Tugir milljarða til útgjaldaaukningar og framkvæmda á næstu fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 19:36 Hægt verður að auka útgjöld til verkefna ráðuneyta um fjörutíu og tvo milljarða og til nýframkvæmda um 75 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt nýrri fjármálastefnu og áætlun ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram á Alþingi í dag. Unnið hefur verið að því í tíð tveggja ríkisstjórna að þróa annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, til fimm ára, Málin voru lögð fyrir Alþingi í dag og segja forsætis- og fjármálaráðherra að samkvæmt þessum áætlunum sé hægt að styrkja innviði samfélagsins til mikils muna. Stóru tíðindin eru hvað þetta er gríðarlega jákvæð áætlun. Hún sýnir hvað við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið sem gefur okkur tækifæri á miklu fjárfestingum og mögulegum útgjöldum í innviðum sem sannarlega er kallað á. Í velferðarmálum, samgöngumálum og ýmsum öðrum brýnum verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þetta séu raunhæfar áætlanir og byggi á hóflegri hagvaxtarspá. Þannig sé gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs verði um 20 milljörðum lægri undir lok tímabilsins árið 2021 en þær eru nú og skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð. „Það eru horfur á að við höldum áfram að greiða niður skuldir og og sköpum með því og auknum tekjum út af hagvexti, svigrúm til að ráðast í risastór verkefni sem sum hver hafa setið á hakanum undanfarin ár. Ég nefni að við erum t.d. í fyrsta skipti að sýna fram á að við getum fjármagnað uppbyggingu sjúkrahússins, kaup á þyrlum, farið inn í velferðarmálin og gert betur hvort sem það er fæðingarorlof eða önnur réttindi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Ekki kosningavíxill ríkisstjórnarinnar Á næstu fimm árum gætu útgjöld ráðuneyta aukist um 42 milljarða til að styrkja ýmis verkefni og auka fjárfestingar um 75 milljarða á sama tíma og ríkisfjármálin komist í jafnvægi. Fjármálaráðherra segir ekki um kosningavíxil að ræða enda hafi verið unnið að þessari fyrstu áætlun í langan tíma. „Ég er mjög stoltur af því að koma hér fram með fjármálastefnu sem sýnir að við ætlum að nota þessar aðstæður til að halda áfram að greiða upp skuldir svo við getum staðið traustum fótum við að styrkja innviðina,“ segir Bjarni. Þetta er í fyrsta skipti sem langtímaáætlun sem þessi sem nær til fimm ára er lögð fram og nær bæði til fjármála ríkis og sveitarfélaga. En það er stutt til kosninga og þetta er kynnt á Þjóðminjasafni íslands. Spurningin er hvort þessar áætlanir rati beint þangað? „Nei það held ég alls ekki. Þegar þú horfir til framtíðar skaltu líka horfa aftur fyrir þig og byggja á sögunni. Við erum að sýna það hér í verki með þessari fjármálaáætlun hvað íslenskt samfélag getur verið öflugt. Hversu hratt er hægt að komast út úr kreppu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hægt verður að auka útgjöld til verkefna ráðuneyta um fjörutíu og tvo milljarða og til nýframkvæmda um 75 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt nýrri fjármálastefnu og áætlun ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram á Alþingi í dag. Unnið hefur verið að því í tíð tveggja ríkisstjórna að þróa annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, til fimm ára, Málin voru lögð fyrir Alþingi í dag og segja forsætis- og fjármálaráðherra að samkvæmt þessum áætlunum sé hægt að styrkja innviði samfélagsins til mikils muna. Stóru tíðindin eru hvað þetta er gríðarlega jákvæð áætlun. Hún sýnir hvað við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið sem gefur okkur tækifæri á miklu fjárfestingum og mögulegum útgjöldum í innviðum sem sannarlega er kallað á. Í velferðarmálum, samgöngumálum og ýmsum öðrum brýnum verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þetta séu raunhæfar áætlanir og byggi á hóflegri hagvaxtarspá. Þannig sé gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs verði um 20 milljörðum lægri undir lok tímabilsins árið 2021 en þær eru nú og skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð. „Það eru horfur á að við höldum áfram að greiða niður skuldir og og sköpum með því og auknum tekjum út af hagvexti, svigrúm til að ráðast í risastór verkefni sem sum hver hafa setið á hakanum undanfarin ár. Ég nefni að við erum t.d. í fyrsta skipti að sýna fram á að við getum fjármagnað uppbyggingu sjúkrahússins, kaup á þyrlum, farið inn í velferðarmálin og gert betur hvort sem það er fæðingarorlof eða önnur réttindi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Ekki kosningavíxill ríkisstjórnarinnar Á næstu fimm árum gætu útgjöld ráðuneyta aukist um 42 milljarða til að styrkja ýmis verkefni og auka fjárfestingar um 75 milljarða á sama tíma og ríkisfjármálin komist í jafnvægi. Fjármálaráðherra segir ekki um kosningavíxil að ræða enda hafi verið unnið að þessari fyrstu áætlun í langan tíma. „Ég er mjög stoltur af því að koma hér fram með fjármálastefnu sem sýnir að við ætlum að nota þessar aðstæður til að halda áfram að greiða upp skuldir svo við getum staðið traustum fótum við að styrkja innviðina,“ segir Bjarni. Þetta er í fyrsta skipti sem langtímaáætlun sem þessi sem nær til fimm ára er lögð fram og nær bæði til fjármála ríkis og sveitarfélaga. En það er stutt til kosninga og þetta er kynnt á Þjóðminjasafni íslands. Spurningin er hvort þessar áætlanir rati beint þangað? „Nei það held ég alls ekki. Þegar þú horfir til framtíðar skaltu líka horfa aftur fyrir þig og byggja á sögunni. Við erum að sýna það hér í verki með þessari fjármálaáætlun hvað íslenskt samfélag getur verið öflugt. Hversu hratt er hægt að komast út úr kreppu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira