Flugvél Icelandair heil eftir að hafa verið lostin eldingu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2016 11:18 Hér má sjá augnablikið þegar eldingin lenti í vélinni. Vísir/Skjáskot „Það var greinilega mjög þungt yfir þarna, mikið um eldingar og jafnframt flugvélar að fljúga. Mér skilst að það hafi farið eldingar í að minnsta kosti þrjár flugvélar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en flugvél Icelandair sem var að koma inn til lendingar á Heathrow-flugvöll í London í gærkvöldi varð lostin eldingu. Atvikið gerðist um hálfníu leytið í gær. „Þetta er bara þannig að eldingin kemur í vélina og fer út aftur. Vélin er gerð þannig að hún geti tekið við eldingum án hættu fyrir farþega og svo eftir að henni er lent fer hún í skoðun. Í þessu tilviki þá reyndist hún í fullkomnu lagi og hún hélt áfram til Íslands.“ Guðjón segir þetta koma fyrir annað slagið þó að þetta sé afar sjaldgæft hér á landi. Farþegar lýsa slíkri upplifun vanalega með sama hætti: það kemur hár hvellur og ljós glampi. En að öðru leyti ætti það ekki að valda óþægindum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.The Evening Standard ræddi við farþega vélarinnar sem sagðist hafa séð greinilega að flogið væri inn í storm. „Ég náði ekki mynd af því þegar eldinguna laust í vélina en það gerðist skyndilega, það var hávaði, mjög mikil skyndileg birta og alveg skýrt hvað þarna var á ferðinni. Ég held að öllum farþegum hafi brugðið of mikið til þess að bregðast við á nóinu en þegar við lentum voru allir að tala um þetta,“ sagði farþeginn Catherine Mayer. Crap pic as I've no telephoto/knowledge to shoot lightning, but here's a strike hitting a plane! #London pic.twitter.com/2dTH1x3YCo— 3.1 (@version3point1) April 27, 2016 Fréttir af flugi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
„Það var greinilega mjög þungt yfir þarna, mikið um eldingar og jafnframt flugvélar að fljúga. Mér skilst að það hafi farið eldingar í að minnsta kosti þrjár flugvélar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en flugvél Icelandair sem var að koma inn til lendingar á Heathrow-flugvöll í London í gærkvöldi varð lostin eldingu. Atvikið gerðist um hálfníu leytið í gær. „Þetta er bara þannig að eldingin kemur í vélina og fer út aftur. Vélin er gerð þannig að hún geti tekið við eldingum án hættu fyrir farþega og svo eftir að henni er lent fer hún í skoðun. Í þessu tilviki þá reyndist hún í fullkomnu lagi og hún hélt áfram til Íslands.“ Guðjón segir þetta koma fyrir annað slagið þó að þetta sé afar sjaldgæft hér á landi. Farþegar lýsa slíkri upplifun vanalega með sama hætti: það kemur hár hvellur og ljós glampi. En að öðru leyti ætti það ekki að valda óþægindum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.The Evening Standard ræddi við farþega vélarinnar sem sagðist hafa séð greinilega að flogið væri inn í storm. „Ég náði ekki mynd af því þegar eldinguna laust í vélina en það gerðist skyndilega, það var hávaði, mjög mikil skyndileg birta og alveg skýrt hvað þarna var á ferðinni. Ég held að öllum farþegum hafi brugðið of mikið til þess að bregðast við á nóinu en þegar við lentum voru allir að tala um þetta,“ sagði farþeginn Catherine Mayer. Crap pic as I've no telephoto/knowledge to shoot lightning, but here's a strike hitting a plane! #London pic.twitter.com/2dTH1x3YCo— 3.1 (@version3point1) April 27, 2016
Fréttir af flugi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira