Hermann hefur bullandi trú á oddaleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2016 06:00 Pavel Ermolinskij fer hér framhjá Haukamanninum Emil Barja. Vísir/Ernir Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla bitu Haukarnir frá sér. Það gerðu þeir meira að segja án síns besta manns, Kára Jónssonar, og eru aftur komnir inn í einvígið. Haukarnir eiga heimaleik í kvöld gegn ríkjandi meisturum og geta komið einvíginu í oddaleik með sigri í kvöld. Það mátti líklega telja þá á fingrum annarrar handar sem höfðu trú á sigri Hauka í síðustu leik en Haukarnir sýndu hvað í þeim býr. Þeir eru komnir með blóð á tennurnar og skildi enginn afskrifa Hafnarfjarðarliðið.Hugarfar Haukanna breyttist „Mér fannst hugarfarið breytast hjá Haukunum. Þeir höfðu meiri trú á verkefninu en í hinum leikjunum. Pressan var líka af þeim og þeir gátu komið algjörlega æðrulausir í leikinn með allt að vinna en engu að tapa. Nú settu þeir líka niður stóru skotin ólíkt því sem var í leik tvö,“ segir Hermann Hauksson, sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. „Ég hef trú á þeim núna. Það er byr með þeim og þeir verða að halda í trúna enda hafa þeir nú séð að þeir geta vel unnið KR. Það verður fullt hús og stemning. Ég hef bullandi trú á því að þeir komi þessu í oddaleik.“ Síðasti leikur liðanna var heldur betur dramatískur þar sem Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu með ævintýralegri þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. „Finnur var flottur. Emil Barja var traustur allan leikinn sem og Brandon Mobley. Eini maðurinn sem spilaði ekki vel hjá Haukum var Haukur Óskarsson en hann átti afleitan leik. Það sem gerist þegar Kári Jónsson dettur út er að sóknarleikurinn laskast mikið. Fjarvera hans hefur lítil áhrif á vörnina enda Kári ekki sterkur varnarmaður. Það þurfa fleiri að stíga upp í sókninni og það hafa Emil og Kristinn Marinósson meðal annars gert,“ segir Hermann en innkoma Guðna Valentínusarsonar hefur einnig fært Haukum mikið. „Hann kom þeim inn í leik tvö og stoppar Craion. Hann nær að halda honum frá körfunni og lætur ekki gabba sig. Svo fær hann mígreniskast og getur ekki spilað meira sem er leiðinlegt. Þetta er reyndur strákur sem hefur spilað í Hólminum og Danmörku og kann alveg leikinn. Haukanna vegna vona ég að hann verði heill heilsu í þessum leik. Þeir þurfa á honum að halda.“Finnur Atli Magnússon sækir að Pavel í síðasta leik.Vísir/ErnirKR-ingar gerðu röð mistaka Það héldu nánast allir að KR-ingar myndu sópa Haukunum auðveldlega í síðasta leik en hvað klikkar eiginlega hjá þeim? „KR-ingarnir gerðu röð mistaka og sáu til þess sjálfir að þeir unnu ekki leikinn. Þeir eru stigi yfir og Haukar verða að brjóta. Þá eiga menn eins og Craion og Snorri að fara langt upp völlinn og frá boltanum. Brynjar, Helgi og Bjössi eiga að fá boltann. Hin mistökin eru að gefa Haukum séns á lokaskotinu. Þeir hefðu átt að brjóta og senda Haukana á línuna. Sérstaklega þegar Haukur fékk boltann því hann vildi aldrei fara á línuna. Hann var svo stressaður. KR-ingarnir voru ekki tengdir síðustu mínútur leiksins,“ segir Hermann en meistararnir eru ekki alltaf upp á sitt besta í lok jafnra leikja. „Það er munstur sem við höfum séð og kemur á óvart. Þetta er eitt reynslumesta úrslitaeinvígislið sem hefur komið fram. Þeir þekkja þetta allt flestir. Nú sjáum við í þessum leik úr hverju liðin eru gerð en ég held að þetta verði magnaður leikur. Jafn og skemmtilegur í flottri stemningu.“Hafði ekki trú á leik fjögur Þó að Hermann hafi trú á oddaleik þá sér hann það samt ekki gerast að KR tapi þremur leikjum í röð. „Ég hafði ekki trú á leik fjögur eftir leik tvö. Ég hef trú á oddaleik en sé ekki fyrir mér að KR tapi þar. Ég verð í settinu með Kidda Friðriks á þessum leik og við skoruðum á Haukana eftir leik tvö að ef þeir vildu sjá okkur aftur þar yrðu þeir að taka leik þrjú. Þeir tóku þeirri áskorun. Auðvitað vildu þeir sjá okkur sykurkoddana aftur á skjánum. Hver vill það ekki?“ segir Hermann léttur. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla bitu Haukarnir frá sér. Það gerðu þeir meira að segja án síns besta manns, Kára Jónssonar, og eru aftur komnir inn í einvígið. Haukarnir eiga heimaleik í kvöld gegn ríkjandi meisturum og geta komið einvíginu í oddaleik með sigri í kvöld. Það mátti líklega telja þá á fingrum annarrar handar sem höfðu trú á sigri Hauka í síðustu leik en Haukarnir sýndu hvað í þeim býr. Þeir eru komnir með blóð á tennurnar og skildi enginn afskrifa Hafnarfjarðarliðið.Hugarfar Haukanna breyttist „Mér fannst hugarfarið breytast hjá Haukunum. Þeir höfðu meiri trú á verkefninu en í hinum leikjunum. Pressan var líka af þeim og þeir gátu komið algjörlega æðrulausir í leikinn með allt að vinna en engu að tapa. Nú settu þeir líka niður stóru skotin ólíkt því sem var í leik tvö,“ segir Hermann Hauksson, sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. „Ég hef trú á þeim núna. Það er byr með þeim og þeir verða að halda í trúna enda hafa þeir nú séð að þeir geta vel unnið KR. Það verður fullt hús og stemning. Ég hef bullandi trú á því að þeir komi þessu í oddaleik.“ Síðasti leikur liðanna var heldur betur dramatískur þar sem Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu með ævintýralegri þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. „Finnur var flottur. Emil Barja var traustur allan leikinn sem og Brandon Mobley. Eini maðurinn sem spilaði ekki vel hjá Haukum var Haukur Óskarsson en hann átti afleitan leik. Það sem gerist þegar Kári Jónsson dettur út er að sóknarleikurinn laskast mikið. Fjarvera hans hefur lítil áhrif á vörnina enda Kári ekki sterkur varnarmaður. Það þurfa fleiri að stíga upp í sókninni og það hafa Emil og Kristinn Marinósson meðal annars gert,“ segir Hermann en innkoma Guðna Valentínusarsonar hefur einnig fært Haukum mikið. „Hann kom þeim inn í leik tvö og stoppar Craion. Hann nær að halda honum frá körfunni og lætur ekki gabba sig. Svo fær hann mígreniskast og getur ekki spilað meira sem er leiðinlegt. Þetta er reyndur strákur sem hefur spilað í Hólminum og Danmörku og kann alveg leikinn. Haukanna vegna vona ég að hann verði heill heilsu í þessum leik. Þeir þurfa á honum að halda.“Finnur Atli Magnússon sækir að Pavel í síðasta leik.Vísir/ErnirKR-ingar gerðu röð mistaka Það héldu nánast allir að KR-ingar myndu sópa Haukunum auðveldlega í síðasta leik en hvað klikkar eiginlega hjá þeim? „KR-ingarnir gerðu röð mistaka og sáu til þess sjálfir að þeir unnu ekki leikinn. Þeir eru stigi yfir og Haukar verða að brjóta. Þá eiga menn eins og Craion og Snorri að fara langt upp völlinn og frá boltanum. Brynjar, Helgi og Bjössi eiga að fá boltann. Hin mistökin eru að gefa Haukum séns á lokaskotinu. Þeir hefðu átt að brjóta og senda Haukana á línuna. Sérstaklega þegar Haukur fékk boltann því hann vildi aldrei fara á línuna. Hann var svo stressaður. KR-ingarnir voru ekki tengdir síðustu mínútur leiksins,“ segir Hermann en meistararnir eru ekki alltaf upp á sitt besta í lok jafnra leikja. „Það er munstur sem við höfum séð og kemur á óvart. Þetta er eitt reynslumesta úrslitaeinvígislið sem hefur komið fram. Þeir þekkja þetta allt flestir. Nú sjáum við í þessum leik úr hverju liðin eru gerð en ég held að þetta verði magnaður leikur. Jafn og skemmtilegur í flottri stemningu.“Hafði ekki trú á leik fjögur Þó að Hermann hafi trú á oddaleik þá sér hann það samt ekki gerast að KR tapi þremur leikjum í röð. „Ég hafði ekki trú á leik fjögur eftir leik tvö. Ég hef trú á oddaleik en sé ekki fyrir mér að KR tapi þar. Ég verð í settinu með Kidda Friðriks á þessum leik og við skoruðum á Haukana eftir leik tvö að ef þeir vildu sjá okkur aftur þar yrðu þeir að taka leik þrjú. Þeir tóku þeirri áskorun. Auðvitað vildu þeir sjá okkur sykurkoddana aftur á skjánum. Hver vill það ekki?“ segir Hermann léttur.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn