Þorsteinn Már: Ég mæti bara og spila fótbolta 19. apríl 2016 09:30 Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík 11. sætinu í Pepsi-deild karla eins og kom fram í morgun. Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson segir að það sé þó skýrt hjá hans mönnum að Víkingur muni ekki falla úr Pepsi-deildinni í ár. „Það kemur okkur ekki á óvart að þið spáið okkur falli enda nýliðar í deildinni. En við reynum bara að afsanna það,“ sagði Þorsteinn Már en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan. Hann segir að Víkingar séu sáttir við undirbúningstímabilið. „Við töpuðum ekki leik og fengum fá mörk á okkur. En við erum með tvö hópa - annan í Ólafsvík og hinn í Reykjavík og það mætti auðvitað vera betra. En við vorum að koma frá Spáni og erum að verða tilbúnir.“Eins og svart og hvítt Þorsteinn Már er kominn aftur „heim“ í Víking eftir nokkurra ára dvöl í KR þar sem hann fékk oft minna að spila en hann kaus sjálfur. Hann viðurkennir að það sé mikill munur á félögunum. „Þetta er eins og svart og hvítt. Það verður bara að viðurkennast. Við Ólsarar erum ekki með alveg nógu góða aðstöðu og æfum til dæmis inni á handboltavelli - á dúki.“ „Það er ekki hægt að bera þetta saman, hvað aðstöðuna varðar,“ segir Þorsteinn sem segir það gott að liðið náði að styrkja sig með mörgum íslenskum leikmönnum í vetur. „Það er frábært að fá Íslendinga. Það hefur gengið erfiðlega að fá þá vestur. En það er gott fyrir liðið að fá þá. Það eru allir vel gíraðir fyrir sumrinu og allir að verða klárir.“Óeðlilegt ef Ejub myndi ekki æsa sig Ejub Purisevic hefur afrekað að koma Víkingi upp í Pepsi-deildina tvívegis á skömmum tíma en Þorsteinn Már lýsir honum sem ströngum en sanngjörnum þjálfara. „Menn vita alveg hvað þeir eiga að gera. Það fá allir sitt hlutverk og það er ekkert flóknara en það. Hann skilar sínu með aga og festu.“ „Hann hefur gert ótrúlega hluti miðað við aðstöðu - að koma liðinu úr 3. deildinni og í Pepsi-deildina. Fólk áttar sig því kannski ekki alveg á því sem hann hefur náð að gera og samhenginu sem er þarna á milli.“ Ejub hefur ávallt verið líflegur á hliðarlínunni og Þorsteinn Már reiknar ekki með öðru í ár. „Hann heldur bara sínu striki. Það væri óeðlilegt ef hann væri ekki að æsa sig.“Hefði viljað spila meira í KR Þorsteinn Már upplifði stundum sérstaka tíma í KR og sérstaklega á síðasta tímabili þegar hann var þrálátlega orðaður við Ólafsvíkinga. Hann lætur þó ekki fjölmiðlaathygli á sig fá. „Ég æsi mig ekki yfir svona hlutum. Ég mæti bara og spila fótbolta fyrir það lið sem ég er í. Ég er mjög sáttur við minn tíma í KR en það eina sem ég hefði viljað var að spila meira.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík 11. sætinu í Pepsi-deild karla eins og kom fram í morgun. Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson segir að það sé þó skýrt hjá hans mönnum að Víkingur muni ekki falla úr Pepsi-deildinni í ár. „Það kemur okkur ekki á óvart að þið spáið okkur falli enda nýliðar í deildinni. En við reynum bara að afsanna það,“ sagði Þorsteinn Már en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan. Hann segir að Víkingar séu sáttir við undirbúningstímabilið. „Við töpuðum ekki leik og fengum fá mörk á okkur. En við erum með tvö hópa - annan í Ólafsvík og hinn í Reykjavík og það mætti auðvitað vera betra. En við vorum að koma frá Spáni og erum að verða tilbúnir.“Eins og svart og hvítt Þorsteinn Már er kominn aftur „heim“ í Víking eftir nokkurra ára dvöl í KR þar sem hann fékk oft minna að spila en hann kaus sjálfur. Hann viðurkennir að það sé mikill munur á félögunum. „Þetta er eins og svart og hvítt. Það verður bara að viðurkennast. Við Ólsarar erum ekki með alveg nógu góða aðstöðu og æfum til dæmis inni á handboltavelli - á dúki.“ „Það er ekki hægt að bera þetta saman, hvað aðstöðuna varðar,“ segir Þorsteinn sem segir það gott að liðið náði að styrkja sig með mörgum íslenskum leikmönnum í vetur. „Það er frábært að fá Íslendinga. Það hefur gengið erfiðlega að fá þá vestur. En það er gott fyrir liðið að fá þá. Það eru allir vel gíraðir fyrir sumrinu og allir að verða klárir.“Óeðlilegt ef Ejub myndi ekki æsa sig Ejub Purisevic hefur afrekað að koma Víkingi upp í Pepsi-deildina tvívegis á skömmum tíma en Þorsteinn Már lýsir honum sem ströngum en sanngjörnum þjálfara. „Menn vita alveg hvað þeir eiga að gera. Það fá allir sitt hlutverk og það er ekkert flóknara en það. Hann skilar sínu með aga og festu.“ „Hann hefur gert ótrúlega hluti miðað við aðstöðu - að koma liðinu úr 3. deildinni og í Pepsi-deildina. Fólk áttar sig því kannski ekki alveg á því sem hann hefur náð að gera og samhenginu sem er þarna á milli.“ Ejub hefur ávallt verið líflegur á hliðarlínunni og Þorsteinn Már reiknar ekki með öðru í ár. „Hann heldur bara sínu striki. Það væri óeðlilegt ef hann væri ekki að æsa sig.“Hefði viljað spila meira í KR Þorsteinn Már upplifði stundum sérstaka tíma í KR og sérstaklega á síðasta tímabili þegar hann var þrálátlega orðaður við Ólafsvíkinga. Hann lætur þó ekki fjölmiðlaathygli á sig fá. „Ég æsi mig ekki yfir svona hlutum. Ég mæti bara og spila fótbolta fyrir það lið sem ég er í. Ég er mjög sáttur við minn tíma í KR en það eina sem ég hefði viljað var að spila meira.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00