Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 14:16 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, talaði um mótmælin undanfarið í yfirlýsingu VÍSIR Sara Elísa Þórðardóttir, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem er einn af þeim grasrótarsamtökum sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarið, segir að það hafi ekki verið ein af kröfum mótmælenda að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi gefa kost á sér áfram í það embætti. „Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram. Það er ekki alveg það sem við höfðum búist við enda er það ekki í takt við það sem mótmælin snerust um. Mótmælin voru viðbrögð við Panama-skjölunum og því sem ríkisstjórnin hefur gert og ekki gert. Það er því vissulega einkennilegt að hann skuli hafa tengt mótmælin svona mikið við þessa ákvörðun sína,“ segir Sara í samtali við Vísi.Ræddu ekki framboð á fundi með forsetanum Jæja-hópurinn fundaði með Ólafi Ragnari þann 7. apríl síðastliðinn, sama dag og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar var mynduð. Þremur dögum áður höfðu einhver fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar farið fram á Austurvelli þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra og að þingkosningar yrðu strax. Aðspurð hvort eitthvað hafi verið rætt um forsetaframboð Ólafs Ragnars á þeim fundi segir Sara: „Nei, við vorum bara að gera grein fyrir ástæðum þess að við höfðum skipulagt mótmælin. Það var aldrei á neinum tímapunkti rætt um forsetaframboð að mig minnir.“Ætla að halda áfram að mótmæla Þrátt fyrir að Jæja-hópurinn sé kannski ekki alls kostar sáttur við að Ólafur Ragnar hafi ítrekað vísað í mótmælin í yfirlýsingu sinni í gær leggur Sara engu að síður áherslu á að hópurinn taki enga afstöðu til framboðs Ólafs Ragnars enda sé hverjum þeim sem uppfyllir skilyrði til forsetaframboðs frjálst að bjóða sig fram.En hvernig er staðan á mótmælunum þessa dagana? Munu þið halda áfram að mótmæla? „Já, við munum gera það. Við treystum því ekki að kosningar verði í haust fyrr en það er komin dagsetning á kjördag. Kröfunum hefur ekki verið mætt og á meðan ástandið er eins og það er þá höldum við mótmælunum áfram,“ segir Sara. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Sara Elísa Þórðardóttir, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem er einn af þeim grasrótarsamtökum sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarið, segir að það hafi ekki verið ein af kröfum mótmælenda að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi gefa kost á sér áfram í það embætti. „Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram. Það er ekki alveg það sem við höfðum búist við enda er það ekki í takt við það sem mótmælin snerust um. Mótmælin voru viðbrögð við Panama-skjölunum og því sem ríkisstjórnin hefur gert og ekki gert. Það er því vissulega einkennilegt að hann skuli hafa tengt mótmælin svona mikið við þessa ákvörðun sína,“ segir Sara í samtali við Vísi.Ræddu ekki framboð á fundi með forsetanum Jæja-hópurinn fundaði með Ólafi Ragnari þann 7. apríl síðastliðinn, sama dag og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar var mynduð. Þremur dögum áður höfðu einhver fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar farið fram á Austurvelli þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra og að þingkosningar yrðu strax. Aðspurð hvort eitthvað hafi verið rætt um forsetaframboð Ólafs Ragnars á þeim fundi segir Sara: „Nei, við vorum bara að gera grein fyrir ástæðum þess að við höfðum skipulagt mótmælin. Það var aldrei á neinum tímapunkti rætt um forsetaframboð að mig minnir.“Ætla að halda áfram að mótmæla Þrátt fyrir að Jæja-hópurinn sé kannski ekki alls kostar sáttur við að Ólafur Ragnar hafi ítrekað vísað í mótmælin í yfirlýsingu sinni í gær leggur Sara engu að síður áherslu á að hópurinn taki enga afstöðu til framboðs Ólafs Ragnars enda sé hverjum þeim sem uppfyllir skilyrði til forsetaframboðs frjálst að bjóða sig fram.En hvernig er staðan á mótmælunum þessa dagana? Munu þið halda áfram að mótmæla? „Já, við munum gera það. Við treystum því ekki að kosningar verði í haust fyrr en það er komin dagsetning á kjördag. Kröfunum hefur ekki verið mætt og á meðan ástandið er eins og það er þá höldum við mótmælunum áfram,“ segir Sara.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent