%) og var langbesti leikmaður íslenska liðsins. Norðmenn skoruðu tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik en þá kom góður 4-0 kafli hjá Íslandi sem minnkaði muninn í fjögur mörk, 20-16. Snorri Steinn Guðjónsson, sem bar fyrirliðabandið í dag, skoraði tvö þessara marka en hann var markahæstur í íslenska liðinu í dag með fjögur mörk, líkt og Ólafur Guðmundsson. Norðmenn rönkuðu þó fljótlega við sér og náðu afgerandi forskoti á nýjan leik. Magnus Gullerud kom Noregi í 27-20 þegar níu mínútur voru eftir en íslenska liðið átti ágætan endasprett og náði að laga stöðuna. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 29-25, og ljóst að Geirs bíður verðugt verkefni að laga leik íslenska liðsins. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Noregi, 29-25, í fyrsta leik sínum undir stjórn Geirs Sveinssonar. Liðið náði aðeins einni æfingu fyrir leikinn og því varla hægt að búast við róttækum breytingum á leik íslenska liðsins sem byrjaði leikinn ágætlega og komst í 1-3. Sóknarleikurinn gekk ágætlega en varnarleikurinn var slakur og markvarslan í samræmi við það. Norðmenn skoruðu að vild fyrir utan og í þau fáu skipti sem sú leið var lokuð fundu þeir línuna sem skilaði nær alltaf marki. Íslenska sóknin var líka striðari með hverri mínútunni og ekki bætti úr skák að liðið fékk engin mörk úr hraðaupphlaupum. Norðmenn náðu mest átta marka forystu, 18-10, en Íslendingar skoruðu skoruðu síðustu mörk fyrri hálfleik og því munaði sex mörkum, 18-12, á liðunum þegar þau gengu til búningsherbergja. Aron Rafn Eðvarðsson var smá tíma að finna taktinn eftir að hann kom í markið en hann tók góða bolta á lokamínútum fyrri hálfleiks og átti svo frábæran seinni hálfleik. Aron Rafn varði alls 16 skot (46%) og var langbesti leikmaður íslenska liðsins. Norðmenn skoruðu tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik en þá kom góður 4-0 kafli hjá Íslandi sem minnkaði muninn í fjögur mörk, 20-16. Snorri Steinn Guðjónsson, sem bar fyrirliðabandið í dag, skoraði tvö þessara marka en hann var markahæstur í íslenska liðinu í dag með fjögur mörk, líkt og Ólafur Guðmundsson. Norðmenn rönkuðu þó fljótlega við sér og náðu afgerandi forskoti á nýjan leik. Magnus Gullerud kom Noregi í 27-20 þegar níu mínútur voru eftir en íslenska liðið átti ágætan endasprett og náði að laga stöðuna. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 29-25, og ljóst að Geirs bíður verðugt verkefni að laga leik íslenska liðsins.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira