Forseti La Liga: Megum ekki leyfa ensku úrvalsdeildinni að verða NBA fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea City á móti Manchester United. Vísir/Getty Javier Tebas, forseti spænsku fótboltadeildarinnar La Liga, hefur áhyggjur af stöðu sinnar deildar gagnvart ensku úrvalsdeildinni. Spænsku liðin hafa verið að standa sig mun betur í Evrópukeppnunum í ár og eiga helming liða í bæði undanúrslitum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar en Tebas hefur sérstakar áhyggjur af peningamálunum. Tímabilið 2013-14 bjó enska úrvalsdeildin til 3,26 milljarða punda á móti „aðeins" 1,51 milljörðum punda hjá La Liga. Við erum að tala um meira en þrjú hundruð milljarða mun í íslenskum krónum. „Við vonumst til þess að geta stækkað svo að enska úrvalsdeildin verði ekki stærsta keppni í heimi og að við getum keppt við hana fjárhagslega," sagði Javier Tebas í viðtali við BBC. „Við viljum ekki að enska úrvalsdeildin sé skrefi á undan hinum. Ef okkur mistekst að ná þessu þá gæti enska úrvalsdeildin orðið NBA fótboltans. Það væri hvorki gott fyrir okkur né fótboltann í heild sinni," sagði Javier Tebas. „Stefnan er að láta meira til sín taka á bæði auglýsinga- og sjónvarpsmarkaðnum til að ná í meiri pening fyrir spænsku deildina," segir Javier Tebas. „Kreppan þvingaði spænsku félögin til að nýta peninga sína betur við kaup á leikmönnum. Þegar þú þénar minna þá þarftu að finna ódýrari leikmenn. Spænski fótboltinn hefur gert vel í þeim efnum," sagði Tebas. „Kreppan kenndi spænskum félögum að leggja meira á sig við að finna góða leikmenn fyrir minni pening. Það hefur verið mun auðveldara fyrir ensku úrvalsdeildina að finna öfluga leikmenn," sagði Tebas. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Javier Tebas, forseti spænsku fótboltadeildarinnar La Liga, hefur áhyggjur af stöðu sinnar deildar gagnvart ensku úrvalsdeildinni. Spænsku liðin hafa verið að standa sig mun betur í Evrópukeppnunum í ár og eiga helming liða í bæði undanúrslitum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar en Tebas hefur sérstakar áhyggjur af peningamálunum. Tímabilið 2013-14 bjó enska úrvalsdeildin til 3,26 milljarða punda á móti „aðeins" 1,51 milljörðum punda hjá La Liga. Við erum að tala um meira en þrjú hundruð milljarða mun í íslenskum krónum. „Við vonumst til þess að geta stækkað svo að enska úrvalsdeildin verði ekki stærsta keppni í heimi og að við getum keppt við hana fjárhagslega," sagði Javier Tebas í viðtali við BBC. „Við viljum ekki að enska úrvalsdeildin sé skrefi á undan hinum. Ef okkur mistekst að ná þessu þá gæti enska úrvalsdeildin orðið NBA fótboltans. Það væri hvorki gott fyrir okkur né fótboltann í heild sinni," sagði Javier Tebas. „Stefnan er að láta meira til sín taka á bæði auglýsinga- og sjónvarpsmarkaðnum til að ná í meiri pening fyrir spænsku deildina," segir Javier Tebas. „Kreppan þvingaði spænsku félögin til að nýta peninga sína betur við kaup á leikmönnum. Þegar þú þénar minna þá þarftu að finna ódýrari leikmenn. Spænski fótboltinn hefur gert vel í þeim efnum," sagði Tebas. „Kreppan kenndi spænskum félögum að leggja meira á sig við að finna góða leikmenn fyrir minni pening. Það hefur verið mun auðveldara fyrir ensku úrvalsdeildina að finna öfluga leikmenn," sagði Tebas.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira