Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 91-61 | Öruggt hjá KR og staðan 1-0 Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 19. apríl 2016 22:00 Kári Jónsson meiddist í kvöld sem er áfall fyrir Hauka. vísir/Ernir KR tók forystuna í úrslitaeinvíginu við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn með öruggum sigri, 91-61, í fyrsta leik liðanna í DHL-höllinni í kvöld. Eftir góða byrjun Hauka náðu KR-ingar undirtökunum í 2. leikhluta og byggðu upp gott forskot sem Haukunum tókst ekki að brúa. KR-ingar hafa spilað frábærlega í síðustu tveimur leikjum, eins og sannir meistarar, og líta mjög vel út. Varnarleikurinn er sterkur og sóknin gengur smurt. Liðið er því ansi líklegt til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð sem engu liðið hefur tekist síðan Keflavík vann þrjá titla í röð á árunum 2003-05. Haukarnir þurfa hins vegar að fara vel yfir sín mál fyrir leik tvö á föstudaginn. Flestir lykilmanna Hafnfirðinga léku undir pari í kvöld og liðið má einfaldlega ekki við því gegn jafn sterkum andstæðingi og KR er. Haukarnir hafa lent í ýmsum áföllum í úrslitakeppninni og í 3. leikhluta sneri Kári Jónsson sig illa og tók ekki frekari þátt í leiknum. Stuðningsmenn Hauka liggja því væntanlega bæn núna og biðja æðri máttarvöld um að Kári jafni sig fyrir föstudaginn. Haukarnir byrjuðu leikinn vel og voru hvergi bangnir. Þeir keyrðu ítrekað upp að körfu KR-inga sem náðu sér ekki á strik í vörninni í 1. leikhluta. Haukarnir voru líka öflugir í sóknarfráköstunum og eftir eitt slíkt kom Kári gestunum átta stigum yfir, 7-15. Haukar leiddu með sex stigum eftir 1. leikhluta, 13-19, og hlutirnir litu vel út fyrir Hafnfirðinga. KR-ingar voru að hitta skelfilega (23%) og voru hálf bitlausir. Það breyttist þó í 2. leikhluta. Brynjar Þór Björnsson átti erfitt uppdráttar í 1. leikhluta en í öðrum tók hann yfir leikinn. Fyrirliðinn skoraði átta fyrstu stig KR-inga í 2. leikhluta og gaf tóninn. Félagar hans voru nokkra stund að taka við sér en um leið og þeir komust í gang dró í sundur með liðunum. Vörn Hauka fór að leka og allan slagkraft vantaði í sóknarleikinn. Kári skoraði t.a.m. ekki í 2. leikhluta, Brandon Mobley var aðeins með fjögur stig í hálfleik og Haukur Óskarsson stigalaus. Skotnýting Hauka hrapaði niður - var 31,7% í hálfleik - á meðan KR-ingar skoruðu að vild hinum megin. Heimamenn breyttu stöðunni úr 23-24 í 32-24 um miðjan 2. leikhluta og leiddu með 13 stigum í hálfleik, 43-30. KR-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og kæfðu öll áhlaup Hauka í fæðingu. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn, breyttu m.a. yfir í svæðisvörn, en heimamenn áttu alltaf svör á reiðum höndum. Haukarnir hittu illa og þegar Kári meiddist um miðjan 3. leikhluta fauk síðasti möguleiki Hauka á endurkomu út um gluggann. Á meðan gekk sóknarleikur KR-inga vel þar sem allir lögðu sitt af mörkum. Allir fimm byrjunarliðsmenn KR skoruðu 10 stig eða meira og þá fékk liðið einnig gott framlag frá bekknum. KR var 21 stigi yfir, 66-45, fyrir lokaleikhlutann sem var lítt spennandi. Meistararnir náðu mest 31 stigs forskoti, 87-56, en á endanum munaði 30 stigum á liðunum, 91-61. Brynjar var stigahæstur í liði KR með 20 stig. Michael Craion kom næstur með 19 stig en hann tók einnig 12 fráköst og varði fimm skot. Darri Hilmarsson og Helgi Már Magnússon skoruðu 11 stig hvor og Pavel Ermolinskij átti skínandi leik og var aðeins einu frákasti frá því að ná þrennu. Pavel skoraði 10 stig, tók níu fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Kristinn Marinósson var langbesti leikmaður Hauka í kvöld en hann skilaði 15 stigum og átta fráköstum af bekknum. Mobley skoraði 12 stig og tók 15 fráköst en skotnýting hans var skelfileg (28%). Kári og Emil Barja skoruðu níu stig hvor í liði Hauka og gáfu samtals 11 stoðsendingar en þeir geta báðir betur. Þá voru Finnur Atli og Haukur slakir eins og áður sagði.Bein lýsing: KR - HaukarVísir/ErnirFinnur Freyr: Finnst aðeins of mikið gert úr ummælum Brynjars Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Haukum í kvöld. „Það eru alltaf nokkur spurningarmerki þegar maður byrjar á nýrri seríu. En eftir slakan 1. leikhluta svöruðum við kallinu vel og fórum að framkvæma hlutina betur í vörn og sókn,“ sagði Finnur en KR var sex stigum undir, 13-19, eftir 1. leikhluta. KR-ingar unnu 2. leikhluta 30-11 og voru því 13 stigum yfir í hálfleik, 43-30. Heimamenn spiluðu svo af skynsemi í seinni hálfleik og lönduðu sigrinum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn og breyttu m.a. yfir í 2-3 svæðisvörn í 3. leikhluta. En hvernig fannst Finni KR ná að leysa það? „Ágætlega, það er langt síðan við sáum svæðisvörn síðast og maður hefur alltaf áhyggjur þegar hún kemur svona snögglega. En við höfum verið að vinna í henni jafnt og þétt í allan vetur, bíðandi eftir að hún komi. „Mér fannst við leysa hana ágætlega en þú leysir hana alltaf vel þegar þú hittir úr skotunum fyrir utan,“ sagði þjálfarinn sem var sáttur með hversu vel stigaskorið dreifðist hjá KR-liðinu í kvöld. „Þannig viljum við hafa það. Það er auðvitað látið mikið með leikmenn eins og Mike og Pavel en það eru ansi margir góðir leikmenn í okkar liði og þegar við náum að virkja sem flestir erum við erfiðir viðureignar. Ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina og breiddina hjá okkur.“ Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur í liði KR í kvöld með 20 stig þrátt fyrir rólega byrjun. Finnur var ánægður með fyrirliðann sinn. „Hann var kannski svolítið ofurpeppaður í upphafi leiks. Það er náttúrlega búið að gera mikið úr viðtölum við hann og hann dansar alltaf á línunni. Hann segir hlutina eins og þeir eru og er búinn að vinna fimm titla en ég mér finnst aðeins of mikið gert úr þessu. „Hann var flottur í dag og kom okkur af stað eins og sannur fyrirliði,“ sagði Finnur að endingu.Vísir/ErnirÍvar: Misstum trú á skotunum okkar Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sagði að KR-ingar hefðu einfaldlega haft meiri trú á verkefninu í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. „Munurinn var trú,“ sagði Ívar í leikslok. „Við byrjuðum sterkt og vorum grimmir, sóttum vel á körfuna og fengum góðar körfur. Svo missum við Finn út af með tvær villur og þá datt sóknarleikurinn niður. Hann var búinn að vera mjög hreyfanlegur. „Eftir það komust KR-ingar inn í leikinn og þá var eins og við misstum hausinn. Við höfðum ekki trú á okkar skotum og vorum í vandræðum.“ Þrátt fyrir 30 stiga tap í kvöld er Ívar brattur og segir sitt lið geta komið til baka í leik tvö á föstudaginn. „30 stig, eitt stig, það skiptir engu máli. Við lærum af þessu og komum grimmir í næsta leik. Við erum öllu vanir í þessu og búnir að fá fullt af höggum en alltaf stigið upp,“ sagði Ívar. Talandi um áföll þá meiddist Kári Jónsson um miðjan 3. leikhluta og haltraði af velli. Hann spilaði ekki meira með í leiknum en hver er staðan á honum núna? „Ekki hugmynd. Hann var bara kældur strax og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ívar. „Þetta hefur hert okkur hingað til og ég hef ekki trú á þvi að þetta herði okkur líka núna. En auðvitað vonum við að Kári nái sér og verði tilbúinn í næsta leik. Ef ekki, þá verða aðrir að stíga upp.“Bóas, einn helsti stuðningsmaður KR.Vísir/ErnirDarri: Síðustu tveir leikir þeir bestu í vetur Darri Hilmarsson átti fínan leik þegar KR komst í 1-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með öruggum sigri á Haukum í kvöld. „Við spiluðum bara rosalega vel og þetta var í raun framhald af oddaleiknum við Njarðvík þar sem við hittum á mjög góðan dag,“ sagði Darri eftir leik. „Við vorum flatir í byrjun leiks og fundum ekki fjölina okkar. En eftir það spiluðum við eins og í Njarðvíkurleiknum, vorum agaðir og flottir í sókn og skelltum í lás í vörninni. „Svo meiðist Kári hjá þeim og það dró aðeins vígtennurnar úr þeim. Við vorum flottir í 2. og 3. leikhluta og það skóp þennan sigur,“ bætti Darri við. Hann segir að síðustu tveir leikir séu þeir bestu sem KR hefur spilað á tímabilinu. „Mér finnst þetta vera tveir bestu leikirnir í vetur. Við stígum ekki feilspor og allt gengur upp,“ sagði Darri en við hverju býst hann í öðrum leiknum á föstudaginn? „Þeir spila alltaf betur á heimavelli. Þeir finnst auðvitað betra að spila á Ásvöllum, eins og okkur finnst betra að spila hér. Ég á von á þeim betri en aðalatriðið hjá okkur er að eiga góðan leik,“ sagði Darri að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
KR tók forystuna í úrslitaeinvíginu við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn með öruggum sigri, 91-61, í fyrsta leik liðanna í DHL-höllinni í kvöld. Eftir góða byrjun Hauka náðu KR-ingar undirtökunum í 2. leikhluta og byggðu upp gott forskot sem Haukunum tókst ekki að brúa. KR-ingar hafa spilað frábærlega í síðustu tveimur leikjum, eins og sannir meistarar, og líta mjög vel út. Varnarleikurinn er sterkur og sóknin gengur smurt. Liðið er því ansi líklegt til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð sem engu liðið hefur tekist síðan Keflavík vann þrjá titla í röð á árunum 2003-05. Haukarnir þurfa hins vegar að fara vel yfir sín mál fyrir leik tvö á föstudaginn. Flestir lykilmanna Hafnfirðinga léku undir pari í kvöld og liðið má einfaldlega ekki við því gegn jafn sterkum andstæðingi og KR er. Haukarnir hafa lent í ýmsum áföllum í úrslitakeppninni og í 3. leikhluta sneri Kári Jónsson sig illa og tók ekki frekari þátt í leiknum. Stuðningsmenn Hauka liggja því væntanlega bæn núna og biðja æðri máttarvöld um að Kári jafni sig fyrir föstudaginn. Haukarnir byrjuðu leikinn vel og voru hvergi bangnir. Þeir keyrðu ítrekað upp að körfu KR-inga sem náðu sér ekki á strik í vörninni í 1. leikhluta. Haukarnir voru líka öflugir í sóknarfráköstunum og eftir eitt slíkt kom Kári gestunum átta stigum yfir, 7-15. Haukar leiddu með sex stigum eftir 1. leikhluta, 13-19, og hlutirnir litu vel út fyrir Hafnfirðinga. KR-ingar voru að hitta skelfilega (23%) og voru hálf bitlausir. Það breyttist þó í 2. leikhluta. Brynjar Þór Björnsson átti erfitt uppdráttar í 1. leikhluta en í öðrum tók hann yfir leikinn. Fyrirliðinn skoraði átta fyrstu stig KR-inga í 2. leikhluta og gaf tóninn. Félagar hans voru nokkra stund að taka við sér en um leið og þeir komust í gang dró í sundur með liðunum. Vörn Hauka fór að leka og allan slagkraft vantaði í sóknarleikinn. Kári skoraði t.a.m. ekki í 2. leikhluta, Brandon Mobley var aðeins með fjögur stig í hálfleik og Haukur Óskarsson stigalaus. Skotnýting Hauka hrapaði niður - var 31,7% í hálfleik - á meðan KR-ingar skoruðu að vild hinum megin. Heimamenn breyttu stöðunni úr 23-24 í 32-24 um miðjan 2. leikhluta og leiddu með 13 stigum í hálfleik, 43-30. KR-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og kæfðu öll áhlaup Hauka í fæðingu. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn, breyttu m.a. yfir í svæðisvörn, en heimamenn áttu alltaf svör á reiðum höndum. Haukarnir hittu illa og þegar Kári meiddist um miðjan 3. leikhluta fauk síðasti möguleiki Hauka á endurkomu út um gluggann. Á meðan gekk sóknarleikur KR-inga vel þar sem allir lögðu sitt af mörkum. Allir fimm byrjunarliðsmenn KR skoruðu 10 stig eða meira og þá fékk liðið einnig gott framlag frá bekknum. KR var 21 stigi yfir, 66-45, fyrir lokaleikhlutann sem var lítt spennandi. Meistararnir náðu mest 31 stigs forskoti, 87-56, en á endanum munaði 30 stigum á liðunum, 91-61. Brynjar var stigahæstur í liði KR með 20 stig. Michael Craion kom næstur með 19 stig en hann tók einnig 12 fráköst og varði fimm skot. Darri Hilmarsson og Helgi Már Magnússon skoruðu 11 stig hvor og Pavel Ermolinskij átti skínandi leik og var aðeins einu frákasti frá því að ná þrennu. Pavel skoraði 10 stig, tók níu fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Kristinn Marinósson var langbesti leikmaður Hauka í kvöld en hann skilaði 15 stigum og átta fráköstum af bekknum. Mobley skoraði 12 stig og tók 15 fráköst en skotnýting hans var skelfileg (28%). Kári og Emil Barja skoruðu níu stig hvor í liði Hauka og gáfu samtals 11 stoðsendingar en þeir geta báðir betur. Þá voru Finnur Atli og Haukur slakir eins og áður sagði.Bein lýsing: KR - HaukarVísir/ErnirFinnur Freyr: Finnst aðeins of mikið gert úr ummælum Brynjars Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Haukum í kvöld. „Það eru alltaf nokkur spurningarmerki þegar maður byrjar á nýrri seríu. En eftir slakan 1. leikhluta svöruðum við kallinu vel og fórum að framkvæma hlutina betur í vörn og sókn,“ sagði Finnur en KR var sex stigum undir, 13-19, eftir 1. leikhluta. KR-ingar unnu 2. leikhluta 30-11 og voru því 13 stigum yfir í hálfleik, 43-30. Heimamenn spiluðu svo af skynsemi í seinni hálfleik og lönduðu sigrinum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn og breyttu m.a. yfir í 2-3 svæðisvörn í 3. leikhluta. En hvernig fannst Finni KR ná að leysa það? „Ágætlega, það er langt síðan við sáum svæðisvörn síðast og maður hefur alltaf áhyggjur þegar hún kemur svona snögglega. En við höfum verið að vinna í henni jafnt og þétt í allan vetur, bíðandi eftir að hún komi. „Mér fannst við leysa hana ágætlega en þú leysir hana alltaf vel þegar þú hittir úr skotunum fyrir utan,“ sagði þjálfarinn sem var sáttur með hversu vel stigaskorið dreifðist hjá KR-liðinu í kvöld. „Þannig viljum við hafa það. Það er auðvitað látið mikið með leikmenn eins og Mike og Pavel en það eru ansi margir góðir leikmenn í okkar liði og þegar við náum að virkja sem flestir erum við erfiðir viðureignar. Ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina og breiddina hjá okkur.“ Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur í liði KR í kvöld með 20 stig þrátt fyrir rólega byrjun. Finnur var ánægður með fyrirliðann sinn. „Hann var kannski svolítið ofurpeppaður í upphafi leiks. Það er náttúrlega búið að gera mikið úr viðtölum við hann og hann dansar alltaf á línunni. Hann segir hlutina eins og þeir eru og er búinn að vinna fimm titla en ég mér finnst aðeins of mikið gert úr þessu. „Hann var flottur í dag og kom okkur af stað eins og sannur fyrirliði,“ sagði Finnur að endingu.Vísir/ErnirÍvar: Misstum trú á skotunum okkar Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sagði að KR-ingar hefðu einfaldlega haft meiri trú á verkefninu í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. „Munurinn var trú,“ sagði Ívar í leikslok. „Við byrjuðum sterkt og vorum grimmir, sóttum vel á körfuna og fengum góðar körfur. Svo missum við Finn út af með tvær villur og þá datt sóknarleikurinn niður. Hann var búinn að vera mjög hreyfanlegur. „Eftir það komust KR-ingar inn í leikinn og þá var eins og við misstum hausinn. Við höfðum ekki trú á okkar skotum og vorum í vandræðum.“ Þrátt fyrir 30 stiga tap í kvöld er Ívar brattur og segir sitt lið geta komið til baka í leik tvö á föstudaginn. „30 stig, eitt stig, það skiptir engu máli. Við lærum af þessu og komum grimmir í næsta leik. Við erum öllu vanir í þessu og búnir að fá fullt af höggum en alltaf stigið upp,“ sagði Ívar. Talandi um áföll þá meiddist Kári Jónsson um miðjan 3. leikhluta og haltraði af velli. Hann spilaði ekki meira með í leiknum en hver er staðan á honum núna? „Ekki hugmynd. Hann var bara kældur strax og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ívar. „Þetta hefur hert okkur hingað til og ég hef ekki trú á þvi að þetta herði okkur líka núna. En auðvitað vonum við að Kári nái sér og verði tilbúinn í næsta leik. Ef ekki, þá verða aðrir að stíga upp.“Bóas, einn helsti stuðningsmaður KR.Vísir/ErnirDarri: Síðustu tveir leikir þeir bestu í vetur Darri Hilmarsson átti fínan leik þegar KR komst í 1-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með öruggum sigri á Haukum í kvöld. „Við spiluðum bara rosalega vel og þetta var í raun framhald af oddaleiknum við Njarðvík þar sem við hittum á mjög góðan dag,“ sagði Darri eftir leik. „Við vorum flatir í byrjun leiks og fundum ekki fjölina okkar. En eftir það spiluðum við eins og í Njarðvíkurleiknum, vorum agaðir og flottir í sókn og skelltum í lás í vörninni. „Svo meiðist Kári hjá þeim og það dró aðeins vígtennurnar úr þeim. Við vorum flottir í 2. og 3. leikhluta og það skóp þennan sigur,“ bætti Darri við. Hann segir að síðustu tveir leikir séu þeir bestu sem KR hefur spilað á tímabilinu. „Mér finnst þetta vera tveir bestu leikirnir í vetur. Við stígum ekki feilspor og allt gengur upp,“ sagði Darri en við hverju býst hann í öðrum leiknum á föstudaginn? „Þeir spila alltaf betur á heimavelli. Þeir finnst auðvitað betra að spila á Ásvöllum, eins og okkur finnst betra að spila hér. Ég á von á þeim betri en aðalatriðið hjá okkur er að eiga góðan leik,“ sagði Darri að endingu.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn