Mikilvægt að sjúklingar tilkynni um aukaverkanir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. apríl 2016 07:00 Tilkynnt var um átta alvarlegar aukaverkanir á síðasta ári. Sjúklingar geta sjálfir sent inn tilkynningu um aukaverkun á heimasíðu Lyfjastofnunar. vísir/vilhelm Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi það umhvaða lyf var að ræða, kemur fram að tilkynnt var um heilablóðfall og blóðtappa hjá konu sem tók getnaðarvarnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúkdómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Ennfremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og að ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framagreind einkenni í þessum tilfellum. Fyrir utan tilkynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru svokölluð samantekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðilinn sem í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning meðferðar ætíð í huga þegar lagt er mat hugsanlega áhættu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfjastofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúklingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga,“segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Rafrettur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi það umhvaða lyf var að ræða, kemur fram að tilkynnt var um heilablóðfall og blóðtappa hjá konu sem tók getnaðarvarnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúkdómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Ennfremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og að ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framagreind einkenni í þessum tilfellum. Fyrir utan tilkynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru svokölluð samantekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðilinn sem í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning meðferðar ætíð í huga þegar lagt er mat hugsanlega áhættu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfjastofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúklingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga,“segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Rafrettur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira