Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2016 15:30 Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar 2000, hefur lokið við að safna undirskriftum fyrir fyrirhugað forsetaframboð og hyggst afhenda þær innanríkisráðuneytinu í dag en þær eru tæplega 3000 talsins. Hann segir kjörstjórn þó ekki vilja taka við undirskriftunum strax, sem hann gagnrýnir harðlega. „Ég er í þessu vandamáli að þeir eru að neita að taka við þessu. Ég er með tölvupóst frá ráðuneytinu frá því í gær, sem er mjög alvarlegt mál, og ég vil ræða stöðu framboðsins í ljósi þessa tölvupósts,“ segir Ástþór í samtali við Vísi. Þau svör hafi fengist að kjörstjórn sé ekki tilbúin til að taka við undirskriftunum strax.Sjá einnig:Sturla vill að yfirvöld taki strax við undirskriftunum „Ég hef í meira en áratug ítrekað að það er ekki í lagi að vera ekki með þetta meira tilbúið. Þeir eru búnir að vita í nærri hundrað ár að þessar kosningar verði þennan dag því þessi dagsetning er í stjórnarskránni. Það er engin afsökun fyrir því að vera ekki með kerfið tilbúið til að vinna úr þessu.“ Ástþór segist hafa lagt mikla vinnu í að safna meðmælum, en lögum samkvæmt skulu frambjóðendur skila að lágmarki 1.500 undirskriftum en að hámarki 3.000. „Þetta er náttúrulega feiknarleg vinna. Ég fór um landið og safnaði þessu og hef verið á ferðinni í bænum, ég og fólk sem hefur verið að hjálpa mér,“ segir hann og bætir við að hann hlakki mikið til að hefja kynningarstarf.Ástþór fyrir utan innanríkisráðuneytið.Vísir/VilhelmRáðist á listann Þetta er í fjórða skiptið sem Ástþór býður sig fram en framboð hans hefur í tvígang verið dæmt ógilt. Annars vegar árið 2000 þegar hann náði ekki að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda og hins vegar árið 2012. Þá var annar maður sakaður um að hafa falsað undirskriftir. Lögreglan felldi niður málið á hendur manninum í október í fyrra. „Það var ráðist á listann og reynt að skemma framboðið – og það tókst. Þarna var raunverulega gerð árás á listana innan úr stjórnkerfi landsins og framboðið dæmt ógild. Síðan var þetta mál í rannsókn í þrjú ár þar til kallaðir voru til fleiri rithandarsérfræðingar, og niðurstaðan var sú að það var ekki hægt að sanna að undirskriftir hafi verið falsaðar, eins og verið var að væna okkur um,“ segir hann. Því hafi hann viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og safnað hámarksfjölda. Aðspurður hvort hann hafi gripið til einhverra varúðarráðstafana í ár, til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, segist hann fara sambærilegar leiðir og áður, hann vilji halda í venjurnar. „Ég hef gert þetta með sama hætti og aðrir, sem hefur verið gert í áratugi.“ Þá segist Ástþór hafa fundið fyrir miklum stuðningi að undanförnu. „Ég hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi, verulega aukningu frá því ég gaf það út að ég myndi fara fram aftur.“Uppfært klukkan 16:33Ástþór fékk ekki að skila undirskriftunum í dag en fékk þau skilaboð að það gæti hann gert eftir tíu daga eða svo, líkt og Sturla Jónsson. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar 2000, hefur lokið við að safna undirskriftum fyrir fyrirhugað forsetaframboð og hyggst afhenda þær innanríkisráðuneytinu í dag en þær eru tæplega 3000 talsins. Hann segir kjörstjórn þó ekki vilja taka við undirskriftunum strax, sem hann gagnrýnir harðlega. „Ég er í þessu vandamáli að þeir eru að neita að taka við þessu. Ég er með tölvupóst frá ráðuneytinu frá því í gær, sem er mjög alvarlegt mál, og ég vil ræða stöðu framboðsins í ljósi þessa tölvupósts,“ segir Ástþór í samtali við Vísi. Þau svör hafi fengist að kjörstjórn sé ekki tilbúin til að taka við undirskriftunum strax.Sjá einnig:Sturla vill að yfirvöld taki strax við undirskriftunum „Ég hef í meira en áratug ítrekað að það er ekki í lagi að vera ekki með þetta meira tilbúið. Þeir eru búnir að vita í nærri hundrað ár að þessar kosningar verði þennan dag því þessi dagsetning er í stjórnarskránni. Það er engin afsökun fyrir því að vera ekki með kerfið tilbúið til að vinna úr þessu.“ Ástþór segist hafa lagt mikla vinnu í að safna meðmælum, en lögum samkvæmt skulu frambjóðendur skila að lágmarki 1.500 undirskriftum en að hámarki 3.000. „Þetta er náttúrulega feiknarleg vinna. Ég fór um landið og safnaði þessu og hef verið á ferðinni í bænum, ég og fólk sem hefur verið að hjálpa mér,“ segir hann og bætir við að hann hlakki mikið til að hefja kynningarstarf.Ástþór fyrir utan innanríkisráðuneytið.Vísir/VilhelmRáðist á listann Þetta er í fjórða skiptið sem Ástþór býður sig fram en framboð hans hefur í tvígang verið dæmt ógilt. Annars vegar árið 2000 þegar hann náði ekki að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda og hins vegar árið 2012. Þá var annar maður sakaður um að hafa falsað undirskriftir. Lögreglan felldi niður málið á hendur manninum í október í fyrra. „Það var ráðist á listann og reynt að skemma framboðið – og það tókst. Þarna var raunverulega gerð árás á listana innan úr stjórnkerfi landsins og framboðið dæmt ógild. Síðan var þetta mál í rannsókn í þrjú ár þar til kallaðir voru til fleiri rithandarsérfræðingar, og niðurstaðan var sú að það var ekki hægt að sanna að undirskriftir hafi verið falsaðar, eins og verið var að væna okkur um,“ segir hann. Því hafi hann viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og safnað hámarksfjölda. Aðspurður hvort hann hafi gripið til einhverra varúðarráðstafana í ár, til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, segist hann fara sambærilegar leiðir og áður, hann vilji halda í venjurnar. „Ég hef gert þetta með sama hætti og aðrir, sem hefur verið gert í áratugi.“ Þá segist Ástþór hafa fundið fyrir miklum stuðningi að undanförnu. „Ég hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi, verulega aukningu frá því ég gaf það út að ég myndi fara fram aftur.“Uppfært klukkan 16:33Ástþór fékk ekki að skila undirskriftunum í dag en fékk þau skilaboð að það gæti hann gert eftir tíu daga eða svo, líkt og Sturla Jónsson.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Sturla Jónsson er ósáttur við að yfirvöld neiti að taka við meðmælendalistum hans að svo stöddu. Formaður kjörstjórnar segi það geta orðið eftir tíu daga. Sturla segir alls kyns óhöpp geta orðið með undirskriftirnar í millitíði 13. apríl 2016 07:00